Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 40
Helgarblað 22.–26. maí 201540 Skrýtið Sakamál
n Perry Samuel svipti börn sín lífi n Ástæðan talin illgirni í garð móður barnanna
B
retinn Perry Samuel var í
mars árið 2007 dæmdur til
lífstíðarfangelsisvistar. Perry,
sem þá var 35 ára, hafði
viðurkennt að hafa myrt
börn sín tvö á heimili þeirra í Bodel
wyddan í Denbighshire í Wales, að
kvöldi 5. nóvember árið 2006.
Talið var að börn Perrys, Aidan,
þriggja ára, og Caitlin, fimm ára,
hefðu orðið bitbein í deilu foreldra
sinna og að hann hefði myrt þau
vegna illsku í garð barnsmóður
sinnar. En í reynd hvílir sú vitneskja
hjá Perry einum.
Dómarinn ómyrkur í máli
John Rogers, dómarinn í máli
Perrys, fór ekki í launkofa með
skoðun sína og sagði að hreinn og
klár illvilji í garð móður barnanna
hefði ráðið för hjá Perry þegar hann
fyrirkom börnum sínum.
Þegar John Rogers kvað upp
dóminn sagði hann: „Þú tókst þau,
annað á eftir hinu, og lagðir hönd
fyrir vit þeirra, skeyttir engu hvern
ig þau brutust um örvæntingarfull
í von um að geta dregið andann.
Þetta gerðir þú þar til lífsandinn hafði yfirgefið líkama þeirra.“
Síðan bætti dómarinn við: „Þú
misnotaðir mikilvægustu hlið
trausts; traustið á milli föður og
barna.“ John Rogers sagðist vita að
Perry gengi ekki fullkomlega heill
til skógar í andlegum skilningi og
mætti leiða að því líkur að það hefði
haft einhver áhrif á atburðarásina,
en „ég er þeirrar skoðunar að hvat
inn hjá þér hafi eingöngu verið ill
girni í garð móður barnanna“.
Þunglyndi í kjölfar aðskilnaðar
Fyrir dómi var reifað samband
Perrys og móður barnanna, Söruh
Graham, og fram kom að þau hefðu
á einum tímapunkti skilið að borði
og sæng. Þau sambúðarslit höfðu
valdið Perry miklu hugarangri.
Perry og Sarah höfðu þó tekið
saman aftur og sú var staðan þegar
Perry svipti börn sín lífi. Einnig
var opinberað að Perry hefði lesið
smáskilaboð á síma Söruh og þau
kynnu að hafa vakið með honum
grunsemdir um að hún væri í tygj
um við annan mann.
Hvað sem því líður þá gæti Steph
en Riordan, verjandi Perrys, hafa
hitt naglann á höfuðið þegar hann
sagði að sannleikann í málinu „væri
eingöngu að finna í höfði Perrys“.
„Allt fór til fjandans“
Upphaflega hafði Perry sagt lög
reglu að börnin hefðu verið í baði
og hann minnti að hann hefði ver
ið úti á tröppum á fá sér sígarettu –
og heyrt þangað gleðileg buslhljóð
að ofan. Að sögn Stephens Riordan
sagði Perry við lögregluna að síðan
hefði „allt farið til fjandans“.
Riordan hélt áfram: „Hann
[Perry] man eftir að hafa kropið við
baðkarið og fallið á vegginn. Peysan
hans blotnaði og hann fór úr henni.
Börnin voru í baðkarinu.“ Að sögn
verjandans var Perry of skelfdur til
að hafa samstundis samband við
lögregluna.
Líkskoðun leiddi í ljós að börnin
höfðu dáið einhvern tímann á milli
klukkan níu og hálf tíu að kvöldi 5.
nóvember, 2006, en Perry hafði fyrst
samband við lögregluna rétt fyrir
klukkan ellefu.
Martröð í vöku
Móðir barnanna, sem hafði ver
ið á tónleikum ásamt vinum í Man
chester þetta örlagaríka kvöld, sagði
eftir dómsuppkvaðninguna að engin
fangelsisvist yrði nógu löng til að af
saka Perry fyrir að hafa svipt börn
hennar lífi, eða réttlæta þá „martröð
sem ég og fjölskylda mín upplifum í
vöku vegna þessa manns“.
Sagðist hún óska þess að fá að
sofna svefninum langa, hún þjáð
ist af stöðugri martröð og óendan
legum sársauka. Hún vissi að sam
band hennar og Perrys hefði ekki
verið fullkomið en hún hefði talið
hann elska hana og börnin og
myndi aldrei gera þeim mein, hvað
þá myrða þau.
„Það versta við þessa martröð
alla er vitneskjan um að börnin
þjáðust,“ sagði Sarah. n
Sarah Graham Lifir í martröð vegna
gjörða barnsföður síns.
„Það versta við
þessa martröð alla
er vitneskjan um að börn-
in þjáðust,“ sagði Sarah.
Myrti börn sín tvö
Fékk lífstíðardóm
„Allt fór til fjandans,“
sagði Perry við yfir-
heyrslu.
Börnin tvö Aidan
og Caitlin guldu fyrir
ósætti foreldra sinna.