Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Page 32
Helgarblað 22.–26. maí 201532 Fólk Viðtal „ég gleymdi sársaukanum á sviðinu“ B laðamaður hittir Jóhönnu Guðrúnu á uppáhalds kaffi­ húsinu hennar í Hafnarfirði, en hún fullyrðir að þar fáist besta kaffið á landinu. Það heitir Pallet kaffikompaní og er lítið, krúttlegt kaffihús við Norðurbakka. Hún er augljóslega fastagestur, geng­ ur beint að afgreiðsluborðinu þegar hún kemur inn og pantar án þess að hika. Þegar kemur að því að borga dregur hún hálf vandræðaleg upp buddu, fulla af smápeningum, og spyr hvort hún megi vera óþolandi og borga með klinki. Þó það nú væri, segir kaffibarþjónninn og saman telja þau peningana þangað til rétt upphæð fæst. Hafnarfjörður er hennar heimabær, þar er hún fædd og uppalin og vill helst hvergi annars staðar vera. Og nú eru hún og Davíð Sigurgeirsson, kærastinn hennar, búin að festa kaup á íbúð í bænum. Hún er ánægð með að vera kom­ in aftur heim í fjörðinn eftir að hafa freistað gæfunnar í Noregi í tvö ár. „Við ákváðum að prófa að skella okkur út því umboðsmaðurinn minn var norskur. En ég hef alltaf verið mjög heimakær. Þótt mér þyki gaman að ferðast, þá er allt annað að flytja út. Ég er búin að prófa það núna og fílaði það ekki,“ segir hún hreinskilin en viðurkennir að það sé mun einfaldara að lifa á tónlistinni í Noregi en hérna heima. Þar þurfti hún að spila minna til að eiga fyrir salti í grautinn, eins og hún orðar það sjálf. Leið ekki vel í hjartanu Parið bjó í Noregi í tvö ár, en Jó­ hanna Guðrún var komin með heim­ þrá töluvert áður en þau sneru aftur til Íslands 2013. „Það gekk mjög vel hjá okkur úti, en fjölskyldan og fleira á Íslandi togaði í mig. Það var aðal­ lega ég sem vildi fara heim, ég er svo mikil fjölskyldukona og eyði miklum tíma með fjölskyldunni. Mér fannst þetta fínt í rúmt ár, en eftir þann tíma fór að toga í mig að koma heim. Ég var orðinn þreytt á því að vera ekki heima. Og þegar upp var staðið þá langaði mig ekki að búa úti lengur.“ Jóhanna segist mögulega geta hugsað sér að búa í Bandaríkjunum, ef til þess kæmi að hún flytti aftur af landi brott. Hún er samt efins. „Ég veit ekki hvort ég gæti það. Málið var nefnilega ekki að við fíluðum okkur ekki í Noregi, við bjuggum í stóru einbýlishúsi og þetta var mjög fínt. En ef manni líður ekki vel í hjartanu þá þýðir ekkert að rembast. Manni verður sama um allt annað.“ Dregur mörkin við bari Í Noregi snerist líf Jóhönnu Guð­ rúnar bara um að syngja, ekki ólíkt því sem það gerir á Íslandi. En hérna heima er hún þó líka að kenna söng og hefur gert um hríð. Hún tekur fólk í einkatíma og hefur mjög gam­ an af. Finnst fínt að hafa það með söngnum. „Ég býð upp á námskeið fyrir fólk á öllum aldri. Það er mjög skemmtilegt hvað ég fæ fjölbreytta einstaklinga sem eru að koma af mismunandi ástæðum,“ segir hún og brosir. Henni finnst frábært að geta miðlað sinni þekkingu og reynslu af söngnum til annarra með þessum hætti. En fyrst og fremst er hún söng­ kona. „Ég vinn við að syngja og hef gert síðastliðin tíu, ellefu ár. Þessi ís­ lenski bransi er þannig að allir sem vinna í tónlist eru í alls konar verk­ efnum. Það er sama fólkið sem er að spila á börunum og í Eldborg. En það gerir okkur á Íslandi auðvitað mjög fjölhæf. Við þurfum að hafa mikla dýpt sem listamenn því við þurfum að geta brugðið okkur í alls konar hlutverk. Annars þrífst maður ekki á þessu.“ En Jóhanna Guðrún hefur verið heppin, hún hefur getað valið úr verk efnum og þarf ekki alltaf að stökkva á það sem henni býðst. „Ég hef verið heppin og getað dregið mörkin við að syngja á börum. En margir af okkar fremstu söngvurum eru að syngja á börum og ég dáist að þeim. Það er rosaleg keyrsla að spila frá miðnætti til fjögur á nóttunni. Það er líka erfitt að vera í Eldborg eina helgina og svo á English pub þá næstu, þar sem ölvað fólk er að öskra upp í eyrað á þér og heimta óskalög.“ Henni finnst hins vegar skemmti­ leg tilbreyting að syngja á böllum og reynir að gera það af og til. Fyrsta sólóplatan níu ára Jóhanna Guðrún hefur sungið frá því að hún man eftir sér og það kom aldrei neitt annað til greina en að hún yrði söngkona. Hún var aðeins átta ára gömul þegar María Björk Sverrisdóttir, söngkona og söng­ kennari, uppgötvaði hana í keppni vegna barnaplötu sem hún var að vinna að. Jóhanna Guðrún vann þó ekki keppnina, heldur varð í sjötta sæti af um hundrað keppendum. Þessi unga söngstjarna heillaði Maríu Björk engu að síður upp úr skónum og hún vildi fá hana í söng­ skólann sinn. Það má í raun segja að þar hafi söngferill Jóhönnu Guð­ rúnar hafist. En um ári síðar gaf hún frá sér sína fyrstu sólóplötu sem bar heitið Jóhanna Guðrún 9 ára. Fljót­ lega fóru hjólin að snúast af alvöru og þá má eiginlega segja að hún hafi verið á barmi heimsfrægðar áður en hún náði unglingsaldri. Á barmi heimsfrægðar ellefu ára „Ég fékk risasamning í Bandaríkj­ unum, hjá Tommy Mottola, þegar ég var ellefu ára. Hann er fyrrver­ andi maðurinn hennar Mariu Carey og var sá sem kom henni á framfæri. Celine Dion og fleiri flottar söngkon­ ur voru líka hjá honum. Hann var yfir Sony á heimsvísu, en þegar ég fór á fund til hans, ellefu ára gömul, þá var hann að stofna sitt eigið fyrir­ tæki og vildi frekar taka mig þangað. En það er bara örlítill hluti af þeim sem fara á samning sem fara alla leið. Það er oft eitthvað sem kemur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu þegar hún var níu ára og því barnastjarna með réttu. Nú er hún hins vegar orðin fullorðin kona og lifir á söngnum, eins og hana dreymdi um. Það var mikill stökkpallur fyrir hana að ná öðru sæti í Eurovision árið 2009 með laginu Is it true? Tveimur árum síðar flutti hún til Noregs ásamt kærastanum sínum þar sem tækifæri opnuðust í tónlistinni. En heimþráin togaði Jóhönnu Guðrúnu aftur til Íslands og hún sér varla fyrir sér að flytja aftur til útlanda. Blaðamaður settist niður með Jóhönnu Guðrúnu og ræddi um tónlistina, frægðina, Eurovision, liðagigtina, sem lék hana grátt í keppninni, og draumana, sem margir hafa ræst. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Ef manni líður ekki vel í hjartanu þá þýðir ekkert að rembast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.