Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 63
Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Fólk Viðtal 47
með sér. Þetta er ekki merkilegt
fyrir neinn nema mann sjálfan. Ég
var búin að tengjast og stilla mig
inn á nýjan draum. Nýja framtíðar
sýn. Við vorum búin að spá í fram
tíðina, húsnæðismál og vinnuna.
Það tekur nefnilega ekki nema viku
að endurraða lífinu sínu. Þetta var
í þriðja skipti sem við misstum svo
ég var orðin pínu töffari og ætlaði
ekki að taka þetta inn fyrr en allt
væri orðið pottþétt. En þegar ég var
alveg að detta í þrjá mánuðina þá
fór ég aðeins að leyfa mér að hugsa
um þetta. Ég keypti litla samfellu og
brjóstagjafarbol. Þegar maður leyfir
sér þetta þá er allt orðið svo raun
verulegt. En svona er lífið og líkam
inn losar sig við það sem hann þarf
að losa sig við í staðinn fyrir að mað
ur fái í hendur eitthvert stórkostlegt
verkefni sem gæti verið manni of
viða,“ segir Hera hreinskilin. Hún
trúir því að það sé ástæðan. Líkam
inn hafi einfaldlega tekið fram fyrir
hendurnar á henni.
„Það er auðvitað svakalegt
kraftaverk þegar þetta gengur. Og
þetta gerði börnin mín tvö, sem ég
á, ennþá mikilvægari. En ég þurfti
engu að síður að fara í gegnum
sorgina. Ég er búin að liggja heima
og gráta, langa að sparka í allt og
alla og fara upp og niður. Svo hef
ur sorgin áhrif á röddina, sérstak
lega þegar maður er svona tengdur
henni. Kökkurinn er alltaf á kantin
um. Ég hef því ekki tekið að mér að
syngja í jarðarförum, ég myndi lík
lega standa á orginu.“
Öðruvísi sorg
Þessar yfirvofandi breytingar á lífi
fjölskyldunnar voru helsta ástæðan
fyrir því að þau ákváðu að koma
heim í sumar, en fleira kom til. „Það
var mikil óvissa í gangi, bæði hvort
ég væri á leið í einhver verkefni og
maðurinn minn. Það var líka óvissa
í samfélaginu öllu, í pólitíkinni og
náttúrunni. Það reið einmitt stór
jarðskjálfti yfir eftir að við vorum
farin. Það voru mjög skrýtnir tímar
í gangi. Þetta var frábær skóli, en
það var gott að koma heim, þó að
við söknum Chile auðvitað núna
þegar veðrið er svona,“ segir Hera
brosandi og lítur út um gluggann
á nóvemberhretið. Hún er að jafna
sig á sorginni og vill endilega opna
á umræðu um fósturmissi. „Þetta er
sorgarferli þó að það sé ekki hægt
að líkja þessu við að missa barn.
Þetta er öðruvísi sorg. Þetta er sorg
yfir draumi sem aldrei verður að
veruleika. Sumir eru komnir með
nöfn og allt á þessum tímapunkti.
Það var þannig með bæði börn
in sem ég á. Þá var ég komin á fullt
eftir fimm vikur. Ég gat ekki setið á
mér fram á tólftu viku.“
Hætt að reyna
Hera er svo sannarlega að syrgja
draum sem ekki hefur orðið að
veruleika. Hún og maðurinn hennar
hafa markvisst reynt að eignast
saman barn síðustu fjögur ár. Án
árangurs. „Núna erum við hætt að
reyna. Eða ég aðallega. Ég treysti
mér ekki í fleiri rússíbanaferðir. Ég
tek þetta bara út eftir tíu ár, þegar
ég verð amma. Dóttir mín er 17
ára núna, svo það er fínt hjá henni
að byrja eftir tíu ár. Ekki fyrr,“ segir
Hera og leggur þunga áherslu þessi
skilaboð til dóttur sinnar. En svo á
hún líka 12 ára son. „Það hefði auð
vitað verið dásamlegt að koma með
eitt kríli til viðbótar, en það varð
ekki.“ Hera segist eiga nokkuð auð
velt með að ræða missinn í dag, en
fyrir einum og hálfum mánuði hefði
hún ekki getað það án þess að gráta.
