Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 83

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 83
Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Menning 67 Hið íslenska gúlag U mræðan um ástandið hefur talsvert breyst í tímans rás. Fyrstu áratugina var því einkum lýst sem harmleik íslenskra karlmanna, síðan var það helst sett fram í formi gríns og söngleikja, en undanfarið hef- ur hlið kvennanna verið æ meira skoðuð; í bók eftir Herdísi Helga- dóttur, útvarpsleikriti eftir Ásdísi Thoroddsen og nú í heimildamynd eftir Ölmu Ómarsdóttur. Vissulega hefðu mátt vera fleiri viðmælendur og meira myndefni, en í meginatriðum tekst að koma efninu til skila, og er þá tilgangin- um náð. Leiknar senur inni á milli lífga upp á myndina, sem annars er að miklu leyti byggð á skjölum sem fyrst nú eru að líta dagsins ljós (hvað það væri annars gaman að fá leikna stríðsáramynd í fullri lengd, en slíkt er líklega afar dýrt í fram- kvæmd). Myndin hefur skýra aðal- persónu, Jóhönnu Knudsen, sem tók það að sér að ofsækja íslenskar stúlkur og gekk jafnvel mun lengra en hún hafði heimildir til allt þar til hún var stoppuð af þótt seint væri. Myndin endar á einsemd og andláti hennar, sem gerir hana jafnframt að tragískri sögu mann- eskju sem hlýtur lítið glæsileg eftir- mæli. Maður kemst þó ekki hjá því að velta fyrir sér hverjir muni telj- ast sjálfskipaðir siðapostular okk- ar tíma. En einnig kemur fram að þótt stúlkur af öllum stéttum hafi „lent í ástandinu“ voru það einungis hin- ar efnaminni sem voru ofsóttar. Eins og alltaf skiptir það höfuðmáli hverra manna þú ert. Líklega er þetta ein síðasta heimildamyndin hérlendis um stríðsárin þar sem viðmælendur eru þeir sem tímana lifðu, og er hún því hin þarfasta. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum: Lauslæti og landráð Handrit og leikstjórn: Alma Ómarsdóttir Myndataka: Ingi R. Ingason Tónlist: Karl Olgeirsson Hljóðsetning: Hrafnkell Sigurðsson 65 mínútur Mynd AlMA ÓMArsdÓTTir vinnu tók hann saman í fræðiriti á norsku, Svarti víkingurinn, sem var tilnefnt til Brageprisen, norsku bókmenntaverðlaunanna, í flokki fræðirita. Brotin, heimildirnar og kenn- ingarnar voru ramminn og innan hans smíðaði Bergsveinn röklega framvindu og áhugaverða frásögn. Fræðiritið var þannig nauðsyn- leg undirbúningsvinna fyrir skrif sögunnar. „Eitt af því sem ég uppgötvaði í ferlinu var hversu lítill hluti af vinnu sagnaritaranna er sýnilegur,“ segir hann og bendir á að þegar Ís- lendingasögurnar voru skrifaðar hafi nokkur hundruð ár verið liðin frá atburðunum og sagnaritararnir þurft að stunda ítarlega heimilda- söfnun og rannsóknarvinnu. Tólftu aldar munkar Bergsveinn lét sér ekki nægja að skrifa sögulega skáldsögu held- ur vildi hann vinna í anda gömlu meistaranna. Geirmundar saga heljarskinns er því skrifuð með stíl og tungutaki fyrri alda. Í bók- inni setur Bergsveinn sig í spor sagnaritarans Brands príors, í Fla- teyjarklaustri á 12. öld, sem skrifar sögu landnámsmannsins. „Ég vildi ekki búa til „pastiche,“ algjöra eftirhermu, heldur skrifa sögu sem væri öðruvísi en þær sem við eigum. Þess vegna lét ég hana vera skrifaða á seinni hluta 12. ald- ar, áður en það myndast samþykki um hvernig Íslendingasaga á að vera, áður en það myndast sam- þykki að við nefnum ekki keltneska þræla, áður en það myndast sam- þykki um að það mætti ekki nefna þennan landnámsmann sem var eins og smákonungur ofar öllum og allir hafi verið í vinnu