Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 66
Helgarblað 27.–30. nóvember 201550 Sport
Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, þekk-
ir allar hliðar íslenskra fimleika eins og lófann á sér. Hún hefur æft íþróttina,
þjálfað annað fimleikafólk og stýrt fimleikasamfélaginu í gegnum hvert stór-
mótið á fætur öðru. Hún brennur af ástríðu fyrir íþróttinni, fyrir því að krakkar fái
tækifæri til að alast upp innan íþróttahreyfingarinnar og því að fólk á sjötugs-
aldri geti áfram æft fimleika. Svo kemst hún líka í splitt. Alvarlegt bílslys hafði
mikil áhrif á keppnisferil hennar, en hún lagði bolinn ekki á hilluna fyrr en í fulla
hnefana. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um íslenska fimleika og
mikilvægi þess að eiga fimleikafólk af öllum stærðum og gerðum.
Ég lét slysið
ekki stöðva mig
J
á, ég kemst í splitt,“ segir Sólveig
þegar blaðamaður ber hikandi
upp spurninguna. „En það eru
bara valin augnablik þar sem
það fær að flakka,“ segir hún og
skellihlær. Hún þakkar einmitt fim-
leikunum, sem hún hefur stundað frá
barnæsku, liðleikann og segir að hún
hafi búið að því alla ævi.
„Þó að ég sé núna 35 ára og búin
að ganga með þrjú börn þá bý ég
enn að þessu. Maður heldur þessum
liðleika og getur staðið á höndum
og því um líkt langt fram eftir aldri.
Það er auðvitað mjög gott að hafa
svona góðan grunn,“ segir hún. „Ef þú
viðheldur honum getur þessi grunnur
og þessi styrkur fylgt þér alla ævi.“
Missti af fyrsta tímanum
Sólveig hóf ferilinn í fimleikum átta
ára í Gerplu. Hún æfði síðar með
Stjörnunni, en flutti sig svo aftur í
uppeldisfélagið.
„Ég skráði mig sjálf í fimleika
þegar ég var átta ára. Mér fannst
mamma ekki ganga í þetta alveg nógu
hratt fyrir mig. Ég var í ballett en var
mjög virkur krakki og það átti ekki við
mig. Þegar ég kom á fyrstu fimleika-
æfinguna mína missti ég hreinlega
af tímanum vegna þess að ég fylgd-
ist hugfangin með úr fjarlægð. Mér
fannst þetta svo stórkostlegt,“ segir
hún. Þetta var eiginlega ást við fyrstu
sín, hún náði fljótlega góðum tökum
á íþróttinni og missti ekki af fleiri tím-
um.
Sólveig var líka dugleg að æfa,
naut þess til hins ýtrasta og gerði
alltaf aðeins meira en hún þurfti.
„Þetta var það skemmtilegasta sem
ég gerði,“ segir hún. Árangurinn lét
ekki á sér standa, Sólveig á að baki
fjölmarga Íslandsmeistaratitla bæði
í áhaldafimleikum og hópfimleik-
um. Hún tók einnig þátt í landsliðs-
verkefnum og hefur að auki starfað
sem fimleikaþjálfari. Hún hefur því
séð flestar hliðar greinarinnar, ef ekki
allar, og komið að þeim með einum
eða öðrum hætti.
Forréttindi og tækifæri
„Það hafa verið forréttindi, að fá
að ferðast og kynnast íþróttinni
svona vel. Ég fór í mína fyrstu
keppnisferð ellefu ára, og keppti
svo tólf ára með landsliðinu í
fyrsta sinn. Ég var í landsliðinu
þar til ég hætti að æfa. Ég æfði
áhaldafimleika þar til ég var sextán
ára og skipti þá yfir í hópfimleika,“
segir hún. Áhaldafimleikar eru
einstaklingsíþrótt en hópfimleikar
er liðaíþrótt þar sem oftar en ekki
myndast sterkur kjarni sem æfir
saman. Greinarnar eru því afar ólíkar,
en Sólveig segist hafa fengið mikinn
styrk út úr því að stunda þær báðar.
„Ég er svo þakklát fyrir þetta
tækifæri, að fá að tilheyra liði.
Stelpurnar verða næstum því systur
þínar. Það var gott fyrir mig sem
hafði verið svo mikill einstaklingur að
keppa í áhaldafimleikunum og fá svo
tækifæri til að keppa með liði, upplifa
hvernig það er að hjálpa öðrum svo
að þér gangi betur. Það er gaman að
hafa fengið að prófa bæði, að þurfa
að standa og falla með mér – vera
sjálfstæð. En líka að hugsa um lið og
liðsheild,“ segir hún.
Skyndileg breyting
„Ég hef líka prófað að vera í liði þar
sem ég var ein af lykilmönnunum. En
svo lenti ég í bílslysi og þá þurfti ég að
læra hvað maður getur gefið liðinu
þegar maður er ekki lengur einn af
lykilmönnunum. Ég fékk að vera með
því þetta var eins og fjölskyldan mín.
Ef það væri einhver reynsla sem ég
væri ekki til í að sleppa úr fortíðinni,
þá væri það hvernig ég lærði að gefa
af mér og lærði að skipta máli í liði
á þennan hátt. Að vera mikilvægur
leikmaður án þess að vera endilega á
gólfinu,“ segir hún.
Slysið sem um ræðir var mjög
alvarlegt. Hún var 23 ára og starfaði
við sorphirðu á sumrin í nokkur ár.
Vinnan var mjög líkamleg og hentaði
vel með fimleikunum. Einn daginn
var hún að hífa ruslafötu upp í ösku-
bíl þegar annar bíll kom aðvífandi.
Bílstjórinn hafði hvorki séð Sólveigu
né öskubílinn.
„Þetta var um vor og hann sá okk-
ur ekki. Sólin var lágt á lofti og hann
keyrði beint aftan á ruslabílinn.
Tunnan var tóm og ég skaust eigin-
lega upp úr henni. Ég slasaðist mikið
á vinstri fætinum – hann datt eigin-
lega næstum því af,“ segir hún.
Sólveig þurfti að læra að beita lík-
ama sínum upp á nýtt eftir slysið og
þá komu fimleikarnir sterkir inn. Hún
var í fantagóðu formi þegar slysið
varð og telur að það hafi hjálpað sér
mikið. „Það kom sér líka vel að hafa
verið einstaklingur í grein. Þarna var
ég að keppa við sjálfa mig og engan
„Ég velti því
þess vegna
fyrir mér hvaða
skilaboð við erum
að senda íslenskum
íþróttakonum
Forréttindi Sólveig segir að það hafi verið
mikil forréttindi að fá að æfa íþróttina sem
hún elskar og fá að starfa innan hennar.
Mynd Sigtryggur ari
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Framhald á næstu síðu