Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Page 12
Helgarblað 22.–26. maí 201512 Fréttir Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um. CCP taPaði níu milljörðum í fyrra n Starfsmönnum tölvuleikjaframleiðandans íslenska fækkaði um 169 á síðasta ári n Skuldirnar nema 49 milljónum dala Í slenski tölvuleikjaframleið- andinn CCP tapaði 65,7 millj- ónum Bandaríkjadala, eða 8,7 milljörðum króna, á síð- asta ári. Starfsmönnum fyrir- tækisins, sem rekur skrifstofur í Reykjavík, Newcastle, Sjanghæ, San Francisco og Atlanta, fækkaði þá úr 508 í 339. Skuldir þess námu tæpum 49 milljónum dala en eign- irnar 33 milljónum samanborið við 104 milljónir dala árið 2013. Eigið fé fyrirtækisins var því nei- kvætt um 15,3 milljónir dala í árs- lok 2014 eða rétt rúma tvo millj- arða króna. Þetta kemur fram í ársreikningi CCP sem fyrirtækið skilaði inn til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra síðasta þriðjudag. 11 milljarða tap á tveim árum Samkvæmt ársreikningnum námu tekjur CCP 68,6 milljónum dala í fyrra, jafnvirði 9,1 milljarðs, og lækkuðu um rúman milljarð króna milli ára. Gjaldfærður rannsóknar- og þróunarkostnaður fyrirtækisins jókst aftur á móti um 30 milljónir dala og nam rúmum 86 milljónum, eða 11,4 milljörðum króna. CCP-samstæðan var einnig rekin með tapi árið 2013, þegar þekktasta og elsta vara fyrirtæk- isins, tölvuleikurinn EVE Online, fagnaði tíu ára afmæli. Afkoman var þá neikvæð um 21,3 milljónir dala, eða 2,4 milljarða króna mið- að við þáverandi gengi. Tapið mátti að mestu rekja til afskrifta og niður- færslu óefnislegra eigna, þar á með- al á eignfærðum þróunarkostnaði frá fyrri tímabilum. Athygli vakti að tekjur fyrirtækisins höfðu aldrei verið meiri en árið 2013 þegar þær námu 76,7 milljónum dala. Einblínir nú á EVE-heiminn Í ársreikningnum er einnig komið inn á ákvörðun CCP frá því í fyrra um að hætta þróun tölvuleiksins World of Darkness. Ákvörðunin var kynnt í apríl 2014 þegar 56 stöðugildi í starfsstöð fyrirtækis- ins í Atlanta í Bandaríkjunum voru lögð niður. Í árshlutareikningi fyr- irtækisins, sem var birtur í ágúst í fyrra, kom fram að ákvörðunin um að hætta þróun leiksins hefði haft í för með sér töluverðan kostnað vegna uppsagnarákvæða. Tæpum tveimur mánuðum síðar tilkynnti tölvuleikjaframleiðandinn að Hluti starfseminnar fluttur úr landi? Fréttablaðið greindi fyrr í vikunni, sama dag og ársreikningi CCP var skilað inn til Ríkisskattstjóra, að fyrirtækið hugi að því hvort flytja eigi hluta starfsemi þess úr landi. Í fréttinni kom fram að málið hefði verið rætt á ársfundi CCP í síðustu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa engar ákvarðanir verið teknar og ekki stendur til að draga úr starfseminni hér á landi. Hins vegar sé enn í skoðun að flytja höfuðstöðvarnar úr landi. Gjald- eyrishöftin eru sögð leika stórt hlutverk í þessum vangaveltum fyrirtækisins þar sem þau geri það að verkum að erfiðara sé að fá hæfileikaríkt starfsfólk og fjárfesta til landsins. Hilmar Veigar hefur einnig sagt, þar á meðal í ræðu á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra, að fyrirtækið hafi ítrekað fengið boð að utan um að flytja starfsemi sína. Sagði hann þá það með ólíkindum að krónan væri enn gjaldmiðill Íslendinga, miðað við það sem á undan væri gengið. Í tölvuleiknum Eve Online hefði á sínum tíma verið ákveðið að kalla gjaldmiðil hans ISK til minningar um íslensku krónuna. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Höfuðstöðvarnar Alls störfuðu 339 manns hjá CCP í árslok 2014 en fyrirtækið rekur skrifstofur á Íslandi, í Bretlandi, Kína og Bandaríkjunum. Mynd SiGtryGGur Ari Hlaupa til styrktar langveikum börnum n Spartverjar hlaupa frá Kópavogi til Blönduóss og safna áheitum n Hlaupa 244 kílómetra F östudaginn 29. maí munu 26 einstaklingar frá Spörtu heilsurækt í Kópavogi hlaupa áheitahlaup frá Kópavogi til Blönduóss til styrktar langveikum börnum. Það eru iðkendur, þjálfarar og eigendur sem hlaupa áheitahlaup- ið og skiptast þeir á að hlaupa, en lágmark sem hver hleypur er tíu kílómetrar. „Þetta er boðhlaup og við hlaupum alla 244 kílómetrana fyrir utan Hvalfjarðargöngin,“ seg- ir Jóhann Emil Elíasson, rekstrar- stjóri hjá Spörtu. „En við hlaupum auka fimm kílómetra til að bæta upp fyrir Hvalfjarðargöngin.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Sparta er með svona stóran áheitavið- burð, en áður hefur heilsuræktin gefið á Góðgerðardeginum á Álftanesi og gefið fé í Mottumars. Þegar hafa safnast á annað hundrað þúsund, en hlaupararnir hafa að mestu safnað á meðal vina og í fyrirtækjum sem þeir vinna hjá. „Áheit hafa verið mismun- andi, sumir greiða ákveðna upp- hæð, aðrir heita á einn einstak- ling og hvern kílómetra sem hann hleypur og aðrir á hópinn í heild,“ segir Jóhann. Aðspurður af hverju það varð fyrir valinu að styrkja langveik börn segir Jóhann að börn séu ekki sterkar raddir í þjóðfélaginu. „Þau eru ekki í fjölmiðlum, en við, þau fullorðnu, getum látið í okk- ur heyra. Meginþorri iðkenda í Spörtu á ættir að rekja út á land og foreldrar úti á landi með langveik börn þurfa að leggja í mikinn kostnað til að flytja fjölskylduna til Reykjavíkur til lækninga, ásamt húsnæðiskostnaði og fleiru hér,“ segir Jóhann. Sparta heilsurækt var stofnuð árið 2013 og býður upp á Meta- rekstrarstjóri Jóhann Emil Elíasson er rekstrarstjóri hjá Spörtu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.