Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942 Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Tilboð fyrir hótel og gistiheimili í apríl/maí! Skeljungur vill byggja á Granda n Olíufélagið ræðir við Faxaflóhafnir n Slegist um aðra lóð í sömu götu S keljungur á í viðræðum við Faxaflóahafnir um úthlutun lóðar við Fiskislóð á Granda og skoðar olíufélagið að reisa þar nýjar höfuðstöðvar sínar. Fyrirtækið sótti um lóðina í byrjun nóvember en ákvörðun um úthlutun hennar verður ekki tekin fyrr en í byrj­ un næsta árs. Ástæðan er skyndilegur áhugi fjárfesta og fyrirtækja á lóðum við götuna en Faxaflóahafnir hafa síð­ asta mánuðinn tekið við þremur öðr­ um umsóknum. „Við erum að skoða framtíðar­ fyrirkomulag Skeljungs í húsnæðis­ málum. Við höfum átt fundi með höfninni og þessi lóð myndi henta okkur vel annaðhvort undir hluta starfseminnar eða mögulega hana alla. Ef Skeljungi verður úthlutað þessari lóð ættum við að vera tiltölu­ lega snögg að koma starfsemi fyrir­ tækisins upp úti á Granda,“ segir Val­ geir Baldursson, forstjóri Skeljungs. Mikill áhugi Valgeir svarar aðspurður að ekki sé tímabært að greina nánar frá áform­ um Skeljungs enda séu þau enn í mótun. Olíufélagið sótti um lóð­ ina Fiskislóð 41 þann 5. nóvember en hún er samkvæmt fasteignaskrá alls 5.127 fermetrar að stærð. Höfuð­ stöðvar fyrir tækisins eru nú í Borgar­ túni. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa­ flóahafna, býst við að umsókn Skelj­ ungs verði svarað í janúar en ekki desember eins og áður hafi staðið til. Ástæðan sé sú að fyrirtækinu hafi borist þrjár aðrar umsóknir. „Þetta eru tvær lóðir sem menn eru að sækjast eftir þarna. Annars vegar lóðin sem Skeljungur sótti um og síðan Fiskislóð 37A. Við þurfum hins vegar ekki að ráðast í neinar breytingar á skipulagi svæðisins held­ ur einfaldlega að afla frekari upplýs­ inga um það hvað þessir aðilar ætla að gera þarna, framkvæmdatíma og fleira, áður en við úthlutum þeim. Það er nokkuð ljóst að það er vaxandi áhugi á þessum lóðum,“ segir Gísli. Plast og þyrluflug Einkahlutafélagið Reir er einn um­ sækjendanna þriggja. Í umsókn fé­ lagsins, sem er dagsett 26. október síðastliðinn, óskar Reir eftir Fiskislóð 37A en Fiskislóð 41 til vara. Reir er dótturfélag Niturs ehf. en móðurfé­ lagið kom með alls 661 milljón króna hingað til lands árin 2012 og 2013 í gegnum fjárfestingarleið Seðlabank­ ans. „Planið er að leigja HBH byggir húsnæðið og öðrum aðilum en fyrir­ tækið rekur trésmíðaverkstæði, og við fræsum og vinnum mikið plast sem Marel og fleiri fyrirtæki nota í sína framleiðslu. Þessu fylgir engin meng­ un eða neitt þannig,“ segir Hafliði B. Harðarson, framkvæmdastjóri HBH byggir ehf., sem er að 33% í eigu Niturs. Þann 27. október barst Faxaflóa­ höfnum umsókn Mid Atlantic Sim Center ehf. um Fiskislóð 37A. Að baki félaginu eru íslensk­ ir fjárfestar sem vilja opna alþjóðlega þjálfunarmið­ stöð með flughermi fyrir Airbus AS350­þyrlur. Fjár­ festarnir keyptu flugherm­ inn árið 2013 og hafa síðan leitað að hentugu húsnæði undir starfsemina. Halldór Þorkelsson, fram­ kvæmdastjóri fyr­ irtækisins, sagði í viðtali við Frétta­ blaðið í júlí það ár að forsvars­ menn þess horfðu til staðsetn­ ingar á Reykjavíkursvæðinu. Áform þeirra gerðu ráð fyrir að þjálfunarmiðstöðin yrði opnuð á fyrri hluta 2016 og að fé­ lagið myndi síðar kaupa annan flug­ hermi, fyrir Airbus AS355­þyrlur, sem yrði sá eini sinnar tegundar í heimin­ um. Fyrirtækið Brimrún er þriðji og síðasti umsækjandinn. Það selur ýmsan búnað fyrir fiskiskip, hefur rekið starfsemi sína úti á Granda síð­ astliðin 23 ár, og vill einnig fá Fiski­ slóð 37A. „Núverandi húsnæði okk­ ar er ekki hentugt lengur. Þess vegna erum við ein­ faldlega að spá í framtíðina og viljum skipuleggja okk­ ur fyrir næstu áratugina,“ segir Björn Árnason, fram­ kvæmdastjóri fyrirtækis­ ins, og segir að fyrirtækið hafi skilað sinni um­ sókn inn 11. nóv­ ember. n „Ef Skeljungi verð- ur úthlutað þessari lóð ættum við að vera til- tölulega snögg að koma starfsemi fyrirtækisins upp úti á Granda. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Forstjóri Skeljungs Valgeir Baldursson. Úti á Granda Skeljungur vill byggja á lóðinni Fiskislóð 41 eða við hliðina á lager og bókabúð Forlagsins. Mynd dV SiGtryGGur Ari LoFtMynd www.jA.iS reir Mid Atlantic Sim Center Brimrún Fiskislóð 41 Fiskislóð 37A S jálfsbjörg hefur ákveðið að stofna Frumbjörg, Frum­ kvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar sem vettvang fyrir rannsóknir, nýsköpun og þróunarstarf á velferðar­ og heilbrigðissviði, einkum því sem tengist hreyfihömluðum og öðrum fötluðum einstaklingum. Til að koma þessari starfsemi á laggirn­ ar leggur Sjálfsbjörg verkefnið í hend­ ur almennings og notar hópfjármögn­ unarsíðuna Karolinafund til þess. Mikil vöntun hefur verið á aðstöðu fyrir frumkvöðla­ og nýsköpunarstarf á sviði velferðartækni og heilbrigðis­ mála. Þörfin er brýn að mati Sjálfs­ bjargar sem bendir á að fatlað fólk hefur oft litla aðstöðu og takmark­ að aðgengi að leiðsögn til að vinna að hugðar­og hagsmunaefnum sín­ um. Eitt af meginmarkmiðunum er að styðja fatlaða einstaklinga til að skapa sín eigin atvinnutækifæri. Sjálfsbjörg hyggist því byggja upp aðstöðu sem styður við nýsköpun og vísindastörf fyrir heilbrigðisstéttir og aðra sem vinna að velferðarmálum. Frumkvöðlamiðstöðin verður til að byrja með í 500 fermetra húsnæði á 4. hæð Sjálfsbjargarhússins og mun njóta þjónustu og nálægðar við aðra starfsemi Sjálfsbjargar. n astasigrun@dv.is Stofna frumkvöðlasetur Sjálfsbjörg vill styðja við atvinnusköpun fatlaðs fólks Betra aðgengi að frumkvöðlastarfi Grétar Pétur Geirsson er formaður Sjálfs- bjargar. Mynd SjáLFBjörG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.