Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 76
Helgarblað 27.–30. nóvember 201560 Lífsstíll
Fallegar gjafir
á góðu verði
Safnbúð ÞjóðminjasafnsinsHandklæði frá Svartfugli. Stórt 4995 kr.
Miðstærð 2995 kr.
Lítið 1495 kr.
Óróar frá Laufabrauðssetrinu
Verð 995 kr. – 1295 kr.
Minnisbók 3.250 kr.
Safnbúðin
Dimmalimm matar-
sett frá Isafold
Art and Design.
Hnífapör 3.500 kr.
Diskur og bolli 6.500 kr.
Eftirgerðir af munum frá Skriðu-
klaustri, unnir af Inga í Sign.
Lykill 17.900 kr.
Hnappur 13.900 kr.
Hrafnar frá Flóka og Co.
Stærri: 10.000 kr.
Minni 8.800 kr.
Sérpakkað rjómasúkkulaði
með hnetum og rúsínum 695 kr.
Safnbúðin Jólatré 19.900 kr.
Jólapóstkort frá Þjóðminjasafni,
margar gerðir 150 kr.
Jólalínan 2015
frá Heklu
Kerti 1.995 kr.
Servíettur 995 kr.
Eldspýtustokkur 695 kr.
Klisjan er lífseig
Karlinn á að eiga
ógrynni fjár og kaupa
mjög dýran hring til
að borga fyrir brúði
sína. Mynd 123rf.coM
Þær vilja bara
peningana hans
H
æ, Ragga. Mig langar að
bera ákveðið mál undir
þig sem varðar sambönd
mín við konur. Ég er 38
ára karlmaður, myndar-
legur og næs. Ég er kurteis, drekk
ekki mikið, rek mitt eigið fyrirtæki
og er prýðilega vel stæður. Sem sagt
frekar góður karlkostur mundi ég
segja.
Undanfarin tvö ár eða svo hef ég
ítrekað lent í samböndum við kon-
ur sem hafa, að mér finnst, viljað
nota mig. Nota mig sem skemmti-
lega tilbreytingu (þessar giftu),
nota mig til að jafna sig á sam-
bandsslitum, nota mig til að kom-
ast af fjárhagslega … og svona gæti
ég talið áfram.
Ein vildi ekki láta sjá sig með
mér neins staðar, önnur ætlaði
að fara frá manninum sínum en
hætti við á síðustu stundu, og sú
þriðja kastaði mér burt þegar henni
fannst ég ekki lengur spreða nóg-
um peningum í hana.
Ég hef orðið hrifinn af þessum
konum, hef viljað traust og gott
samband og ítrekað verið særður
og orðið fyrir miklum vonbrigðum.
Ég hef verið að velta fyrir mér
hvers vegna ég lendi aftur og aft-
ur í þessu. Eitt sem mér datt í hug
var að þarna væru dæmi um kon-
ur sem gera hvað sem er til að
tryggja afkomu sína og afkvæma
sinna – svona eins og ljónynjur
sem mundu berjast til síðasta blóð-
dropa til að tryggja afkvæmunum
síðasta matarbitann. Þær konur
sem gengu harðast fram áttu nefni-
lega allar börn.
Ég velti fyrir mér hvort þetta gæti
verið lýsandi fyrir muninn á kon-
um og körlum sem dýrategund-
um. Að þær sæki í og finni sér vel
stæða menn sem auka líkurnar á
að þær hafi það gott og að börnin
þeirra líði ekki skort. Hvað heldur
þú Ragga?
Bestu kveðjur, Bjarni
Hæ, Bjarni
Æ, það er alltaf bömmer að lenda í
misræmi á væntingum í sambönd-
um, hvort sem þau eru löng eða
stutt. Hræðslan við höfnun býr í
flestum, og kemur í veg fyrir að fólk
sé skýrt í samskiptum um langan-
ir sínar og væntingar. En kannski
varstu skýr og kannski voru þess-
ar konur bara andstyggilegar týp-
ur sem notuðu þig því þig langaði í
samband og þú áttir pening og þú
lást vel við höggi.
Ef við horfum á mannkyns-
söguna er ekki hægt að neita því að
valdið og fjármagnið hefur lengst
af (og er enn að mestu leyti) ver-
ið á hendi karla. Þannig hafa kon-
ur, þar til alveg nýlega, verið mjög
háðar körlum um afkomu, og sums
staðar í heiminum eiga þær hrein-
lega ekki séns nema undir verndar-
væng karlmanna.
Þetta hefur ekkert með eðli að
gera, frekar en það liggi í eðli karl-
manna að keyra bíl, heldur samfé-
lagsgerð og tíðaranda. En mýtan
er oft notuð gegn konum – að þær
séu „gullgrafarar“ og láti tilfinn-
ingar lönd og leið ef karlmennirn-
ir sem þær næla sér í eru nógu rík-
ir. Auðvitað er þetta mikil einföldun
og alls ekki hægt að alhæfa, sérstak-
lega ekki í okkar samfélagi þar sem
valdinu hefur sem betur fer verið
hnikað örlítið í jafnréttisátt undan-
farna áratugi.
Ef við horfum á okkar samfélags-
gerð er ljóst að konur standa körlum
ennþá að baki hvað varðar launa-
greiðslur fyrir sömu vinnu. Einnig
sjáum við ennþá mikið ójafnrétti
í stjórnunarstöðum fyrirtækja,
athygli fjölmiðla og styrkveitingum
í tækni- og kvikmyndageira, svo fátt
eitt sé nefnt. Samt er atvinnuþátt-
taka kvenna hér á landi með því
mesta sem gerist í heiminum.
En getur verið að þú hafir verið
að flassa auðnum í þeim tilgangi
að lokka til þín peningasæknar
konur? Karlmenn eru nefnilega al-
veg eins fórnarlömb þessara staðal-
mynda og þeir hafa jafnvel lært að
þeir séu lítils virði án peninga – að
konur vilji þá ekki nema með fulla
vasa fjár.
Ég held þess vegna að það sem
þú lentir í með þessum konum hafi
ekkert með almennt „eðli“ kvenna
að gera. Þú lentir bara í leiðinda-
kerlingum sem vildu ekki það sama
og þú.
Bestu kveðjur, Ragga n
ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
n Bjarni er sár og finnst konur nota hann n Hefur lent í misheppnuðum samböndum