Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Side 2
2 Fréttir Helgarblað 22.–26. maí 2015 Lífrænt Valið besta heilsuefnið Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni, Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup. www.thebeautyshortlist.com Best Health Supplement - Overall Wellbeing Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt, fegrar og frískar húðina Bætir meltingu, gerir líkamann basískan, kemur á réttu pH gildi Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku, einbeitingu og vellíðan Spirulina, Chlorella & Barleygrass Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru, eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu. Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks upptaka og nýting á næringarefnum. 120 hylki. n Flugstjóri WOW air ánægður með vinnubrögð áhafnar og aðstoð flugfarþega S veinn Akerlie, flugstjóri hjá WOW Air, segir að frábær vinnubrögð áhafnar sinn- ar og góð aðstoð flugfarþega hafi verið lykilatriði í því að betur fór en á horfðist þegar eldri maður fékk hjartaáfall í flugi WOW air frá Alicante til Íslands. Maðurinn veiktist þegar flugvélin var komin norður fyrir Skotland aðfaranótt sunnudags og var það fyrir snarræði læknis og tveggja hjúkrunar fræðinga um borð sem hann var hnoðaður aftur til lífs. Það tók um tuttugu mínútur. „Getur verið sjokk“ „Áhöfnin var alveg hreint frábær og það var líka ótrúlega fínt að hafa þetta fagfólk um borð. Það er ástæð- an fyrir því að það leystist svona vel úr þessu,“ segir Sveinn. „Hinir gestirnir voru mjög hjálpsamir líka. Þetta getur verið sjokk fyrir nær- stadda en það hjálpuðust allir að, þannig að það gekk mjög hratt fyrir sig að koma honum undir læknis- hendur. Ég held að það hafi verið lykil atriðið í þessu.“ Tóku stefnu á nýjan flugvöll Að sögn Sveins eru verklagsreglur mjög skýrar þegar atvik sem þessi koma upp í háloftunum. Fyrst er reynt að finna fagfólk um borð og svo vel vildi til að hægt var að leita til læknis og tveggja hjúkrunarfræðinga. „Við vorum komnir með stefnu á nýjan flugvöll á um tveimur til þremur mín- útum. Við ákváðum strax að stafna til Glasgow af því að það var styst þang- að. Það munaði kannski ekki miklu á Glasgow og Keflavík hvað tíma varð- aði en þarna skipti hver mínúta máli. Þar var allt mjög vel undirbúið og sjúkrabílar biðu eftir okkur. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir hann. Um hálftíma flug var til Glasgow en flug- ið til Keflavíkur hefði tekið 40 til 50 mínútur. Allir héldu ró sinni Aðspurður segir hann mikilvægt að allir í áhöfninni haldi ró sinni við svona aðstæður. „Það hafa allir mjög skýr verkefni. Verkefni okkar flug- stjóranna var að koma öllum heilu og höldnu á næsta flugvöll á sem skemmstum tíma, á meðan verkefni áhafnarinnar aftur í var að skiptast á að aðstoða sjúklinginn, hjúkrunar- fólkið og lækninn, ásamt upplýsinga- gjöf fram í til okkar. Við fengum mjög góðar upplýsingar um stöðu og líðan allan tímann og gátum komið þeim upplýsingum áfram á flugvöllinn í Glasgow.“ Lent í svona atviki áður Sveinn hefur áður lent í atviki sem þessu. „Maður hefur lent í þessu nokkrum sinnum áður en hjá öðrum flugfélögum en WOW air,“ segir hann og býr því að þeirri reynslu. Auk þess eru viðbrögð við aðstæðum sem þessum æfð í flughermi tvisvar sinn- um á ári. Sveinn hefur ekki fengið miklar upplýsingar um manninn sem fékk hjartaáfallið. „Það síðasta sem við heyrðum var að líðanin væri stöðug. Við sendum honum bara batakveðj- ur og vonumst eftir því að fá góðar fregnir af honum.“ n Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Þetta getur verið sjokk fyrir nær- stadda en það hjálpuð- ust allir að, þannig að það gekk mjög hratt fyrir sig að koma honum undir læknishendur. Ég held að það hafi verið lykilatriðið í þessu. Útgáfa DV næstu daga Útgáfu DV yfir hvítasunnuna verður þannig háttað að í dag, föstudag, kemur út helgarblað og næsti útgáfudagur DV er miðvikudagurinn 27. maí, en þá kemur út vikublað. Helgarblað DV kemur út í næstu viku samkvæmt áætlun, föstudaginn 29. maí. Öflug fréttavakt verður venju samkvæmt alla helgina á vef okkar, dv.is. B jörgunarsveitin Dalvík, Slökkvilið Dalvíkurbyggðar, Slysavarnadeildin Dalvík og Þula Café Bistró hafa tekið höndum saman og ætla að safna fé til styrktar Dalvíkingnum Guðmundi Pálmasyni. Hann greindist með afar sjaldgæfan Wilsons-sjúkdóm og hefur undanfarið verið á sjúkrahúsi. Tekur nú við löng og ströng endurhæfing.Haldin verður styrktarsamkoma á miðvikudaginn í Þulu Café Bistro í menningarhúsinu Bergi á Dalvík miðvikudaginn 27. maí. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og innifalin er fiskisúpa og kaffi. Einnig verða glæsilegar tertur til sölu. Dregið verður úr seldum miðum og verða ýmis vegleg verðlaun í boði. Júlíus Júlíusson, eigandi Þula Café Bistró, segir viðbrögðin við styrktarsamkomunni hafa verið mjög góð. „Það eru mjög margir búnir að hafa samband, sem verða ekki heima þetta kvöld en vilja fá reikningsnúmerið. Svona gríðarlega mikill samtakamáttur gefur mönnum tvímælalaust aukaorku til að vinna í batanum,“ segir hann. Reikningsnúmerið fyrir þá sem vilja styrkja Júlíus er 1177- 05-410500, kt. 590582-0286. n freyr@dv.is Einn fárra með Wilsons-sjúkdóminn Safnað fyrir Dalvíkinginn Guðmund Pálmason Guðmundur Pálmason Safnað verður fé til styrktar Guðmundi á miðvikudags- kvöld. „Þarna skipti hver mínúta máli“ Flugstjóri Sveinn Akerlie er afar ánægður með frammistöðu áhafnarinnar. Wow Air Betur fór en á horfðist í fluginu frá Alicante. Í fangelsi fyrir vörslu á barna- níðsefni Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt Lína Hannes Sigurðsson, 67 ára, í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 bundna skilorði, fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni en myndefnið var bæði íslenskt og erlent. Við húsleit á heimili og vinnu- stað Lína fundust samtals 34.837 ljósmyndir og 585 hreyfimynd- ir sem sýndu börn eða fullorðna í hlutverki barna á kynferðislega og klámfenginn hátt. Líni Hannes neitaði sök í mál- inu og sagði meðal annars að hann hefði í raun verið að safna barnaklámi til að koma því til lög- reglu. Við húsleitina lagði lögreglan hald á tölvur ásamt fjölda harðra diska og minniskubba sem innihéldu barnaklám. Það hafi bent til þess að Líni hafi safnað barnaklámi í fjölmörg ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.