Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 27.–30. nóvember 201534 Umræða
Þýskaland
É
g verð að játa, en mörgum
finnst það skrýtið, að Þýska
land er orðið mér mikill upp
áhaldsstaður. Við íslenskir
krakkar sem vorum að alast
upp á seinni hluta tuttugustu aldar
vorum auðvitað með einhvern sjálf
krafa fyrirvara gagnvart Þýskalandi
og Þjóðverjum, og spiluðu þar inn
í allar bíómyndirnar og sjónvarps
þættir eins og Combat í Kananum
sem gerðust í seinna stríði og þar
voru Þjóðverjar alltaf óvinurinn
og vondu karlarnir. Í fyrsta sinn
sem ég hafði andlegan þroska til
að vera spenntur yfir úrslitaleik í
heimsmeistarakeppni í fótbolta
var 1966 þegar Englendingar unnu
Þjóðverja, og einhvern veginn
var það þá talið algerlega sjálf
gefið að Íslendingar héldu með
Englendingum; það sagðist enginn
halda með Þjóðverjum nema hann
væri eitthvað skrýtinn eða þá hrein
lega að grínast.
Á vegum úti í upplestrarferðum
Með árunum hef ég fengið að kynn
ast þessu landi æ betur, og tvisvar
hef ég búið í heilt ár þar í landi í boði
þýskra stjórnvalda, enda ekkert fólk
örlátara á virðingu og gestrisni gagn
vart íslenskri menningu en Þjóðverj
ar. Þeir hafa verið svo elskulegir að
þýða og gefa út flestar mínar skáld
sögur, og sérstök reynsla og upp
lifun er það að fara í upplestrar
ferðir um Þýskaland, en það hef ég
gert nokkrum sinnum. En þá er far
ið borg úr borg og lesið upp í bók
menntahúsum og þannig menn
ingarstofnunum og gjarnan eru
þetta ótrúlega fjölsóttar og skemmti
legar samkomur. Mjög oft verða
þessar stuttu heimsóknir á ein
hvern hátt eftirminnilegar. Eitt sinn
vorum við nafnar og kollegar, ég og
Einar Már Guðmundsson, á svona
upplestrarreisu, vorum þá hjá sama
þýska forlaginu sem skipulagði okk
ar för og gerði okkur út með mikinn
bunka af lestarmiðum; upplestrar
samkomur voru oftast síðla dags
eða á kvöldin, svo eftir upplesturinn
var gjarnan sest niður á veitingastað
með skipuleggjendum á hverjum
stað, og næsta dag var að koma sér
á lestarstöðina til að leggja í hann til
næstu borgar, og þannig koll af kolli.
Í Brimum
Í einni ferðinni höfðum við byrjað
suður í München, lesið svo upp í
Frankfurt og Köln og Bonn og ein
hverjum fleiri stöðum og vorum á
leið til Bremen. Það kom fyrir að
maður blundaði í löngum lestarferð
um, og á þessari leið til Bremen hafði
Einar Már vinur minn sofnað þarna
í sætinu á móti mér, og ég hnippti í
hann þegar við vorum að renna inn
í borgina. Og þar sem hann var ný
vaknaður mundi hann ekki í svip
hvaða borg við værum að heim
sækja þann dag, ég sagði að það
væri Bremen, og hann hugsaði sig
um andartak og spurði svo hvort það
væri ekki rétt munað að Óskar vin
ur okkar Guðmundsson hefði á sín
um tíma verið við nám í Bremen? Ég
rótaði í höfðinu og rámaði í að þetta
væri líklega rétt hjá nafna; báðir vor
um við Einar að koma til Bremen í
fyrsta sinn og mundum ekki aðrar
tengingar við þennan stað. En Óskar
hitti ég þá um stundir flesta daga á
Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík, og
báðir vorum við að vinna með efni
úr Sturlungu; hann er eins og flest
um er kunnugt höfundur stórrar
ævisögu Snorra Sturlusonar, og var
núna á dögunum að gefa út mjög
áhugaverða ævisögu um Skúla
heitinn Alexandersson alþingis
mann. Nema hvað að við förum
og tékkum okkur inn á gististað og
erum svo sóttir þangað og farið með
okkur í menningarhúsið þar sem
dagskráin fór fram. Á eftir settumst
við á veitingahús með þremur af
skipuleggjend
um; þetta var
í háskólahverfi
og margar ein
faldar og ágætar
knæpur þar um
slóðir.
