Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 3.–5. nóvember 20154 Viðburðir & skemmtanir - Kynningarblað Í vor verða liðin 30 ár síðan Simply Red hélt tónleika hér á landi. Þann 31. maí halda þessir snillingar aftur tónleika í Laugardalshöll- inni og óhætt er að segja að þeir hafa engu gleymt. Simply Red hefur selt yfir 60 milljónir platna og á þess- um tónleikum mun sveitin flytja öll sín vinsælustu lög. Mick Hucknall og fé- lagar hafa sjaldan eða aldrei verið í betra formi en Mick er með eina flottu- stu söngrödd poppsögunn- ar. Sveitin á margar sígilda smelli sem allir Íslendingar yfir fertugu þekkja vel. Það má því búast við ógleyman- legri stemningu og upplifun þegar Simply Red stíga á svið í Laugardalshöllinni þann 31. maí í vor. Þegar Simply Red spiluðu hér á landi vorið 1986 voru þeir nýbúnir að gefa út fyrstu plötuna sína, Pict- ure Book, sem sló allrækilega í gegn hér á landi. Eftir það varð Simply Red ein vinsælasta hljómsveit heims næstu árin. Meðal laga sem búast má við að verði flutt í höllinni næsta vor eru: A New Flame, It´s Only Love, If You Don´t Know Me By Now, For Your Babies, Stars- Money´s Too Tight (To Mention), Fairground, Something Got Me Started, Holding Back The Years og mörg fleiri. Nú þegar er uppselt í stúku á tón- leikana en ennþá er hægt að fá miða í stæði. Miðasala er á Miði.is. n Simply Red í Laugardalshöll Ein vinsælasta hljómsveit Bretlands frá upphafi hefur engu gleymt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.