Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Qupperneq 12
Helgarblað 22.–26. maí 201512 Fréttir Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um. CCP taPaði níu milljörðum í fyrra n Starfsmönnum tölvuleikjaframleiðandans íslenska fækkaði um 169 á síðasta ári n Skuldirnar nema 49 milljónum dala Í slenski tölvuleikjaframleið- andinn CCP tapaði 65,7 millj- ónum Bandaríkjadala, eða 8,7 milljörðum króna, á síð- asta ári. Starfsmönnum fyrir- tækisins, sem rekur skrifstofur í Reykjavík, Newcastle, Sjanghæ, San Francisco og Atlanta, fækkaði þá úr 508 í 339. Skuldir þess námu tæpum 49 milljónum dala en eign- irnar 33 milljónum samanborið við 104 milljónir dala árið 2013. Eigið fé fyrirtækisins var því nei- kvætt um 15,3 milljónir dala í árs- lok 2014 eða rétt rúma tvo millj- arða króna. Þetta kemur fram í ársreikningi CCP sem fyrirtækið skilaði inn til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra síðasta þriðjudag. 11 milljarða tap á tveim árum Samkvæmt ársreikningnum námu tekjur CCP 68,6 milljónum dala í fyrra, jafnvirði 9,1 milljarðs, og lækkuðu um rúman milljarð króna milli ára. Gjaldfærður rannsóknar- og þróunarkostnaður fyrirtækisins jókst aftur á móti um 30 milljónir dala og nam rúmum 86 milljónum, eða 11,4 milljörðum króna. CCP-samstæðan var einnig rekin með tapi árið 2013, þegar þekktasta og elsta vara fyrirtæk- isins, tölvuleikurinn EVE Online, fagnaði tíu ára afmæli. Afkoman var þá neikvæð um 21,3 milljónir dala, eða 2,4 milljarða króna mið- að við þáverandi gengi. Tapið mátti að mestu rekja til afskrifta og niður- færslu óefnislegra eigna, þar á með- al á eignfærðum þróunarkostnaði frá fyrri tímabilum. Athygli vakti að tekjur fyrirtækisins höfðu aldrei verið meiri en árið 2013 þegar þær námu 76,7 milljónum dala. Einblínir nú á EVE-heiminn Í ársreikningnum er einnig komið inn á ákvörðun CCP frá því í fyrra um að hætta þróun tölvuleiksins World of Darkness. Ákvörðunin var kynnt í apríl 2014 þegar 56 stöðugildi í starfsstöð fyrirtækis- ins í Atlanta í Bandaríkjunum voru lögð niður. Í árshlutareikningi fyr- irtækisins, sem var birtur í ágúst í fyrra, kom fram að ákvörðunin um að hætta þróun leiksins hefði haft í för með sér töluverðan kostnað vegna uppsagnarákvæða. Tæpum tveimur mánuðum síðar tilkynnti tölvuleikjaframleiðandinn að Hluti starfseminnar fluttur úr landi? Fréttablaðið greindi fyrr í vikunni, sama dag og ársreikningi CCP var skilað inn til Ríkisskattstjóra, að fyrirtækið hugi að því hvort flytja eigi hluta starfsemi þess úr landi. Í fréttinni kom fram að málið hefði verið rætt á ársfundi CCP í síðustu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa engar ákvarðanir verið teknar og ekki stendur til að draga úr starfseminni hér á landi. Hins vegar sé enn í skoðun að flytja höfuðstöðvarnar úr landi. Gjald- eyrishöftin eru sögð leika stórt hlutverk í þessum vangaveltum fyrirtækisins þar sem þau geri það að verkum að erfiðara sé að fá hæfileikaríkt starfsfólk og fjárfesta til landsins. Hilmar Veigar hefur einnig sagt, þar á meðal í ræðu á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í fyrra, að fyrirtækið hafi ítrekað fengið boð að utan um að flytja starfsemi sína. Sagði hann þá það með ólíkindum að krónan væri enn gjaldmiðill Íslendinga, miðað við það sem á undan væri gengið. Í tölvuleiknum Eve Online hefði á sínum tíma verið ákveðið að kalla gjaldmiðil hans ISK til minningar um íslensku krónuna. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Höfuðstöðvarnar Alls störfuðu 339 manns hjá CCP í árslok 2014 en fyrirtækið rekur skrifstofur á Íslandi, í Bretlandi, Kína og Bandaríkjunum. Mynd SiGtryGGur Ari Hlaupa til styrktar langveikum börnum n Spartverjar hlaupa frá Kópavogi til Blönduóss og safna áheitum n Hlaupa 244 kílómetra F östudaginn 29. maí munu 26 einstaklingar frá Spörtu heilsurækt í Kópavogi hlaupa áheitahlaup frá Kópavogi til Blönduóss til styrktar langveikum börnum. Það eru iðkendur, þjálfarar og eigendur sem hlaupa áheitahlaup- ið og skiptast þeir á að hlaupa, en lágmark sem hver hleypur er tíu kílómetrar. „Þetta er boðhlaup og við hlaupum alla 244 kílómetrana fyrir utan Hvalfjarðargöngin,“ seg- ir Jóhann Emil Elíasson, rekstrar- stjóri hjá Spörtu. „En við hlaupum auka fimm kílómetra til að bæta upp fyrir Hvalfjarðargöngin.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Sparta er með svona stóran áheitavið- burð, en áður hefur heilsuræktin gefið á Góðgerðardeginum á Álftanesi og gefið fé í Mottumars. Þegar hafa safnast á annað hundrað þúsund, en hlaupararnir hafa að mestu safnað á meðal vina og í fyrirtækjum sem þeir vinna hjá. „Áheit hafa verið mismun- andi, sumir greiða ákveðna upp- hæð, aðrir heita á einn einstak- ling og hvern kílómetra sem hann hleypur og aðrir á hópinn í heild,“ segir Jóhann. Aðspurður af hverju það varð fyrir valinu að styrkja langveik börn segir Jóhann að börn séu ekki sterkar raddir í þjóðfélaginu. „Þau eru ekki í fjölmiðlum, en við, þau fullorðnu, getum látið í okk- ur heyra. Meginþorri iðkenda í Spörtu á ættir að rekja út á land og foreldrar úti á landi með langveik börn þurfa að leggja í mikinn kostnað til að flytja fjölskylduna til Reykjavíkur til lækninga, ásamt húsnæðiskostnaði og fleiru hér,“ segir Jóhann. Sparta heilsurækt var stofnuð árið 2013 og býður upp á Meta- rekstrarstjóri Jóhann Emil Elíasson er rekstrarstjóri hjá Spörtu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.