Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Qupperneq 20
20 Fréttir Helgarblað 22.–26. maí 2015
G
runnskólinn á Hvann-
eyri verður lagður nið-
ur og húsnæði hans selt
nái tillögur starfshóps
um rekstur og skipulag
fræðslumála í Borgarbyggð fram
að ganga. Skýrsla starfshópsins var
birt í gær og hafa tillögur hópsins
um niðurskurðar- og hagræðingar-
aðgerðir þegar verið gagnrýndar
harðlega af starfsfólki og íbúum á
svæði Grunnskóla Borgarfjarðar
(GBF). Segja þeir tillögurnar þvert
á allt samráð við íbúa og gefin lof-
orð og að ekkert tillit hafi verið tek-
ið til sjónarmiða íbúa. Formaður
starfshópsins segist skilja óánægju
fólks en segir að aðgerðirnar séu
nauðsynlegar til að rétta af rekstur
sveitarfélagsins.
Forsaga málsins er að sveitar-
félagið Borgarbyggð náði ekki að
uppfylla jafnvægisreglu sveitar-
stjórnarlaga fyrir árin 2013–2015.
Tap af rekstri samstæðu nam 104
milljónum í fyrra sem þýðir að
ef fram heldur sem horfir nær
sveitarfélagið ekki að uppfylla skil-
yrðin fyrir næsta tímabil. Fyrir ligg-
ur að hagræða þarf í rekstri og fjár-
málum Borgarbyggðar þar sem
fyrri aðgerðir höfðu ekki skilað til-
ætluðum árangri. Var því samþykkt
af sveitarstjórn þann 13. mars síð-
astliðinn að stofna tvo starfshópa.
Annar tæki út rekstur og skipulag
fræðslumála en hinn eignir sveitar-
félagsins og skiluðu tillögum – sem
nú eru komnar fram.
Enn að ná áttum
Á fundum íbúa á starfssvæði GBF
hefur komið fram mikil samstaða
og eining um að halda þeim þrem-
ur starfsstöðvum sem standa að
Grunnskóla Borgarfjarðar. Íbú-
ar hafa verið uggandi yfir yfirvof-
andi niðurskurði enda náðist með
naumindum að verja Kleppjárns-
reykjaskóla fyrir fimm árum þegar til
stóð að leggja hann niður. Varð þá úr
að GBF var stofnaður með samein-
ingu skólanna á Kleppjárnsreykjum,
Hvanneyri og Varmalandi. Að sögn
starfsmanns sem DV ræddi við eru
starfsmenn starfsstöðvanna nýbyrj-
aðir að komast í gegnum þá samein-
ingu og stilla saman strengi sína á
ný. „Þá kemur þessi bommerta.“
Og tillagan nú gengur með-
al annars út á það að leggja niður
starfsstöðina á Hvanneyri. Með því
yrðu nemendur í 1. og 2. bekk sett-
ir í leikskólann á Hvanneyri en restin
flutt í grunnskólann í Borgarnesi.
Þeir sem til þekkja segja að skólinn í
Borgarnesi sé þegar of lítill og þarfn-
ist mikils viðhalds. „Hann er í raun
óboðlegur fyrir börnin sem myndu
bætast við,“ segir kennari sem DV
ræddi við.