„Ég hvet allar konur sem lenda í
þessu til að leyfa sér að syrgja og
gráta. Þakka fyrir og kveðja.“
Lífið tók völdin
Þegar Hera hélt með fjölskyldu sinni
til Chile á sínum tíma, þá vissi hún
nánast ekkert um land og þjóð. En
eftir að hafa sigrað í söngvakeppni í
svo fjarlægu landi þá var hún mjög
forvitin og vildi kynnast því betur.
Og það virtist vera gagnkvæmt hjá
Chilemönnum. Þeir vildu endi
lega kynnast henni. „Það var mjög
magnað að hugsa til þess að hinum
megin á hnettinum væri land, og
heil heimsálfa, þar sem gæti verið
markaður fyrir mig. Ég varð eigin
lega að kanna þetta og fjölskylda
mín tók vel í það. Þannig að við fór
um út í þetta fáránlega verkefni. Við
seldum húsið okkar og bílana og
hálfa búslóðina og skelltum okkur
út. Við gáfum okkur ár til að byrja
með, en margir héldu að við værum
alfarin. Ég gerði samning við barns
föður minn um að við fengjum að
hafa börnin úti í ár og við vissum því
alltaf að þau færu heim að ári liðnu
og við ætluðum að taka stöðuna
þá. En einmitt á þeim tíma gerð
ist þetta. Það var eiginlega alveg
magnað. Lífið tók völdin og ég réð
engu. Fyrir stjórnunarfrík eins og
mig þá var það mjög erfitt, en líka
afar mikill lærdómur.“
Nú er fjölskyldan búin að koma
sér fyrir í lítilli íbúð sem þau áttu í
Hlíðunum og eftir að hafa selt stór
an hluta af veraldlegum eigum sín
um hafa þau svolítið þurft að leita
aftur til upprunans. En Hera segist
hafa lært það á síðustu tveimur
árum hvað hún virkilega þarf og
hvað ekki. „Við erum að reyna að
sanka ekki að okkur of miklu dóti og
einfalda þannig lífið,“ útskýrir Hera.
Hún segir fjölskylduna þó ekki með
vitað hafa tekið upp naumhyggju
lífsstíl, eins og mikið er í umræðunni
um þessar mundir, heldur hafi það
frekar orsakast af nauðsyn. „Þegar
maður leggur af stað í svona ferðalag
eins og við gerðum, þá gerir maður
sér enga grein fyrir því hvað mað
ur er að fara út í. Allt í einu vorum
við bara lent í Chile með tvær töskur
og áttum ekki einu sinni ostaskera,“
segir Hera hlæjandi, en ostaskerann
tekur hún sem dæmi, því það var
hlutur sem fjölskylduna tilfinnan
lega vantaði, sem og uppþvotta
bursta. „Það eru víst ekki notaðir
ostaskerar og uppþvottaburstar í öll
um löndum, við komumst að því.“
Börnin afeitruðust
Hera segir að hún hafi í raun ekki
áttað sig á hvað þau gerðu fyrr hún
var komin til Chile. Þá laust því
skyndilega niður í huga hennar að
þau væru búin að selja ofan af sér
húsið og næstum alla búslóðina.
„Mér fannst ég ekki eiga neitt, en
samt áttum við litla íbúð og fulla
geymslu af dóti. Við áttum allt sem
við þurftum og meira til. Svo fannst
mér magnað að sjá hvaða áhrif
þetta hafði á börnin. Þau áttu ekkert
dót, bara iPadana sína, og þau af
eitruðust. En það verður erfitt að
halda þessu svona, í neyslusamfé
laginu sem við búum í.“
Að mati Heru eru Íslendingar
neysluóðir upp til hópa og allir al
veg eins. Þeir klæðist sömu fötun
um, séu með sömu hárgreiðsluna
og noti sömu snyrtivörurnar. „Það
var einmitt mjög fyndið að sjá það
á Airwaves hvað allir voru eins. Sá
hópur telur sig vera öðruvísi, en
það voru allir eins. Allir með sama
skeggið, í sömu úlpunni, sömu
lopapeysunni, með sömu húfuna
og í sömu skónum. Þetta sér maður
svo skýrt þegar maður er búin að
fara aðeins í burtu. Við erum svo
miklar dúllur,“ segir Hera og hlær
sínum dillandi hlátri. „Það er eins
og það sé ekki rými til að vera öðru
vísi á Íslandi,“ bætir hún við. Sjálf er
hún reyndar ekkert skárri og viður
kennir það kinnroðalaust fyrir
blaðamanni að ásælast ákveðna
úlpu eins helmingur Íslendinga á.
