Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 28
24 Lífsstíll Vikublað 24.–26. nóvember 2015
S
njallsímar eru yfirleitt ekki
stór og fyrirferðarmikil tæki,
en ofnotkun þeirra getur
engu að síður valdið miklu
líkamlegu álagi og óþægind-
um. Flestir hafa líklega heyrt að of-
notkun snjallsíma og tölva sé óholl
en einkennin gætu komið mörgum
á óvart.
Netógleði
Netógleði er heiti yfir einkenni sem
koma fram þegar maður skrunar
hratt í gegnum efni í símanum sín-
um eða horfir á myndbönd sem inni-
halda töluverðan hasar. Það getur
valdið óþægindum á borð við höfuð-
verk og ógleði. Ástæðan er togstreita
á milli skynfæra sem upplifa ekki
það sama. Þú sérð hreyfingu en upp-
lifir hana ekki líkamlega. Það getur
ruglað skynfærin og valdið vanlíðan.
Allir geta upplifað netógleði en kon-
ur eru viðkvæmari fyrir því en karl-
menn. Þá eru þeir sem eiga sögu um
mígreni líka viðkvæmir.
Textakló
Allar ítrekaðar og einsleitar hreyf-
ingar geta orsakað álagsmeiðsl og er
ofnotkun snjallsíma þar ekki undan-
skilin. Þeir sem eru duglegir að
senda textaskilaboð eða spjalla við
fólk á netinu í símanum gætu kann-
ast við textaklóna. Líka þeir sem
eru öflugir í tölvuleiknum Candy
Crush eða sambærilegum leikjum.
Einkenni textaklóar eru eymsli og
krampar í fingrum, úlnlið eða upp-
handlegg. Það er í raun lítið hægt
að gera við þessum hvimleiðu ein-
kennum nema draga úr snjallsíma-
notkun. Teygjur og kaldir og heitir
bakstrar gætu mögulega slegið á
óþægindin.
Augnþreyta
Öll afþreying eða vinna sem krefst
þess að þú notir augun getur valdið
þreytu. Þetta á ekki bara við um
notkun tölva og síma, heldur getur
mikil keyrsla, lestur og skrif einnig
valdið augnþreytu. En álagið á aug-
un er líklega einna mest þegar setið
er við tölvu eða símaskjá tímun-
um saman án hvíldar. Slíkt getur
valdið óþægindum í augum, þurrki,
höfuðverk og mikilli þreytu. Þessi
einkenni geta dregið úr starfs- og
afkastagetu. Augnþreyta vegna mik-
illar skjánotkunar er yfirleitt skað-
laus og það má draga úr líkum á
henni með því að hvíla sig reglulega
frá skjánum. Að taka sér um 20 sek-
úndna hlé á tuttugu mínútna fresti
er gott viðmið. Ef augun eru mjög
þurr er hægt að nota dropa til að
sporna við óþægindum.
Textaháls
Líkt og textaklóin þá orsakast texta-
hálsinn af of mikilli notkun snjall-
síma, en um er að ræða óþægindi
í hálsi og hrygg. Flest beygjum við
nefnilega höfuðið fram og niður
þegar við skoðum símann okkar.
Sérfræðingar í stoðkerfisvandamál-
um hafa líkt þessu við faraldur, svo
algengur er textahálsinn. Þessi ávani,
að beygja höfuðið svo mikið niður,
getur valdið ótímabærum kvillum
og vandamálum í hálsi og baki. En
það má fyrirbyggja þessi einkenni
með því að vera meðvitaður um að
halda höfðinu betur uppréttu þegar
síminn er skoðaður. Lyfta frekar
símanum ofar svo auðveldara sé að
skoða hann.
Draugahringing
Hver kannast ekki við að hafa verið
með símann í vasanum og fundist
hann vera að hringja án þess að
hann sé að því í raun og veru? Þetta
kallast draugahringing og er mjög
algengt fyrirbæri. Ef er fólk upplifir
þetta oft gæti það hins vegar endur-
speglað áráttuhegðun og verið vís-
bending um kvíða og stress. Eina
leiðin til að koma í veg fyrir þessi
óþægindi er að taka sér gott frí frá
símanum. Við erum vön að vera með
símann límdan við okkur frá morgni
til kvölds og því er gott að ákveða
fyrir fram hvenær taka á frí og ekki
hvika frá því.
Skemmdir á sæði
Vísbendingar eru um að mikill hiti
sem myndast frá fartölvum þegar
setið er með þær í kjöltunni geti
valdið skemmdum á sæði. Þetta hef-
ur verið prófað með sæði í tilrauna-
glösum en í þeim tilraunum hefur
komið í ljós að hitinn virðist draga úr
hæfileika sæðisfruma til að hreyfa sig
úr stað og auka líkur á skemmdum á
erfðaefni. Báðir þessir þættir geta
leitt til ófrjósemi.
Gönguslys
Það er alltaf að færast í aukana að
fólk skoði símana sína á meðan það
er á göngu. Jafnvel þegar gengið er
innan um mikinn fólksfjölda og við
umferðargötur. En meðan við erum
niðursokkin í símann þá eigum við
erfitt með að fylgjast með því sem er
að gerast í raunheimum. Það er því
ólíklegt að við gefum umferðarljós-
um gaum eða lítum til beggja hliða
áður en við förum yfir götu. Þessi
hegðun eykur slysahættu til muna.
Við getum ekki bara slasað okkur
sjálf heldur einnig aðra. Eina leiðin
til að draga úr slysahættu er að hafa
símann einfaldlega í vasanum eða
veskinu á meðan gengið er.
Ofát
Að borða yfir sig er auðvitað ekki bein
afleiðing of mikillar símanotkunar,
en rannsóknir hafa sýnt að fólk sem
sér mikið af myndum af uppskriftum
og girnilegum mat, er líklegra til
að borða of mikið. Við vitum öll að
internetið er allt morandi í matar-
klámi og myndirnar vekja ósjálfrátt
upp mikla löngun í mat. Sumir geta
streist á móti, aðrir ekki. n
Ofnotkun farsíma
veldur heilsubresti
n Einkenni ofnotkunar gætu komið á óvart n Ertu alltaf í símanum? n Upplifirðu líkamlega vanlíðan?
Í eigin heimi Fólk er oft
svo upptekið í símanum
að það missir tengslin við
umheiminn.
Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
gæði – þekking – þjónusta
Umhverfisvænir pokar
sem brotna niður í umhverf inu
Nánari upplýsingar á www.pmt.is
eða í síma 567 8888
• Umhverf isvænu plastpokarnir f rá PMT eru ekki maíspokar
• Þe ir eru með skaðlaust d2w íblöndunarefni
• d2w breyt ir plastpokunum að líf tíma
þe irra loknum svo að þe ir samlagist
nát túrunni á sama hát t og laufblað
Við bjóðum uppá alls kyns gerðir af
umhverfisvænum plastpokum. Íslensk plastfyrirtæki
sem vilja gerast umhverfisvænni geta jafnframt
fengið hjá okkur íblöndunarefni.
Pokar í
s töðluðum stærðum
eða
séráprentaðir