Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 21
Fréttir 21Helgarblað 22.–26. maí 2015
S
igurður Ingi Jóhannsson sjáv
arútvegsráðherra segir að
markaðsleið við úthlutun
kvóta hafi verið athuguð og er
mótfallinn henni.
Frumvarp hans um úthlutun mak
rílkvóta til sex ára er enn til afgreiðslu
á þingi en varla er við því að búast
að það verði afgreitt óbreytt. Á hinn
bóginn er að sjá sem vaxandi vilji sé
til þess að setja makrílkvótann – eða
hluta hans – á opinbert uppboð og
kanna hvort ríkissjóður geti ekki með
þeim hætti innheimt veiðigjald sem
útvegsmenn ákveði sjálfir með því
verði sem þeir væru reiðubúnir til að
greiða fyrir kvótann.
Í sérstökum umræðum á Alþingi
síðastliðinn fimmtudag um mark
aðslausnir í sjávarútvegi var tekist á
um þá aðferð að bjóða aflakvóta upp
á markaði. Guðmundur Steingríms
son, Bjartri framtíð, sagði að ef það
yrði gert þyrfti ekki lengur að deila um
eignarhald almennings á auðlindinni
og stjórnmálin þyrftu ekki lengur að
hafa afskipti af ákvörðun veiðigjalds;
útvegsmenn myndu ákveða það sjálf
ir á markaði.
Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð,
var málshefjandi og sagði að nú hefðu
um 34 þúsund manns skrifað und
ir ákall til forseta Íslands um að vísa
málinu í þjóðaratkvæði, verði makr
ílfrumvarp Sigurðar Inga óbreytt að
lögum. Makríllinn hefði skilað þjóð
inni og sjávarútveginum 24 milljarða
króna tekjum í fyrra. Nú væri ætlun
in að leggja 10 króna auka veiðigjald á
hvert kíló en enginn vissi hvernig ráð
herra hefði fundið það gjald út. Best
væri að finna verðið á uppboði á opn
um markaði. Útgerðin vissi betur en
stjórnsýslan hve hátt gjald væri hægt
að greiða til þjóðarinnar hverju sinni.
„Útgerðin borgar þá það sem hún get
ur en ekki meira.“
Uppboð: Flókin staða
í Færeyjum
DV greindi frá því í vikunni hvern
ig Færeyingar hefðu árið 2011 fengið
1,4 milljarða króna í landssjóð með
því að bjóða upp 20 þúsund tonn af
150 þúsund tonna heildarkvóta Fær
eyinga það árið. Hæsta verð var um
eða yfir 90 krónur íslenskar fyrir kíló
af makríl, en uppboðið var haldið í
þremur atrennum af óháðum aðila.
Jens Helgi Toftum í færeyska sjáv
arútvegsráðuneytinu segir að engin
áform séu um að viðhafa uppboð á
makrílkvóta þetta árið. Veiðiheimild
ir þessa árs eru tæp 133 þúsund tonn.
„Núverandi samsteypustjórn hefur
hvorki áform né hefur hún ákveðið
neitt um að selja makrílkvóta á opin
beru uppboði. Þetta er hluti af póli
tískri umræðu og það eru fleiri innan
stjórnmálanna sem styðja opinbert
uppboð til að útdeila kvóta, sérstak
lega varðandi makríl. Sem stend
ur lítur þó ekki út fyrir að pólitískur
meirihluti sé fyrir slíku,“ segir Jens
Helgi í svari til DV.
Lífleg umræða
Þorkell Helgason, stærðfræðingur
og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, setti
fram hugmyndir um uppboð á kvóta
þegar á níunda áratug síðustu ald
ar. Hann flutti um þetta erindi í Fé
lagi viðskipta og hagfræðinga síð
astliðinn fimmtudag. Þess má geta
að Þorkell og Jón Steinsson, hag
fræðingar, skiluðu áliti um þetta í
stórri skýrslu sem gerð var á síðasta
kjörtímabili af nefnd sem Guðbjartur
Hannesson stýrði. Sú nefnd hafnaði
markaðsleið (uppboði eða fyrningar
leið) en mælti með svonefndri samn
ingaleið.