Samstarf fór út um þúfur
Þegar Hera hélt utan hafði hún
engin verkefni föst í hendi, en
markmiðið var að fylgja eftir sigrin
um í áðurnefndri söngvakeppni.
Hún var komin í samband við fólk
í bransanum sem hún vonaðist til
að geta unnið með, en það sam
starf gekk ekki eftir. Tíminn fór því
aðallega í að efla tengslanetið og
kynningar. Þá ráku þau hjónin lífs
stílsverslunina Púkó og smart á
Laugavegi og töluverð orka fór í að
halda þeim rekstri gangandi úr fjar
lægð. Þau lokuðu reyndar verslun
inni í vor þegar þau misstu hús
næðið sem þau höfðu. „Það fór líka
mikil orka og tími í að fóta sig í nýju
og framandi landi. Maður gleym
ir að taka það inn í reikninginn. En
ég var með nokkur „gigg“ og það
hefði getað orðið eitthvað úr þessu.
Ég sé það þegar ég lít til baka að
það gerðist heilmikið þó að mér
hafi á tímabili fundist ekkert hafa
gerst. Chilemönnunum sem ég hitti
fannst ég vera hálfgeðveik, því ég
væri með svo mikið í gangi. Á sama
tíma fannst mér ekkert vera að ger
ast. Við Íslendingar erum svo mikl
ir vinnualkar. En þarna úti þurftum
við að læra að slaka á. Við þurftum
að læra að það er alveg eðlilegt að
svara ekki tölvupósti vikum saman
og fleira í þeim dúr.“
Tilgangurinn ekki að slá í gegn
Hera segir marga halda að þegar
listamenn reyni fyrir sér erlendis þá
gangi þeir strax inn í stór verkefni og
slái í gegn. En ef það gerist ekki, þá
hafi allt mistekist. „Það tekur yfir
leitt mörg ár að ná árangri. Maður
þarf að fóta sig á nýjum stað, búa til
tengslanet og kynna sig. Svo ganga
hlutirnir kannski ekki upp. Í mín
um huga snerist þetta aldrei um að
fara út og slá í gegn. Það var kannski
þannig í huga einhverra annarra, en
ekki mínum. Ég fór aðallega út fyrir
forvitni sakir og auðvitað hefði ver
ið frábært að fá eitthvað að gera, en
það var líka frábært að kynnast nýj
um stað og nýju fólki. Svo er Chile
ekki alfarið dottið út úr myndinni
hjá mér. Ég er alveg ákveðin í að
fara aftur og ég er alveg viss um að
þá gerist eitthvað. Minn draumur er
að geta verið í verkefnum í Suður
Ameríku í einn til fjóra mánuði á
ári, og ég vinn áfram að honum.“
Aðspurð hvort hún upplifi það
í kringum sig að fólki finnist henni
hafa mistekist, svarar Hera játandi.
„Ég fæ svolítið að heyra frasann:
„Jæja, vinan“ og á tímabili varð ég
mjög pirruð yfir því. En fólk meinar
held ég ekkert meira með því en að
það vildi óska að mér hefði gengið
betur. Það áttar sig bara ekki á því
að þetta gekk brjálæðislega vel. Við
vorum öll mjög hamingjusöm allan
tímann.“
„Núna
erum við
hætt að reyna.
Eða ég aðal-
lega. Ég treysti
mér ekki í fleiri
rússíbanaferðir.
„Ég reyndi
að sann-
færa sjálfa mig
um að ég gæti
orðið frábær
lesbía
Missti fóstur Hera tók
sér tíma til að vinna úr
sorginni og getur nú talað
um fósturmissinn án þess
að gráta. Mynd SigTryggur Ari