Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Side 22
Vikublað 24.–26. nóvember 20154 Gæðapítsur - Kynningarblað Eldofninn, Grímsbæ Ósvikið viðarofnsbragð og ekta ítölsk fjölskyldustemning R eynsla og tenging við pítsugerð í næst­ um 30 ár eru á meðal þess sem einkennir Eldofninn. Ellert og Eva voru viðriðin stofn­ un Eldsmiðjunnar árið 1986. Ég fæddist árið 1987 og þá hoppaði pabbi bara beint á vakt af fæðingardeildinni,“ segir Evert Austmann Ellerts­ son, bakari hjá Eldofninum í Grímsbæ, fjölskyldufyrir­ tæki þar sem foreldrar, synir og annað frábært starfsfólk leggja alúð sína í að búa til framúrskarandi pítsur og veita góða þjónustu. Á Eldofninum eru eingöngu í boði 12” pítsur sem bakaðar eru í eldofni og er eingöngu not­ aður eldiviður við baksturinn. Árið 2008, ári áður en Eldofninn var opnaður, fóru hjónin Ellert Austmann Ingi­ mundarson og Eva Karls dóttir til Ítalíu í leit að hentugum ofni. Þau komu heim með eldofn með snúningsplötu, sem tryggir í senn frábæran bakstur, ósvikið viðarofnsbragð og hraða þjón­ ustu. „Eftir að við setjum pítsuna inn í ofninn þá ýtum við bara á einn takka, pítsan byrjar að snúast og bakast jafnt og þétt á tveimur mínútum,“ segir Evert. Snúningsplatan í ofninum skapar sjálfvirka alúð við baksturinn, hægt er að afgreiða pítsurnar mjög hratt en þær eru þó afar jafnt og vel bak­ aðar. „Við getum sett inn átta pítsur í einu en þegar svona mikið er að gera eins og er núorðið þá þarf að vera með mann á ofninum til að koma pítsunum inn og út.“ Allt eldað frá grunni „Við búum til allt frá grunni, sósurnar okkar eru án aðfenginna aukaefna og í hana eru notaðir plómutómat­ ar; það sama má segja um hvítlauks­ olíuna og Eldofnsolíuna okkar sem er sterk chili­ olía. Rauðlauk­ inn skerum við niður hérna og kryddið sem fer í sósuna mallar í potti,“ segir Evert. En hvaða pítsur eru vinsælastar? „Vinsælustu pítsurnar eru yfir­ leitt þær sem eru kenndar við okkur bakarana og við höfum sett saman eftir okkar smekk. Sigga Spes pítsan er til dæmis búin að vera vinsælasta pitsan hér í 3–4 ár en á henni eru sveppir, skorið pepperóní, ananas, svartar ólífur, jalapeno, hvítlaukur, rjómaostur og óreganó. Þessi pítsa slær í gegn hjá öllum og er sívinsæl.“ Opin ítölsk stemning í matsalnum Veitingasalurinn á Eldofninum er bæði huggulegur og skemmtilegur. Allt er galopið svo viðskiptavinir sjá bakarana að störfum, þeyta pítsum upp í loftið. „Krakkarnir eru mjög spenntir fyrir þessu, til dæmis að sjá pítsurnar snúast í ofninum,“ segir Evert og honum líkar það vel að matargestir sjái fjölskylduna að störfum. Tíu prósenta afsláttur er veittur af mat sem er sóttur og einnig eru alltaf í gangi hádegistilboð virka daga frá 11.30 til 14 en þá er staður­ inn yfirleitt þéttsetinn. Eldofninn er opinn mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11.30 til 21, föstudaga til kl. 22. Á laugardögum er opið frá kl. 17 til 22 og á sunnu­ dögum frá 17 til 21. Á mánudögum er lokað – þá hleður Eldofnsfjöl­ skyldan batteríin fyrir hina sex daga vikunnar. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.