Þorkell benti meðal annars á að
lög um stjórn fiskveiða sé í raun saga
endalausra reddinga og plástra. Frá
árinu 1990 hefur lögum um stjórn
fiskveiða verið breytt á Alþingi 50 til
60 sinnum. Í grein í Morgunblaðinu í
nóvember 1987 skrifaði Þorkell með
al annars: „Ekki leikur vafi á því að
kvótakerfið, sem tekið var upp 1984,
er spor í rétta átt. Úthlutun kvóta mun
þó sífellt valda úlfúð. Eina færa leiðin
er sú að hið opinbera selji aflakvót
ann. Kvótasala stuðlar að hagkvæm
astri útgerð og tryggir jafnframt eðli
lega hlutdeild allrar þjóðarinnar í
þeim aukna arði sem vænta má af
fiskveiðum í kjölfar bættrar stjórn
unar.“
Þorkell segir að þótt markaðs og
uppboðsleið yrði farin nú væri hvorki
lagalega né siðferðilega hægt að inn
kalla aflahlutdeild fyrirvaralítið og
því þurfi ríkið að taka kvótann til sín
í þrepum og setja á uppboð til að
skapa svigrúm til aðlögunar. Kvóta
hafar væru þó fjarri því verr settir
innan markaðskerfis en í núverandi
kerfi. Þeir greiddu veiðigjald sam
kvæmt útreikningum frá ári til árs í
núverandi kerfi og áhætta umtals
verð vegna óvissu um framtíðina.
Í markaðskerfi greiddu þeir gjald á
uppboði til að viðhalda kvótastöðu
sinni og áhætta um framtíðina væri
lítil.
Deilur frá upphafi
Sigurður Ingi sagði í framangreind
um umræðum á Alþingi að kvóta
kerfið íslenska væri hagkvæmt og
hefði skilað miklum árangri, með
al annars með markaðslausnum
í mörgu tilliti. Það kæmi þó ekki í
veg fyrir deilur og ósætti, einkum
um eignarhald á auðlindinni og um
veiðigjald. Þess má geta að ósætti
milli stjórnarflokkanna um heildar
breytingar á fiskveiðistjórnun varð til
þess í vetur að Sigurður Ingi hætti við
að leggja fram slíkt frumvarp. Hann
glímir auk þess við harkalega and
stöðu við það makrílfrumvarp sem
nú liggur fyrir þinginu.
Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð,
kvaðst ekki með öllu ósátt við kvóta
kerfið sem slíkt heldur hitt að enn,
árið 2015, væri ætlun stjórnvalda að
gefa veiðiheimildir. n
Útgerðin ákveði sjálf
veiðigjald á uppboði
n Vaxandi umræður um leiðir til gjaldtöku fyrir aðgang að auðlindum sjávar
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
Enn er deilt Þorkell Helgason setti fram
hugmyndir um markaðsleið í sjávarútvegi í
blaðagrein þegar árið 1987.
Færeyjar Fullyrt er að í færeyskum
stjórnmálum sé meirihlutavilji fyrir
uppboðum á makrílkvóta þótt varla
verði af uppboðum á þessu ári.
Auðlind á flakki
Makríll gaf 24
milljarða króna í
þjóðarbúið í fyrra.
Augnheilbrigði
Hvarmabólga og þurr augu.
Thealoz inniheldur trehalósa sem er
náttúrulegt efni sem finnst í mörgum
jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru
umhverfi. Trehalósi eykur viðnám
þekjufrumna hornhimnunnar gegn
þurrki.
Fæst í öllum helstu apótekum.
Thealoz dropar
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn
þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum.
Blephagel gel
Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og
alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir
augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað.
Blephaclean blautklútar
Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og
ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á
þrota í kringum augun.