hjá honum,“ segir hann. „Það var mjög mikilvægt fyr- ir mig að að finna einhvern full- trúa sem gat miðlað þessari sam- félagsmynd sem ég tel mig hafa fundið í fræðabókinni. Hann fann ég í þessum utangarðsmunki sem reyndar var til en ekkert varðveitt eftir hann. Ég kem með þá skýr- ingu að hann hafi aldrei verið viður kenndur af menntaelítunni þegar hann fór í gegnum sömu ritskoðun og aðrir. Hann þjón- ar því hlutverki að koma þessari nýju sýn á upphafið til skila í sinni játarasögu,“ segir Bergsveinn og bendir á að munkarnir hafi verið gríðarlega lærðir. Það er mikilvægt að þrátt fyrir að landnámsmennirnir hafi verið heiðnir hafi munkarnir virt þá og jafnvel litið upp til þeirra í sum- um atriðum sem varða dreng- skap og siðferði. skvumpl og fjaðurstafir Þú settir þig djúpt inn í þanka- gang munksins, maður sér þig eiginlega fyrir sér að skrifa bók- ina með fjaðurstaf í kufli ein- hvers staðar úti í sveit? „Ég notaði hvorki fjaðurstaf né var ég reglulega í munkakyrtl- inum sem ég á en hins vegar virti ég þá að því marki að ég skrif- aði söguna að fullu með blýanti og penna. Ég skrifaði söguna upp aft- ur og aftur með hendinni þar til hún var fullmótuð. Ekki fyrr en þá sló ég hana inn á tölvu. Þetta krafð- ist þess að ég varð að vera búinn að hugsa hana út, hafa uppbygginguna nokkurn veginn klára í huganum áður en ég byrjaði að rita. Þannig hljóta þeir að hafa gert þetta og því kom ég til móts við þá að vissu marki.“ Það að skrifa skáldsögu á forn- íslensku með þínum eigin orðskýr- ingum, hlýtur líka að hafa gefið þér mikið frelsi, nýttir þú þér það skáldaleyfi? „Já, þetta gefur færi á mikilli metafiksjón í anda Borgesar. Ég leyfði mér jafnvel að búa til ný orð, eins og til dæmis orðið „skvumpl“. Ég ætla nú ekki að segja hér hvað það þýðir – en það er skýring á því í bókinni. Þetta var frjósöm og skemmtileg textavinna. Og í raun- inni er bókin á vissan hátt óður til tungumálsins,“ segir Bergsveinn. „Þetta er náttúrlega alveg sér- stakt og mjög fallegt, að þú sem Ís- lendingur getir lesið þúsund ára gamlan texta og skilið hann að mestu leyti. Lykilhugsunin mín er þessi: ef þú vilt lesa þá getur þú les- ið, ef þú vilt ekki lesa, þá verður svo að vera. En ég hef trú á því að það séu til margir lesendur sem vilji smá áskorun líka. Þetta er allt saman partur af fagurfræði verksins,“ segir Bergsveinn. Hann segist reyndar hafa ákveðið að fara mjúkum hönd- um um lesendur og nota 14. aldar (frekar en 13. aldar) staf- setningu og nota ö og aðra nú- tímastafi sem auðveldi lestur- inn. Tarantino og týnd handrit „Samningurinn sem ég geri við lesandann er þessi: þú sérð von- andi í gegnum mig, að ég hafi ekki fundið neitt gamalt hand- rit – ég fékk reyndar símtal þar sem mér var hampað fyrir að finna þetta gamla handrit, en það er ekki svoleiðis. Þú veist að þetta er nútímamaður sem skrif- ar textann, en á meðan þú ert að lesa gleymir þú því. Hin gagnrýna hugsunin fer til hliðar þegar þú lest sögu – sagan talar alltaf beint við hjartað. Þá ertu að lesa gamla Íslendingasögu en vaknar svo af og til. Þá myndast þessi frjósama spenna og tímaleysi sem ég er að sigta á,“ segir Bergsveinn. „Það er náttúrlega margt í þessari sögu sem hefði ekki verið hægt að skrifa fyrr en á 21. öld. Þarna finn- ur þú til dæmis áhrif frá Tarantino- myndum ef þú vilt. Þetta sérð þú al- veg ef þú ferð að kafa eftir því. En það er allt í lagi. Ég vil líka að sam- tíminn fái að koma inn hjá mér eins og hann