Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 6
Helgarblað 22.–26. maí 20156 Fréttir Strandgötu 24 - 220 Hafnarfjörður - Sími 565 4100 - www.nyform.iS erum flutt að strandgötu 24 hafnarfirði Opið laugar-dag frá11–15 Tveggja milljarða afskriftir hjá BN Byggingafélag námsmanna hefur samið við íbúðalánasjóð og LBI um lækkun skulda G amli Landsbankinn (LBI hf.) og Íbúðalánasjóður lækkuðu í fyrra skuldir Byggingafélags námsmanna (BN) um sam- tals tæpa tvo milljarða króna sem. Íbúðalánasjóður þurfti að af- skrifa um 200 milljónir króna en LBI um 1.600 milljónir. LBI hafði áður lækkað skuldir BN, sem á og leigir út 469 námsmannaíbúðir á höfuð- borgarsvæðinu, um 1,7 milljarða króna. Lánardrottnarnir tveir hafa því lækkað skuldir félagsins, sem það safnaði á árunum fyrir hrun, um sam- tals 3,7 milljarða en eiga enn kröfur á það upp á rúma níu milljarða. Fjögurra milljarða tap Eins og DV greindi frá í febrúar síð- astliðnum þá átti stjórn BN í viðræð- um við lánardrottnana um lækkun á skuldum sem rekstur félagsins stóð ekki undir. Þær námu 10,9 milljörðum í árslok 2013 en eins og fyrr segir rétt rúmum níu milljörðum eftir að síð- asta skuldalækkunin gekk í gegn. „Við vorum í þeirri stöðu að það var búið að setja þessi frágangsmál við bankann á bið til ársins 2018. Það var gert í kjölfar hrunsins og það er búið að taka þennan tíma að fá end- anlega niðurstöðu í málið og nú er það komið í þann farveg að við stönd- um vel undir okkar skuldbinding- um og getum bæði haldið áfram nú- verandi rekstri og fjölgað úrræðum fyrir námsmenn á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri BN. Samanlagt tap BN á árunum 2008 til 2013 nam rúmum fjórum millj- örðum króna. Eigið fé þess er í dag enn neikvætt en í árslok 2014 voru skuldir þess 652 milljónum hærri en eignirnar. Það hefur einungis tvisvar sinnum skilað hagnaði frá árinu 2008, árin 2012 og 2014, en í bæði skiptin má að mestu rekja jákvæða afkomu til niðurfellinga skulda. Í nýjasta árs- reikningi félagsins segir að ekki sé óvarlegt að ætla að eigið fé þess geti orðið jákvætt á ný eftir tvö til þrjú ár. „Við erum að vísa til þess að sam- kvæmt spám, bæði þjóðhagsspám og öðru, er gert ráð fyrir því að hækkun fasteignaverðs verði umtalsvert meiri en hækkun neysluverðsvísitölunnar. Þetta eru stóru liðirnir okkar. Eigna- safn BN sveiflast eftir fasteignamati en lánasafnið eftir neysluverðsvísitölu. Þess vegna erum við að benda á að ef spár okkar ganga eftir má gera ráð fyrir að eigið fé félagsins verði jákvætt eftir tvö til þrjú ár,“ segir Böðvar. Félagið vinnur að því í samvinnu við Reykja- víkurborg að fara í frekari bygginga- framkvæmdir á næstu fimm árum og auka þannig framboð íbúða fyrir námsmenn á höfuðborgarsvæðinu. Seldi hlut sinn í Fontana BN er sjálfseignarstofnun og því ekki rekið með hagnaðarsjónarmiðum. Meginstarfsemi félagsins er fólgin í byggingu og rekstri íbúða fyrir náms- menn en það á fasteignir á níu stöð- um í Reykjavík og fjórar blokkir á Völl- unum í Hafnarfirði. Eignirnar voru metnar á 8,3 milljarða króna í árslok 2014 en félagið stefnir að byggingu 100 nýrra íbúða á næstu fimm árum. Í ársreikningnum kemur einnig fram að BN hefur selt fjórtán prósenta hlut sinn í baðstaðnum Laugarvatni Fontana. DV vakti í febrúar athygli á því að stjórnendum félagsins hafði þá ekki tekist að selja eignarhlutinn