Finnst framlag íbúa hundsað
Í aðdraganda niðurskurðartillagna
starfshópsins voru íbúasamtök á
Hvanneyri endurvakin og unnu
þau stóra og viðamikla skýrslu um
skólahald á Hvanneyri og samfé-
lagsleg áhrif þess. Er mikil óánægja
með að starfshópurinn virðist ekk-
ert tillit taka til ábendinga og vinnu
íbúa. Yfir 500 manns í Borgarbyggð
höfðu þá einnig skrifað undir áskor-
un um að starfsstöðvunum þremur
yrði hlíft. Til að setja fjöldann í hlut-
fallslegt samhengi þá samsvarar það
því að um 24 þúsund manns í Reykja-
vík hefðu skrifað undir slíka áskorun
þar. „Það hefur ekkert verið tekið til-
lit til þess í þessari ákvörðun,“ segir
kennarinn sem segir óánægjuna og
reiðina mikla. „Starfsfólkið er bálreitt
yfir þessu virðingarleysi.“
Bent er á að málið sé litið sér-
staklega alvarlegum augum þar sem
verulega hafi birt til í atvinnuupp-
byggingu á starfssvæði GBF undan-
farið. Loksins segja sumir. Er bent á
að 15 fjölskyldur hafi það sem af er
ári flutt á starfssvæði GBF. „Og stór
hluti velur að búa á starfssvæði GBF
fremur en í Borgarnesi. Þau eru að
velja þennan sveitaskóla.“ Máli sínu
til stuðnings benda andstæðingar
tillögunnar á að Hvanneyrardeild
GBF hafi komið sérstaklega vel út úr
könnunum, varðandi bæði námsár-
angur og líðan nemenda.
Er þegar búið að boða til íbúa-
fundar strax á mánudagskvöld til
að bregðast við því sem margir vilja
meina að sé aðför að skólastarfinu.
Undir þetta höfðu rektor og yf-
irstjórn Landbúnaðarháskóla Ís-
lands tekið í lok mars þar sem lýst var
áhyggjum vegna fyrirhugaðs niður-
skurðar á rekstri grunnskólans. Í yf-
irlýsingu sagði meðal annars: „Að-
för að grunnskólahaldi á Hvanneyri
yrði um leið aðför að Landbúnað-
arháskólanum og öðrum stofnunum
á staðnum og því fólki sem lagt hef-
ur allt sitt í eignakaup í samfélagi sem
það hefur trú á til framtíðar.“
Skilur óánægju íbúa
„Ég skil það mjög vel,“ segir Guðveig
Eyglóardóttir, formaður starfshóps-
ins og formaður byggðarráðs Borgar-
byggðar, aðspurð um hvort hún skilji
óánægju íbúa og starfsfólks.
„Í svona litlu samfélagi eins
og Hvanneyri er þetta skiljanlegt.
Skólinn er hjartað í staðnum og hef-
ur mikla þýðingu fyrir samfélagið.
En það blasti við okkur eftir kosn-
ingar, þegar ný sveitarstjórn tók við,
að í kjölfar nýrra kjarasamninga og
fleira hafa rekstrargjöld sveitarfélaga
hækkað mjög mikið og þetta þekkist
úti um allt land. Ástæðan fyrir því að
við fórum aðeins dýpra í þessa hag-
ræðingarvinnu en aðrir er að sveitar-
félagið stenst ekki þessa þriggja ára
jafnvægisreglu. Við höfum fengið
bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga
þar sem við erum beðin um að gera
grein fyrir því hvernig við ætlum að
standa undir rekstrinum.“
Ekki annar Reykjanesbær
Guðveig bendir á að fræðslumál séu
stærsti útgjaldaliður Borgarbyggð-
ar þar sem 60 prósent tekna sveitar-
félagsins fari í málaflokkinn. „Við
stöndum frammi fyrir því að þurfa
að brúa 100–150 milljóna króna gat
til að rekstur sveitarfélagsins standi
undir sér og við lendum ekki í sömu
stöðu og Reykjanesbær.“
Ná þurfi tökum á rekstri sveitar-
félagsins, lögum samkvæmt. „Það er
ekki þannig að það sé einhver sér-
stakur pólitískur vilji fyrir því að loka
stofnunum eða skerða þjónustu. En
auðvitað skil ég fólk. Það er mjög
eðlilegt ef verið er að breyta einhverri
þjónustu og skerða hana að þá er
ónægja með það. Og við erum ekki í
þessari vinnu með glöðu geði, þetta
er bara verkefni sem við verðum að
takast á við. Þetta er 3.500 manna
sveitarfélag og við þurfum að ná tök-
um á rekstrinum til að geta haldið
uppi þeirri þjónustu sem okkur ber
að sinna.“
Slæm staða blasti ekki við
Guðveig segir, varðandi ásakanir um
að kosningaloforð um að skólunum
yrði hlíft hafi verið svikin, að staða
sveitarfélagsins og tap hafi ekki blas-
að við þeim fyrirfram. „Þannig að við
erum að reyna að aðlaga okkur að
því.“
Aðspurð hvort fyrir liggi hvort ein-
hverjir missi vinnuna segir Guðveig
að lagt sé upp með að geta boðið
flest öllum, sem breytingarnar ná til,
vinnu á öðrum starfsstöðvum.
