Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Page 19
Helgarblað 22.–26. maí 2015 Fréttir 19 Komust í bobba vegna baKKusar n Stjórnmálamenn hafa þurft að svara fyrir uppákomur og axarsköft sem tengjast áfengisneyslu n Þetta lærðu þeir af mistökum sínum Sigmundur Ernir Rúnarsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var gripinn við að stíga þvoglumæltur í ræðustól Alþingis kvöld eitt í ágúst 2009. Til um- ræðu var Icesave-málið. Grunur kviknaði strax um að Sigmundur Ernir hefði verið drukkinn þegar honum vafðist tunga um tönn við að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hefði snúist á „einu augabragði“ sem kom út sem „aujjabragði.“ DV rakti slóð þingmannsins upp í Grafarholt þar sem hann hafði tekið þátt í golfmóti MP banka fyrr um daginn. Eftir að hafa þvertekið fyrir að hafa verið drukkinn viðurkenndi Sigmundur síðar að hafa fengið sér léttvín með kvöldverði eftir mótið og farið síðan í ræðustól. Viðurkenndi hann mistök sín og baðst afsökunar. Golf, vín og Icesave-umræður Menn mættu gera meira af því að biðjast afsökunar Sigmundur Ernir segir alla gera mistök „Ég lærði fyrst og fremst af þessu að rugla ekki saman atvinnu og skemmt- un þar sem vín er haft um hönd,“ segir Sigmundur Ernir um þann lærdóm sem hann dró af sínu glappaskoti í ágúst 2009, sem vakti mikla athygli. „Ég var á þessum tíma óreyndur þingmaður, hafði setið fáa mánuði á þingi og vissi hreinlega ekki að ég gæti seinkað boðaðri ræðu minni. Mætti því samviskusamlega niður í þing eftir að hafa fengið mér rauðvínsglös,“ segir Sigmundur sem í dag er dagskrár- og ritstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbraut. Hann segir að hann hefði betur vit- að að hann hefði getað seinkað ræðu sinni í umræðum um Icesave-málið til morguns. „Lífið er fullt af svona mistökum hjá hverjum og einum breyskum manni. Ég baðst afsökunar eins og menn eiga að gera þegar þeim verður á. Ég held reyndar að menn megi alveg gera meira af því að biðjast afsökunar ef þeir hafa gert mistök í lífinu. Við gerum öll mistök og við eigum þá að biðjast afsökunar á því.“ SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður. Hægri grænn stútur í Hafnarfirði Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, var tekinn við ölvunarakstur í Hafnar- firði síðla kvölds 13. apríl 2012. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann viðurkenndi að hafa verið í matarboði og drukkið hvítvín með matnum. Hann var stöðv- aður af lögreglumönnum við umferðareftirlit í Hafnarfirði og látinn blása í áfengismæli þar sem upp komst um brot hans. Var hann sviptur ökuréttindum. Sagði Guðmundur atvikið hafa verið góða áminningu um að „maður á aldrei að snerta bifreið undir áhrifum áfengis“. Myndband af því þegar framsóknar- og flugvallavinkonurnar Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir mættu óboðnar ásamt þingkonunni Vigdísi Hauksdóttur í teiti hagfræði- og stjórnmálafræði- nema í september í fyrra vakti mikla athygli. Eftir að DV birti myndbandið, þar sem þær gerðu meðal annars grín að ummælum sínum um múslima og mosku, vöknuðu grunsemdir um að Guðfinna og Sveinbjörg hefðu verið í glasi. Guðfinna þurfti að svara fyrir þær sögur í útvarpsviðtali við Harmageddon þar sem hún lét hafa eftir sér: „Við vorum ekki blindfullar“ og kvaðst sjálf hafa ver- ið búin að drekka tvö hvítvínsglös. Sagði hún Sveinbjörgu hafa verið edrú. Ásmundur Einar Daðason komst í fréttirnar í vikunni eftir að DV birti viðtal við þingmanninn þar sem hann bar af sér kjaftasögur um að hann hefði verið ofurölvi um borð í vél WOW Air til Washington þann 10. maí síðastliðinn. Ásmundur Einar var þar í ferð á vegum utanríkismálanefndar Alþingis. Ásmundur Einar lenti í því að gubba ansi hraustlega í vélinni en vísaði því á bug að hafa verið ölvaður. Kvaðst Ásmundur hafa verið með magakveisu sem enn sé að hrjá hann og hann hafi ælt í vélinni, í Washington og meira að segja í Pentagon-byggingunni. Síðar fullyrti Nútíminn að Ásmundur hefði í raun verið ölvaður og drukkið ofan í svefntöflur með ofangreindum afleiðing- um. Vitni stigu einnig fram og héldu því fram fullum fetum að þingmaðurinn hefði verið áberandi ölvaður. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli. Framsóknarkonur og hvítvínið Æluferð til Washington „Hvað ef ég hefði drepið einhvern?“ Guðmundur Franklín segist hafa verið heppinn „Þetta var heimskulegt uppátæki og mér blæddi fyrir,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson um sín mistök að keyra undir áhrifum áfengis árið 2012, þá formaður Hægri grænna. DV hafði samband við Guðmund, sem nú er búsettur í Danmörku þar sem hann rekur Hotel og Café Klippen í Borgund- arhólmi og spurði hann út í reynsluna og hvaða lærdóm hann hafi dregið af atvikinu. „Ég var bara að keyra fullur, það var ekkert öðruvísi en það og var nappaður af löggunni. Menn sem fara undir stýri þegar þeir eru búnir að fá sér halda að þeir séu svo klárir að þeir sleppi. En það er ekki þannig. Þetta er bara karma. Þetta er eins og lögmál Murphy‘s, það sem getur klikkað – mun klikka. Þótt menn séu aldrei stoppaðir edrú þá er það bara þannig að loksins þegar þú keyrir fullur – af því að þú heldur að þú komist upp með það af því að þú ert aldrei stoppaður – þá ertu auðvitað tekinn. Þetta er bara lífið að kenna þér lexíu. Þú breytir ekki því sem orðið er og menn verða að gangast við því og hlutunum eins og þeir eru.“ Og Guðmundur kveðst hafa lært af mistökunum sem áttu rætur sínar að rekja til þess að hann var staddur í matarboði en tímdi ekki að taka leigubíl til Hafnarfjarðar þar sem hann bjó. Hann telur að hann hafi í raun verið heppinn. „Mér dettur ekki í hug að keyra fullur aftur, svo mikið er víst. Ég tók út mína refsingu, ég missti prófið. Þetta var heimskulegt uppátæki og mér blæddi fyrir. Ég var bara heppinn. Ég hugsa til baka: Djöfulsins fífl var ég, hvað ef ég hefði keyrt á einhvern? Hvað ef ég hefði drepið einhvern? Hvað þá? Þá er lífið bara ónýtt. Menn verða að fara varlega.“ Sigmundur Ernir Hafði fengið sér vín með kvöldverði að loknu golfmóti MP banka og stigið síðan í pontu á Alþingi í umræðum um Icesave. Neitaði fyrst, játaði svo. Mynd SiGtryGGur Ari Guðfinna og Sveinbjörg Mættu í teiti hagfræði- og stjórnmálafræði- nema í fyrra og vöktu athygli með uppistandi sínu. Guðfinna kvaðst hafa fengið sér kannski tvö hvítvínsglös en sagði að Sveinbjörg hefði verið edrú. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.