á þeim þremur árum sem þá voru liðin síðan formlegt söluferli hófst. Vorið 2012 átti BN 23 prósenta hlut í bað- staðnum en eignin þynntist niður í rúm fjórtán prósent eftir að bygginga- félagið ákvað að taka ekki þátt í tveim- ur hlutafjáraukningum Fontana. „Félagið er meðal annars að selja þennan hlut til þess að nýta fjár- munina til uppbyggingar. Við vorum einnig að selja fasteignina Skipholt 27 en það er elsta eign félagsins. Það var líka gert í þeim tilgangi að fjármagna eigið fé í væntanlegum nýbyggingum félagsins.“ n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Þess vegna erum við að benda á að ef spár okkar ganga eftir má gera ráð fyrir að eigið fé félagsins verði jákvætt eftir tvö til þrjú ár BN Byggingafélag námsmanna á fasteignir á níu stöðum í Reykjavík og fjórar blokkir á Völl- unum í Hafnarfirði. MyNd SiGtryGGur Ari Framkvæmdastjóri BN Böðvar Jónsson segir útlit fyrir að eigið fé félagsins verði aftur jákvætt eftir 2-3 ár. Vatnstjón vel á þriðja milljarð Vatnstjón á heimilum og í fyrir- tækjum nam vel á þriðja milljarð króna árið 2014 og varð lang- mestur hluti tjónsins á heimil- um. Kostnaður við hvert bætt tjón nemur að meðaltali tæplega 300 þúsund krónum. Þetta kemur fram í tölum tryggingarfélaganna sem voru teknar saman af óháðum aðila fyrir samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni. Heildarfjöldi tilvika er 7.387 og í 1.442 þeirra reyndist tjónið ekki bótaskylt. Í 417 tilvikum nam tjón- ið einni milljón króna eða meira. Heimilin bera talsverðan hluta kostnaðarins sjálf. Tryggingarfé- lögin bættu einstaklingum tjón sem nemur 1,7 milljörðum króna en fólk situr sjálft uppi með nær 300 milljónir í eigin áhættu. Karlmaður féll fjóra metra Hálfsjötugur karlmaður féll fjóra metra úr stiga í Reykjanesbæ í vikunni, þegar listi á húsinu, sem hann studdi sig við, brotnaði. Maðurinn lenti á stétt og fann til eymsla í baki. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja til aðhlynn- ingar að því er fram kemur í til- kynningu frá lögreglu. Þá meiddist kona á öxl þegar hún var í leikfimi með fleiri kon- um. Talið var að hún hefði farið úr axlarlið og var einnig flutt á HSS með sjúkrabifreið. Ætla að afgreiða undanþágubeiðnir Segjast hafa velferð dýra að leiðarljósi D ýralæknar hafa alla tíð haft velferð dýra að leiðarljósi og vinna öðrum fremur að því að tryggja góðan aðbúnað og heilbrigði dýra, bæði í verkfalli og utan þess,“ segir í fréttatilkynningu frá BHM og Dýralæknafélagi Íslands en ástæðan er grafalvarleg staða hjá framleiðendum svína- og alifuglakjöts. Segja þeir að ríkið virðist ekki ætla að koma að samningaborðinu með lausnir fyrr en samið verði á almennum markaði. Fyrir vikið þyngist róðurinn hjá þeim „sem aðgerðaleysi stjórnvalda bitnar á“, segja dýralæknar. Þeir hafa því ákveðið að afgreiða undanþágubeiðnir, en líkt og greint hefur verið frá er mikil hætta á því að fyrirtæki stefni í gjaldþrot takist ekki að koma vörum í búðir og klára slátrun. „Í ljósi þessa hefur Dýralæknafélag Íslands ákveðið að taka tillit til þess við afgreiðslu undanþágubeiðna að hætta sé á að framleiðendur svína- og alifuglakjöts muni eiga í erfiðleikum með að afla aðfanga og fóðurs fyrir búfénað sinn.“ Dýralæknafélagið harmar afstöðu stjórnvalda til starfsmanna sinna. n atli@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.