Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 28
Vikublað 3.–5. nóvember 201520 Lífsstíll Villibráðarkvöld villinganna n Alls konar kjöt og hvalur n Allt veitt af viðstöddum n Umstangið vex með hverju ári n Gómsætar uppskriftir V inirnir og veiðifélagarnir Bergþór Júlíusson og Ingvi Þór Ragnarsson hafa staðið að árlegu villibráðarkvöldi í nokkur ár, ásamt ýmsum vinum og ættingjum sem hafa veitt með þeim í gegnum tíðina. Boðið hefur vaxið og þróast með tíð og tíma og hefur fjöldi rétta og gesta aukist með hverju árinu. Þeir kalla við- burðinn Villibráðarboð villinganna. DV fékk að fylgjast með síð- asta boði sem var í alla staði glæsilegt. „Það eru ýmsir sem eiga aðkomu að þessu kvöldi með framlagi veiðibráðar, til dæm- is eru eiginkon- ur okkar beggja öfl- ugar í stangveið inni, sonur Ingva hefur lagt til hvalkjöt en hann hef- ur unnið á hvalveiðibát undan farin sumur, ýmsir vinir okkar hafa lagt til villta fugla en meginuppistaðan af hráefninu er veidd af okkur,“ segir Bergþór. „Hin síðari ár hefur allt umstang- ið í kringum veiðina aukist og veiði- aðferðirnar orðið fjölbreyttari en við eignuðumst veiðikajaka fyrir nokkrum árum og stundum það að veiða á þeim bæði fisk og fugl. Við höfum einnig verið duglegir við að veiða heiðagæs og lax og ekki síður farið í vötn inni á hálendinu til að veiða silung.“ Heimareyking og umstang Þar sem Bergþór er mikill áhuga- maður um matargerð, enda lærður matreiðslumaður, þá hefur áhuginn á verkun og matreiðslu villibráðar orðið stór hluti af þessu áhugamáli. Ingvi hefur smitast af þessum áhuga líka hvað varðar ýmsa þætti í matar- gerðinni og þegar félagarnir smíðuðu sér reykhús má segja að áhuginn hafi verið tekinn skrefinu lengra. „Í raun hefur undirbúningur kvöldsins staðið yfir í marga mánuði því haldið hefur verið til veiða á fjöll, tún og sjó til að afla hráefnis fyrir kvöldið. Einnig varð að prufukeyra reykhúsið í sumar og haust til að ná fullkomnun í reykingu á laxi og lambakjöti ásamt öðru hráefni. Við lögðum ýmislegt á okkur til þess að útvega það sem til þurfti, til dæmis gott tað, og farnar voru ótalmargar ferðir í sveitina þar sem reykhúsið er til þess að ná réttu handtökunum við reykinguna. Þegar síðasta reyking haustsins heppnaðist var kominn tími til að slá upp veislu. Í vikunni fyrir villibráðarkvöldið heitreykt- um við og grófum anda- og gæsa- bringur og svartfugl auk þess sem við bjuggum til gæsalifrar- og hrein- dýrapaté auk gæsa- og hreindýra- terrine. Hvalkjötið var marínerað og hluti þess einnig grafinn og ýmsir úr hópnum fengu heimaverkefni og aðrir stóðu vaktina með okkur þegar stóri dagurinn rann upp. Við höfum sótt innblástur og fyrirmyndir að uppskriftum til Úlfars Finnbjörns- sonar meistarakokks auk þess sem Bergþór hefur legið yfir ýmsum bókum um verkun kjöts eins og til dæmis Charcuterie eftir Michael Ruhlman.“ Sáttir veiðimenn Eldamennskan heppnaðist mjög vel og besti mælikvarðinn voru ánægðir gestir sem voru rúmlega þrjátíu talsins. „Afgangurinn af matnum, sem ekki var borðaður daginn eftir, var frystur. Það sem vakti hvað mesta lukku var heitreykta gæsin, grillaða hvalkjötið og sykursaltaði reykti lax- inn. Einnig eru skarfarúllurnar með rjómaostafyllingu alltaf vinsælar. Það er alveg frábært að geta mat- reitt það sem maður veiðir, það er góð tilfinning að nýta alla bráðina í svona veislurétti, og í raun glettilega einfalt.“ n Matgæðingar Villingarnir Ólafur, Bergþór, Sólon og Ingvi. Myndir ÞorMar Vignir gunnarSSon ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Fjölbreytt Gæs, önd og langreyður á grillinu. Litríkt Rjúpusnittur með rauðlaukssultu. nýstárleg framsetning Marineruð lang- reyður í teryaki með wasabí-ryki (wasabi- baunir raspaðar yfir með fínum raspi). grænt og girnilegt Reykt og hægelduð bleikja í heimaræktuðu villisalati.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.