Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 22.–26. maí 2015
GÓLFMOTTUR
Við leigjum út gólfmottur í anddyri.
Haltu fyrirtækinu hreinu og minnkaðu
ræstingakostnað.
Við sækjum og sendum.
Fáðu verðtilboð!
511 1710
svanhvit@svanhvit.is
www.svanhvit.is
Breytingar hjá
Heilsugæslunni
Hjá Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins eru í undirbúningi
breytingar á rekstri heilsugæslu-
stöðvanna sem miða að því að
auka þjónustu við notendur, nýta
betur fjármuni og bæta vinnuum-
hverfi starfsmanna.
Áætlað er að það muni taka
tvö ár að hrinda þessum breyting-
um í framkvæmd á þeim fimmt-
án heilsugæslustöðvum sem
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis-
ins rekur í dag í Reykjavík, á Sel-
tjarnarnesi, í Mosfellsumdæmi,
Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.
Byrjað verður á breytingun-
um næsta haust og á þeim að
vera lokið haustið 2017. Stjórn-
un og skipulagi stöðvanna verð-
ur breytt í áföngum á þremur
stöðvum í einu og verða fyrstu
stöðvarnar Heilsugæslan Graf-
arvogi, Heilsugæslan Glæsibæ
og Heilsugæslan Mjódd. Enginn
missir vinnu vegna breytinganna,
að því er sagði í tilkynningu.
Snjókoma í
höfuðborginni
Það var ekki beint sumarveður
sem tók á móti íbúum á höfuð-
borgarsvæðinu á fimmtudags-
morgun. Þar gekk á með éljum
rétt fyrir klukkan sjö um morgun-
inn og byrjaði svo að snjóa.
Vetrarveðrið var þó skammlíft
en fljótlega breyttist snjókoman í
slyddu sem hvarf svo þegar birti
til í morgunsárið.
Búast má þó við hlýnandi
veðri á landinu á næstu dögum.
Fjárfestarnir Heiðar Már Guðjónsson og Sigurður Arngrímsson deila vegna „Ursus“
F
járfestingafélag Heiðars Más
Guðjónssonar, Ursus ehf.,
hefur stefnt Ursus Maritim-
us Investors ehf., sem er í
eigu fjárfestisins Sigurðar
Arngrímssonar, og krafist þess að
nafni félagsins verði breytt. Ástæð-
an er sú að Heiðari þykir nöfnin
of lík sem geti leitt til þess að fé-
lögunum sé ruglað saman. Fram-
kvæmdastjóri og eigandi Ursus
Maritimus eru ósammála og vilja
ekki breyta nafninu. Málið verður
útkljáð fyrir dómstólum og í gær
var fyrirtaka í því í Héraðsdómi
Reykjavíkur.
„Ursus Maritimus þýðir ísbjörn
á latínu, Ursus þýðir björn og það er
ansi magnað ef Heiðar getur útilok-
að öll nöfn sem tengjast björnum.
Það er því best að láta dómstóla
skera úr um þetta,“ segir Bjarni
Brynjólfsson, framkvæmdastjóri
Ursus Maritimus Investors.
Tíu ára gamalt félag
Einkahlutafélag Heiðars Más var
stofnað í desember 2005 undir
heitinu Ursus capital ehf. Fjórum
árum síðar var nafni þess breytt í
Ursus. Félagið hefur verið nokkuð
til umfjöllunar undanfarin miss-
eri en það á meðal annars hluti í
HS veitum, í gegnum dótturfélög,
og Fjarskiptum hf., móðurfélagi
Vodafone á Íslandi. Ursus er einnig
kröfuhafi í slitabú Glitnis og lagði
fram beiðni um gjaldþrotaskipti á
hendur búinu í desember í fyrra.
Eins og DV greindi frá í febrúar síð-
astliðnum hafnaði Héraðsdómur
Reykjavíkur beiðni 119 erlendra
kröfuhafa Glitnis, að langstærst-
um hluta vogunarsjóðir, um að fá
meðalgöngu í máli Ursusar. Fengu
þeir því ekki að ganga inn í mál
Heiðars og tryggja að því yrði vís-
að frá dómi.
„Félagið mitt er með þetta nafn
skráð og á réttinn að því. Það er tíu
ára gamalt og við viljum ekki að
það sé einhver annar að nota þetta
nafn,“ segir Heiðar í samtali við DV.
„Ég er mjög hrifinn af ísbjörn-
um og hef ferðast mikið á Græn-
landi og þykir þeir mjög merkileg
dýr. Þess vegna er ég með fyrirtæk-
ið skráð bæði sem Ursus og Ursus
Investors og þarna kemur ein-
hver aðili sem er að reyna að vera
fyndinn en mér finnst nöfnin vera
allt of lík og að fólk geti ruglað
þeim saman.“
Heiðar segir aðspurður að engin
tengsl séu á milli hans og Sigurðar,
hvorki viðskiptaleg né önnur, og
bætir við að hann þekki „manninn
ekki neitt“.
„Þeir voru beðnir um að breyta
nafninu fyrir um hálfu ári síðan.
Þeir vildu ekki verða við því og
vonandi náum við að útkljá þetta
fyrir dómshlé.“
Búsettur í London
Félag Sigurðar var stofnað í mars
2013 undir nafninu AB 343 ehf. Því
var breytt í Ursus Maritimus í apr-
íl 2013 og í Ursus Maritimus Inve-
stors í júlí í fyrra. Sigurður er bú-
settur í London þar sem hann
rekur ráðgjafarfyrirtækið Arn-
grimsson Advisors. Hann starfaði
áður hjá bandaríska fjárfestinga-
bankanum Morgan Stanley og
hefur einnig haldið utan um er-
lendar eignir nokkurra íslenskra
lífeyrissjóða. Í desember 2013
kom félag hans með 290 milljónir
króna til landsins í gegnum fjár-
festingarleið Seðlabanka Íslands.
Ursus Maritimus á fjórðungshlut
í Skugga 3 ehf. sem stendur fyrir
uppbyggingu íbúða í Skuggahverf-
inu í Reykjavík.
„Við stofnuðum þarna félag
með þessu nafni og síðan einhverj-
um tíma seinna óskaði Heiðar eft-
ir því að við legðum það niður. Við
vildum ekki fallast á þá kröfu enda
höfum við ekki orðið varir við að
fólk hafi hingað til verið að rugla
okkur saman við félag hans,“ segir
Bjarni. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Ísbjarnardeila fjárfesta
endar fyrir dómstólum
„Ég er mjög hrifinn
af ísbjörnum og
hef ferðast mikið á Græn-
landi og þykir þeir mjög
merkileg dýr.
Heiðar Már Guðjónsson
Fjárfestar
Heiðar Már
Guðjónsson (t.v.)
og Sigurður Arn-
grímsson bítast
um nafnið Urus.