Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 22.–26. maí 2015 Barn tjóðrað fast heima hjá sér Telpa sem fékk heilablóðfall fær ekkert að hreyfa sig A ðstæður ungrar kínverskr- ar telpu hafa vakið mikla reiði í Kína og víðar. Barnið, Yang Xiaoyu, sem varð fyrir heilaskaða, hefur verið bundin við heimili sitt, bókstaflega, frá því að hún var sex ára. Telpan fékk blóð- tappa í heila þegar hún var ung- barn. Skortur á læknisþjónustu og umönnun hefur orðið til þess að heilaskaðinn er varanlegur. Hún er flogaveik og algjörlega ósjálfbjarga. Hún getur ekki talað eða tjáð sig og fær til þess litla sem enga aðstoð. Stúlkan er tólf ára í dag. Hún fær að vera úti á daginn, en er þá bundin við tré. Á kvöldin er hún bundin föst við gluggakistu á heimili sínu. Hún fær lítið svigrúm til að hreyfa sig og er ávallt tjóðruð við eitthvað. Myndir af henni og þjáningum hennar rötuðu á netið og vöktu hörð viðbrögð. Foreldrar hennar eru afar fátækir og búa á heimili sem er í mik- illi niðurníðslu. Faðir hennar seg- ir að til þess að Yang Xiaoyu fari sér ekki að voða verði hann að hafa hana í bandi og gefur henni aðeins um eins metra slaka. „Ég verð að hafa hemil á henni, ég hef ekkert val. Hún hleypur annars bara í burtu,“ seg- ir faðir hennar, Yang Hu. „Þegar við erum heima er hún bundin föst í eld- húsinu, en þegar ég fer út að vinna reyni ég að finna gott tré með skugga þar sem hún getur setið,“ segir hann. Eftir umfjöllum heimsfjölmiðla mun lögreglan vera að skoða aðstæður barnsins. n Örvænting ebólu-barnanna n Þúsundir barna eru munaðarlaus eftir faraldurinn n Neydd í vændi til að lifa af Þ ótt ebólu-faraldurinn sé ekki lengur á allra vörum er fólk- ið í ríkjunum sem urðu hvað verst úti enn að glíma við af- leiðingar hans. Þá sérstak- lega börn, sem nú standa uppi for- eldra- og fjölskyldulaus og þurfa að bjarga sér. Frá Síerra Leóne berast nú fréttir af því að munaðarlaus börn séu skilin eftir á vergangi, svöng, heimilislaus og algjörlega umkomu- laus. Fréttir berast einnig af því að börn séu jafnvel neydd í kynlífsánauð í ríkinu. Ekki lokið Ebólu-faraldrinum er ekki lokið, þótt verulega hafi dregið úr útbreiðslu sjúkdómsins. Ebólu-faraldurinn er sá stærsti í sögunni, en ebólu varð fyrst vart á áttunda áratug síðustu aldar. Ebóla er lífshættulegur sjúk- dómur sem nánast ómögulegt er að lækna. Hann smitast auðveldlega með líkamsvessum þeirra sem þegar eru orðnir alvarlega veikir. Þau ríki sem verst hafa orðið úti í ebólu-far- aldrinum sem geisaði á síðasta ári eru Líbería, Síerra Leóne og Gínea. Enn greinast ný tilfelli í Gíneu, Síerra Leóne og í Líberíu. Í þessari viku hafa til að mynda 35 tilfelli verið greind í Síerra Leóne og Gíneu. Á vef WHO, Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, kemur fram að mörg tilfellanna í Gíneu eru rakin aftur til jarðarfarar sem fór fram um miðjan apríl. Þá voru níu tilfelli, af þeim 27 sem greindust þar í heildina, órekjanleg, sem gefur til kynna að sóttkvíarúrræði sem sett hafa ver- ið upp séu ekki að virka sem skyldi. Bresku góðgerðarsamtökin Street Child telja að þau viti af 12 þúsund munaðarlausum börnum og telja víst að ótalin séu þúsundir fleiri barna. Útskúfun Börnin sem eftir sitja búa við útskúf- un, fátækt, skort á menntun og nær- ingarskort. Hræðslan við sjúkdóminn varð til þess að þeir sem smituðust og ættingjar þeirra urðu jaðarsett. Börnin geta mörg hver ekki snúið aftur í skóla, enda bera þau ábyrgð á fjölskyldum sínum. Matargjafir eru orðnar sjaldgæfari og önnur aðstoð af skornum skammti. Mariatu, 16 ára frá Síerra Léone, þurfti að taka við heimili foreldra sinna og sjá um átta yngri systkini sín á meðan foreldrar hennar voru í sóttkví. Til þess að fæða systkini sín þurfti hún að leita til ná- granna síns og bauð honum kynlíf í staðinn fyrir mat. Hún er nú barns- hafandi. Móðir hennar lifði af ebólu- smitið, en faðir hennar lést. Mariatu og systkini hennar vinna alla daga í steinnámu. Þau selja steinana og reyna að framfleyta sér þannig. Usman Kanu, 16 ára, missti föður sinn í faraldrinum. Hann þarf að sjá móður sinni og þremur systkinum farborða. Hann reyndi sjálfsvíg eft- ir mikla útskúfun þar sem fjölskylda hans var hundsuð og gerð útlægð. Ráða illa við aðstæður Street Child tekur það fram að börn- in þurfa að glíma við hluti og ástand sem þau ráða illa við. „Þau vita ekki hvaðan næsta máltíð kemur og vita ekki hvort samfélagið mun taka við þeim aftur. Þau vilja öryggi og ást, eins og allir aðrir,“ segir í skýrslu samtakanna. „Þau sem lifðu af faraldurinn eru einn viðkvæmasti hópurinn. Ör- vænting þeirra getur orðið til þess að þau leita í vændi,“ segja samtökin og benda á að fyrir vikið geti þau lent í höndum grimmra aðila sem geti hagnýtt þau og misnotað. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Örvænting þeirra getur orðið til þess að þau leita í vændi. Viðkvæmasti hópurinn Börn fylgjast með hjálp- arstarfsmanni að vinnu í Malí. Standa ein Börnin sem eftir sitja búa við útskúfun, fátækt, skort á menntun og næringarskort.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.