Fáránleg
spurning
Þarna voru ekki
margir, við sátum
við eitt borðið og
að vonum vor
um við nafnar
nokkuð spurðir
um Ísland og Ís
lendinga; sam
ræðurnar fóru
fram á ensku. Eftir
dálítinn tíma sneri
sér að mér maður sem hafði setið við
næsta borð, og eftir að hafa beðist
afsökunar á framhleypninni spurði
hann mig kurteislega hvort hon
um hefði heyrst rétt, að við kæm
um frá Íslandi? Þegar ég kvað já við
þá sagði hann að hann væri kannski
að spyrja mig fáránlegrar spurn
ingar, en ætlaði þó að reyna: Hvort
mögulegt væri að ég þekkti mann
sem héti Óskar Guðmundsson. Það
gerði ég að sjálfsögðu, og maður
inn var nokkra hríð að jafna sig á til
viljuninni er í ljós kom að við vor
um að tala um sama manninn, en
hann hefði semsé stundum átt eftir
minnilegar stundir með Óskari,
einmitt á þessum veitingastað, fyrir
næstum þrjátíu árum. Síðan hafi Ís
lendingurinn horfið til síns heima
og hann aldrei frétt hvað um hann
varð, þann skemmtilega mann. Ég
sagði honum af ævi og störfum Ósk
ars síðan þá, og maðurinn skrifaði
loks kveðju aftan á bjórmottu, sem
ég færði svo Óskari upp á Þjóðar
bókhlöðu rúmri viku síðar, honum
sömuleiðis til ólítill
ar undrunar.
Loksins gerðist
eitthvað
Daginn eftir vorum
við nafnar niðri í
miðbæ, biðum þess
að hæfilegt væri
að halda til næstu
lestar, vorum á að
altorgi að virða fyrir
okkur minnismerki
um hina stór
kostlegu „Brima
borgarsöngvara“
Bremer stadt
musikanten – sem
var hljómsveit
gamalla húsdýra og
segir frá í yndislegu
gömlu ævintýri (fæst í íslenskum
þýðingum, meðal annars eftir Þor
stein frá Hamri) og er mikið borg
artákn. Þá heyrast alvöru skothvellir
og maður kemur hlaupandi yfir torg
ið með tvær löggur á hælunum sem
veifuðu skammbyssum og skutu
viðvörunarskotum. Þrenningin
hvarf inn í aðra götu, og við sáum þá
ekki meir. Okkur Íslendingum var
aðeins brugðið, töldum okkur hafa
lent í örgu glæpabæli, en maður
sem afgreiddi í pulsuvagni sem stóð
við hlið okkar hló og sagði: „Bremen
er þá ekki dauð úr öllum æðum! Ég
hef verið hér á torginu í þrjátíu ár, en
aldrei hefur neitt gerst fyrr en nú!“
Því má bæta við um Bremen að
það er einn af þeim stöðum þar
sem maður sest á gangstéttarcafé
og pantar glas af lókalbjórnum, en
lítur svo upp hissa og segir: „Þetta er
óvenju góður bjór!“ Og ekki að furða,
því á daginn kemur að í Brimaborg
er einmitt bruggaður hinn frægi
Becks.
Furðu ólíkar tungur
Af ferðalögum um Þýskaland, og
líka því að hafa bæði búið í norður
og suðurhluta landsins, rennur
sömuleiðis upp fyrir manni hvað
þetta er fjölbreytt land, og það líka
í öllum siðum og þjóðháttum. Og
það rifjast líka upp að í raun er þetta
ríkjabandalag, og það um margt
ólíkra þjóða; við Íslendingar þekkj
um bara að búa sem ein þjóð í
okkar skýrt afmarkaða landi frá örófi
alda, en Þýskaland varð í raun ekki
til sem eining fyrr en á ofanverðri
nítjándu öld, er steypt var saman
mörgum ólíkum konungsríkjum og
furstadæmum. Þetta er svipað og ef
skandinavísku löndunum hefði verið
steypt saman í eitt ríki, eins og gerst
hefur og oft hafa verið hugmyndir
um, með sínum ólíku löndum, þjóð
um og tungu. Nema hvað að í hinu
nýja Þýskalandi voru tungumálin
miklu ólíkari en danska, norska og
sænska eru innbyrðis; það sem við
tökum fyrir þýsku í dag er bara eitt
málið eða mállýskan, sem var valið
úr og kallað „háþýska“ og skyldi not
ast opinberlega – svona kannski
eins og ef Bergennorska hefði ver
ið valin sem háskandinavíska. Mál
in eru svo ólík að jafnvel í hinni mið
lægu borg Köln talar alþýðufólk enn
það sem er kallað „Kölsch“ og er
það frábrugðið háþýsku að til dæm
is þegar óskólagengnir unglingar
eru leiddir fyrir dóm (allt slíkt fer
fram á háþýsku) er þeim skaffaður
túlkur. Í lítilli borg sem ég heimsótti
í austur hlutanum, nálægt pólsku
landamærunum og heitir Cott
bus, voru allar merkingar á skiltum
og húsum á tveimur málum, há
þýsku og sorbísku, sem er mál slav
neskrar ættar og enn mikið notað
þar um slóðir. Þegar ég var í suður
þýsku borginni Bamberg og spjallaði
þar við lítinn hóp heimamanna sem
ég kynntist fóru þær umræður fram
á háþýsku, af tillitssemi við mig; fé
lagar mínir reyndu ekki að beita mál
lýsku sinnar borgar. Einn þeirra brá
henni þó mjög fyrir sig, og er hann
var farinn sagði ég hinum að ég ætti
stundum erfitt með að skilja Andy.