gerði hjá munkunum. “ Virðir heilindi víkingsins Bergsveinn segir að þótt Geir- mundur hafi á margan hátt verið skrímsl, þrælahaldari og stundað ofveiði, hafi hann verið heill maður á síns tíma mælikvarða. Gildi víking- anna hafi um margt verið virðingar- verð og geti jafnvel veitt okkur inn- blástur til að takast á við vandamál okkar í samtímanum. „Það eru heilindi sögupersón- unnar sem ég virði mikils. Þetta með að „sinn eld skuli hver ábyrgj- ast“, þ.e. allir menn eigi að taka fulla ábyrgð á eigin gerðum, en ekki ýta því yfir á aðra eða næstu kynslóð- ir. Ég held að ef við myndum lifa eftir þessu forna siðferði stæðum við ekki frammi fyrir sama vanda og við gerum í dag. Á alþjóðlegum vett- vangi myndi það bjarga miklu. Von mín er sú að menn hugsi um dæm- ið af Geirmundi ekki bara sem eitt- hvað sem tilheyrir fornöld heldur eitthvað sem er líka að gerast í dag,“ segir Bergsveinn. „Mér þætti þess vegna vænt um að vera ekki settur í bás sem einhver fornfræðaþurs sem er að leika sér með gamla texta á meðan heimur- inn brennur. Ég er samtímarithöf- undur. Ég lít hins vegar á þessa fyrstu munka sem fyrstu rithöfunda landsins, meistara sem að ég held að hafi komist niður á form sem er einfaldlega frábært og kannski betra en mörg þau listform sem hafa komið síðan,“ segir hann. Í samtali við samtímann Geirmundar sögu heljarskinns er ætlað að vera innlegg í umræðuna í samtímanum enda mörg af sömu vandamálunum sem við glímum enn við í dag. „Þarna er verið að berjast um auðlindir sem fáir hagnast mikið á, en margir vinna við. Það eru brot sem ég byggi á úr Landnámabók um hvernig Íslendingar tóku á því þegar mikilvæg náttúruleg auðlind var nánast horfin. Þá var einn mað- ur búinn að taka til sín lungann úr auðlindinni, það var auður sem gerði þann ríka ríkari meðan hin- ir byrja að svelta, það leiddi af sér deilur, uppreisnir og stríð. Það er hins vegar áhugavert hvernig þeim tókst að leysa úr þessu með sínu dómskerfi, norræna þinginu, það er dagsaktúelt,“ segir Bergsveinn. „Ég skynja að markaðsöflin eru æ meira að taka fram fyrir hendur á lýðræðinu í dag. Eitt prósent jarðar- búa á nú meira en hin 99 prósentin og virðast ekkert ætla að gefa sig þar. Mesta undrunin er að við séum ekki komin lengra hvað varðar réttlátari skiptingu á auðæfum heimsins, eft- ir að hugmyndir um lýðræði og fé- lagslegan jöfnuð hafa verið uppi í margar aldir. Þegar maður veltir fyr- ir sér að við séum ekki komin lengra frá þessum tíma, og kannski þvert á móti, þá spyr maður sig: hvað í þessu er einfaldlega mannleg nátt- úra og er hún það eina sem stýrir á öllum tímum? Er hægt að girða fyr- ir hana, eða breyta einhverju þar? Það er spurning sem er mikilvægt að takast á við núna. Við þurfum að spyrja hvað þarf til að við breytum því hvernig við högum okkur,“ segir Bergsveinn. n Ekki einhver fornfræðaþurs n Bergsveinn Birgisson segir Geirmundarsögu eiga erindi við samtímann n Skrifuð á fornmáli„Ég skrifaði söguna að fullu með blý- anti og penna. Ég skrifaði söguna upp aftur og aftur með hendinni þar til hún var fullmótuð. Í samtali við samtímann Bergsveinn Birgisson rit höfundur skrifaði nýja Íslendingasögu um landnámsmanninn Geirmund heljarskinn – sögu sem hann segir eiga mikið erindi við sam­ tímann. Mynd siGTryGGur Ari Í hugarheimi munksins Bergsveinn í bókhlöðunni í Flatey þar sem Brandur príor munkur ritaði sínar sögur á 12. öld. Mynd BeriT OpHeiM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.