Skólinn í stakk búinn
að taka við börnum
Um tillögurnar sjálfar bendir Guð-
veig á að það taki 10 mínútur að keyra
frá Hvanneyri til Borgarness þar sem
skólabíll færi á milli. Hún vísar þeirri
gagnrýni á bug að grunnskólinn í
Borgarnesi sé ekki í stakk búinn eða
í ástandi til að taka við þeim börnum
sem þangað yrðu flutt. Dæmi séu um
að 350 börn hafi verið í grunnskólan-
um en þau séu nú um 300. Eftir 2–3 ár
verði þau um 330 þegar mest lætur.
Ein tillagan gangi út á að 10. bekkur
grunnskólans fari inn í menntaskóla
Borgarfjarðar sem myndi rýma enn
til í grunnskólanum.
„Sveitarfélögin hafa gríðarlegt
magn af fermetrum til að viðhalda
og þegar reksturinn er ekki betri en
þetta þá verður viðhaldið nú ekki
gott. En húsnæðið á Hvanneyri krefst
líka viðhalds og vonumst við til að
með því að selja það húsnæði séum
við að losa okkur við eina af þess-
um fjölmörgu eignum sem kalla á
viðhald. Það hefur einnig verið að
störfum vinnuhópur um að gera
breytingar og stækka grunnskólann,
en hann er alveg fullkomlega í stakk
búinn til að taka á móti öllum þess-
um nemendum.“ n
„Starfsfólkið er
bálreitt yfir þessu“
n Grunnskólinn á Hvanneyri verði lagður niður vegna sparnaðar n Vilja ekki enda eins og Reykjanesbær
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is „Við stöndum frammi fyrir því að
þurfa að brúa 100–150
milljóna króna gat til að
rekstur sveitarfélagsins
standi undir sér og við
lendum ekki í sömu stöðu
og Reykjanesbær
Aðför að skólastarfi
Starfshópur á vegum Borg-
arbyggðar hefur lagt til að
Grunnskólinn á Hvanneyri verði
lagður niður og nemendur
færðir yfir í Grunnskólann í
Borgarnesi. Niðurskurðar-
áformin hafa verið kölluð aðför
að skólastarfi á Hvanneyri.
Mynd GooGlE MApS
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Nú er tækifærið!
Stutt sumarnámskeið 26. maí - 8. júní
E
F
L I
R
a
lm
a
nn
a t
en
g
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s k
h
ö
nn
un
Skráning hafin í síma 5813730
JAZZBALLETT FYRIR 6-7 ÁRA, 8-9 ÁRA OG 10-12 ÁRA
JAZZ- OG NÚTÍMADANS FYRIR 13 – 15 ÁRA
Nánari upplýsingar á www.jsb.is
Viltu gerast vinur JSB?
Danslistarskóli JSB er á facebook
Danslistarskóli JSB
er samstarfsaðili
að Frístundakorti
Reykjavíkurborgar
fyrir 3-5 ára
dans- og leikjanámskeið
Fullbókað er á
Nýr hópur á mið og fös kl 17:30
Hringdu núna til að bóka pláss