Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 71
Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Sport 55 Leikmannakaup Einkunn: 6/10 n Leikmennirnir sem van Gaal hefur fengið til sín hafa staðið sig æði misjafnlega. Hann keypti fimm leikmenn í fyrsta félaga- skiptaglugganum á samtals 145 milljónir punda. Daley Blind – sá ódýrasti – er sá eini sem hefur látið til sín taka. Marcos Rojo og Ander Herrera hefur ekki tekist að verða fastamenn í liðinu og Luke Shaw meiddist illa í leik gegn PSV í sept- ember. Sá dýrasti, Angel Di Maria, entist aðeins eitt tímabil undir stjórn van Gaal en þeim kom illa saman. Sá sem keyptur var í hans stað, Memphis Depay, hefur held- ur ekki blómstrað en van Gaal gagnrýndi hann harðlega á dögun- um fyrir að einspila. Hann vermir nú bekkinn. Matteo Darmian, Bastian Schweinsteiger, Morgan Schneiderlin og Anthony Martial hafa spilað vel en þeir voru síður en svo ókeypis. Leikmannakaupin hafa gengið upp og ofan. Sumt hefur gengið upp en ýmislegt farið úrskeiðis. Van Gaal virðist ekki sérlega klók- ur á þessum sviðum og blaðamað- urinn segir að menn séu farnir að spyrja sig hvort hann vinni í raun eftir einhverri áætlun hvað leik- mannakaup varðar – eða hvort einn daginn muni það renna upp fyrir mönnum að keisarinn sé án klæða. Úrslit Einkunn: 7/10 n Fyrsta markmið hvers þjálfara er að ná góðum úrslitum. Van Gaal hefur vissulega unnið fleiri leiki eftir því sem á hefur liðið. Liðið hafnaði í 7. sæti undir stjórn Moyes, 4. sæti í fyrra og er í 3. sæti nú. En spurningin er hvort liði hafi tekið nægum fram- förum þegar horft er til þeirra 250 milljóna punda sem van Gaal hefur eytt í leikmenn. Liðið vann á síðasta tímabili Arsenal, Man chester City og Liverpool en gekk illa á móti veikari liðum. United tapaði til dæmis fyrsta leiknum á heimavelli gegn Swansea og einnig þeim síðasta, gegn West Brom. Markmið Einkunn: 4/10 n United hefur yfirstandandi tímabil og það næsta til að vinna titil – eins og van Gaal sagðist ætla að gera. Hann hefur fengið mikið svigrúm til leikmannakaupa og þá hjálpar það United að lið Chelsea er ekki svipur hjá sjón. Það þykir hins vegar ólíklegt, eins og sakir standa, að van Gaal geti orðið meistari með liðið. Ekki þarf að horfa lengra en yfir til nágrannanna í City til að sjá miklu sterkari leikmannahóp. Bern- stein bendir á að á bekknum hjá City séu nokkrir leikmenn sem van Gaal myndi vilja örugglega vilja í sitt lið, svo sem Fabian Delph, Wilfried Bony, Jesus Navas og Samir Nasri. Van Gaal til varnar hefur City-liðið verið að mótast í mörg ár á meðan van Gaal er aðeins með tvo reynslu- bolta frá tíma Alex Ferguson; Wayne Rooney og Michael Carrick. Þeir voru frábærir á hátindi ferils síns en eru báðir á fertugsaldri í dag. Lið sem ætlar að berjast um meistaratitilinn þarf í það minnsta einn heimsklassaleikmann, sem getur gert gæfumuninn. Einhvern eins og Aguero eða Kevin De Bru- yne hjá City eða Alexis Sanchez hjá Arsenal. Martial hjá United gæti orðið slíkur leikmaður en liðið vantar slíkan leikmann í dag. Eins og sakir standa hefur United hvorki gæðin varnarlega né framar á vellinum. Heimsklassamenn City er með mikið sterkari leikmannahóp en United. Persónuleiki Einkunn 6/10 n Ekki leikur vafi á því að van Gaal er maður með mikla útgeislun. Hann er trúr sannfæringu sinni og óhræddur við að tjá sig. Hann hik- ar ekki við að taka stórar ákvarð- anir, svo sem eins og að láta Javier Hernandez, Robin van Persie, Radamel Falcao og Angel di Maria fara í einum og sama félagaskipta- glugganum. Það þarf kjark til þess. Hann kemur fram eins og sá sem valdið hefur og er bæði ákveðinn og fastur fyrir í viðtölum. Bernstein segir raunar að stundum hljómi hann svo sannfærandi að hann sannfæri sjálfan sig í leiðinni. Í ágúst hafi hann til að mynda full- yrt að Marouane Fellaini hentaði betur sem framherji en miðjumað- ur. Það gekk ekki upp og þremur mánuðum síðar stóð hann á því fastar en fótunum að Fellaini væri miðjumaður – sem var eitthvað sem flestir töldu sig vita. Van Gaal er sagður eini knattspyrnustjórinn sem José Mourinho leggur ekki í að ögra í fjölmiðlum. Hann verður þó ekki alltaf ofan á í fjölmiðlaumræðu. Hann hlaut til dæmis bágt fyrir þegar hann sagði, eftir að Middles- brough sló United út úr bikarnum, að það væri framför frá leiktíð- inni á undan þegar liðið féll úr leik gegn smáliðinu MK Dons. Áhang- endur voru ekkert sérstaklega upprifnir. Leikstíll Einkunn: 5/10 n Van Gaal er trúr sannfæringu sinni þegar kemur að leikskipulagi. Hann hefur náð góðum árangri með Ajax, Barcelona, AZ Alkmaar, Bayern München og hollenska landsliðið. Það kom honum örugglega tölu- vert á óvart – mitt í því ferli að kenna liðinu nýtt leikskipulag – þegar stuðningsmenn fóru að heimta meiri sóknarleik. Blaðamaðurinn bendir á að van Gaal leggi áherslu á að lið hans haldi boltanum, fyrst og fremst til þess að andstæðingurinn geti ekki skapað sér færi. Honum líði best þegar and- stæðingurinn fái bara eitt til tvö færi í leik – jafnvel þótt það sé á kostn- að sóknarleiksins. Vandamálið hjá United er að félagið selur miða á leikinn dýru verði gegn því að vera „leikhús draumanna“, þar sem fót- bolti er leikinn á miklum hraða með leiftrandi sóknarleik að vopni. Það hjálpar van Gaal heldur ekki að að- stoðarmaðurinn, Ryan Giggs, og nú fjölmiðlamennirnir Gary Neville og Paul Scholes, trúa á þá hugsjón. Á hinn bóginn má benda á að leikmaður eins og Chris Smalling hefur blómstrað undir stjórn van Gaal og knattspyrnustjóranum hef- ur borið gæfa til að hlusta á Wayne Rooney og aðra eldri leikmenn, þegar hann var að „missa klefann“ vegna æfingaálags. En stuðnings- mennirnir hafa, í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla, háværa rödd. Heildareinkunn: 6/10Ekki sami leikmaður Rooney er komin á síðari hluta ferilsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.