Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 94

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 94
Helgarblað 27.–30. nóvember 201578 Fólk n Geir Ólafs hefur aldrei verið hamingjusamari n Ný plata komin út n Barn á leiðinni Þ að er mikill heiður að fá að syngja lög eftir Jóhann G. Jó- hannsson heitinn. Ég lofaði honum sem deyjandi manni að gefa út efnið hans,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson sem sendi nýlega frá sér plötuna Just a Simple Man, sem inniheldur lög og texta eft- ir Jóhann G. „Hann lét mig líka hafa efni sem ég gæti hugsanlega notað í framtíðinni, þannig að ég er honum mjög þakklátur.“ Keppist við að verða betri Einvalalið hljóðfæraleikara leikur undir á plötu Geirs og státar hann sig meðal annars af því að fengið til liðs við sig einn þekktasta trommuleik- ara í heiminum, Dave Weckl. „Allir trommuleikarar í heiminum þekkja hann og flestir í bransanum vita hver hann er. Svo er félagi minn, Don Randi, auðvitað með mér líka,“ segir Geir, en það var einmitt Don sem tengdi hann og Dave saman. „Það yrði enginn árangur hjá manni nema vegna fólksins sem er á bak við mann. En maður öðlast ekki gott bakland nema koma vel fram við aðra og taka sjálfan sig ekki of alvarlega. Þetta eru engin geimvís- indi, þetta er músík,“ segir Geir. „Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir músík og keppist við að að verða betri músík- ant. Það er það eina sem ég vinn að.“ Geir segir diskinn hafa fengið góða dóma úr ólíkum áttum og meira geti hann varla beðið um. Sjálfur er hann auðvitað virkilega stoltur af útkom- unni. Barn væntanleg í janúar En það er fleira gleðilegt að gerast í lífi Geirs um þessar mundir. Hann á von á sínu fyrsta barni í janúar með unnustu sinni, hinni kólumbísku Adriönu Patriciu Sanchez Krieger. „Mér skilst allavega að þetta sé mitt fyrsta barn,“ segir hann kíminn. En líka er um að ræða fyrsta barn Adriönu sem starfar sem bankastjóri hjá Santander-banka í Madríd Spáni. „Hún ætlar að koma til Íslands og mér finnst mjög gaman að segja öll- um frá því að hún ætli að eiga barnið hér. Mitt aðalmarkmið í dag er að láta henni líða sem best og allt annað er aukaatriði. Þetta er mjög spennandi verkefni.“ Heillaðist strax Adriana er væntanleg til Íslands í næstu viku en fram að þessu hefur hún verið föst í vinnu á Spáni. Geir hefur því verið á ansi miklu flakki á milli Íslands og Spánar til að geta varið sem mestum tíma með unn- ustu sinni. En hann hefur að sjálf- sögðu ekki sett það fyrir sig. Allt fyrir ástina, á svo sannarlega við hjá okk- ar manni. Geir og Adriana kynntust á Ís- landi þegar hún var hér á ferðalagi árið 2009. „Fyrst þegar ég sá hana sagði ég: „Ég ætla að giftast þér“ og hún var svolítið hissa á þessum frakka Íslendingi. Við byrjuðum hins vegar ekki að vera saman fyrr en árið 2012. Fram að því höfðum við átt í einhverjum samskiptum á Facebook og Skype,“ útskýrir Geir. „Ég var svo með tónleika í Los Angeles í febrú- ar 2012 og hvatti hana til að koma að hitta mig. Hún var nefnilega ekki til- búin að koma aftur til Íslands og ég ekkert endilega til í að fara til Kól- umbíu þar sem hún bjó. Við ákváð- um að fara milliveginn og hittast í Los Angeles og síðan þá höfum við verið saman.“ Vinkonur mömmu að prjóna Geir og Adriana reikna með að ala barnið upp hér á landi fyrst um sinn, en þau hafa fengið að vita að það er lítil stúlka sem er á leiðinni. „Adriana er spennt fyrir því að taka að sér einhver verkefni hér á Íslandi. Hún er með góða menntun og mikla reynslu í sínum geira. Hún er líka mjög hrifin af íslensku samfélagi,“ segir Geir sem er augljóslega stoltur af sinni konu. Það er mikil tilhlökkun eftir litlu stúlkunni í báðum fjölskyldum og stórfjölskylda Geirs hefur nú lagst á eitt við að undirbúa heimili hans fyrir komu Adriönu og dótturinnar. „Það eru allir af vilja gerðir að hjálpa okkur. Allar vinkonur mömmu eru byrjaðar að prjóna handa henni. Bróðir minn varð meira að segja hálf meyr yfir fréttunum og hann kallar ekki allt ömmu sína.“ Þau hjónaleysin eru búin að ákveða nafn á stúlkuna, en Geir vill ekki gefa það upp í fjölmiðlum. Hann segir forvitna þó geta kíkt á Face- book-síðuna sína. Svarið gæti leynst þar. Eina sem hann gefur upp er að nafnið er íslenskt og mjög fallegt. n „Við ákváðum að fara milliveginn og hittast í Los Angeles og síðan þá höfum við verið saman. Er að verða pabbi Geir á von á sínu fyrsta barni í janúar. Mynd Sigtryggur Ari Sólrún Lilja ragnarsdóttir solrun@dv.is Ástfangin Geir og Adriana kynntust fyrst hér á landi árið 2009 en tóku ekki saman fyrr en 2012. „Ég ætla að giftast þér“ Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.