„Það er ekki að undra,“ sögðu þeir;
„við skiljum hann ekki heldur, hann
talar Nürnbergdialekt!“ – en Andy
var semsé uppvaxinn í Nürnberg,
sem er í 50 kílómetra fjarlægð frá
Bamberg, og höfuðstaður Franken
lands.
Ein Berliner
Þegar maður kynnist Þýskalandi
kynnist maður í raun mörgum ólík
um löndum og þjóðum, með mis
munandi siðum og menningu. Ég
segist alltaf vera, svona í spaugi „Ein
Berliner“ – henni kynntist ég best,
en mér fellur ekki síður við suður
hlutann, eða kannski Rínarlönd, eða
gömlu Hansaborgirnar í norðri. Ég
held mikið upp á gamlan norður
þýskan mat (sem margir eiga erfitt
með að trúa) en suðurþýski, eða
bæverski, bjórinn er hins vegar
bestur í heimi svo að af ber, og þýð
ir ekkert fyrir Bæheimsfólk úr Tékk
landi, eða heldur Belga, að jagast
um það. Ég er hrifinn af þýskum
þjóðvegum, þýskum bæjum og
smáborgum, og mörgum stórborg
anna; Hamborg, Berlín, Dresden,
München (gaman var að endurnýja
kynni við hana með því að lesa nýju
bókina hans Hallgríms Helgasonar).
Mamúska og Rauða akurliljan
Eina þýska borgin sem ég hef oft
heimsótt en mér finnst ekkert sér
stakt til koma er fjármálamiðstöð
in Frankfurt, með sínum skýjakljúf
um. Þó er ein minning ógleymanleg
þaðan, og það var þegar ég fékk
eitt sinn að vera með í matarboði
hjá Mamúsku í Rauðu akurliljunni.
Mamúska var gömul kona sem er ný
látin, aldargömul, og rak pólskþýsk
litháískan veitingastað í Frankfurt,
eldaði sjálf og gestir fengu það sem
hún bauð upp á – engir matseðlar,
enda þurfti það ekki.
Um þessa ótrúlegu konu hefur
Halldór Guðmundsson skrifað frá
bæra bók sem er nú komin á mark
að; „Mamúska – sagan um mína
pólsku ömmu“. Reyndar dugir ekki
til að segja þessa konu pólska, því
að bærinn þar sem hún fæddist hef
ur á liðnum hundrað árum margoft
skipt um ríkisfang; tilheyrt Póllandi,
Litháen, rússneska keisaradæminu,
HvítaRússlandi, Sovétríkjunum, og
þar hafa Þjóðverjar ráðið ríkjum; bók
Halldórs er því í hina röndina sagan
um örlög Evrópu á hinni öfgafullu
20. öld, en það er saga sem ekki síst
nú á okkar tímum er hollt að fræð
ast um. Ég vona að Rauða akurliljan
sé ennþá til í Frankfurt, og víst er um
að bók Halldórs um Mamúsku má
finna í næstu bókabúð. n
Einar Kárason rithöfundur skrifar
Þér að segja
– Það góða land
Óskar Guðmundsson „Maðurinn skrifaði loks kveðju aftan á bjórmottu, sem ég færði
svo Óskari upp á Þjóðarbókhlöðu rúmri viku síðar.“
Matarboð hjá Mamúsku
Ógleymanleg minning.