Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Qupperneq 46
Helgarblað 22.–26. maí 201546 Lífsstíll Þ ví er ekki að neita að margir hafa lúmskt gaman af Eurovision. Þrátt fyrir það er misjafnt hversu glatt fólk er við að auglýsa þennan áhuga. Það stendur þó ekki á Hildi Tryggvadóttur Flóvenz en hún er opinber, metnaðarfullur og ein- lægur Eurovision-aðdáandi. Hildur hefur gengið svo langt að stofna fé- lagasamtök áhugafólks um Söngva- keppni evrópskra sjónvarsstöðva ásamt því að halda úti heimasíð- unni Allt um Júróvisjon. Hildur deil- ir hér reynslu sinni með lesendum og kryfur ýmsa vinkla keppninnar í ár. Ástralía með í ár Aðspurð hvað sé óvenjulegt við keppnina í ár stendur ekki á svör- um hjá Hildi enda hefur hún nýtt tím ann vel undanfarið og kynnt sér hvert smáatriði til hlítar. „Það má alveg segja að það sé eitt og annað óvenjulegt við keppn- ina í ár. Auðvitað er það misóvenju- legt þó. Það sem ber hæst í óvenju- legheitum er auðvitað að Ástralía er með í ár. Í Ástralíu hefur löngum verið mikill áhugi á keppninni og þeir hafa rifið sig upp á sunnudags- morgnum til að horfa. Þeir fengu því boð frá EBU (European Broad- casting Union) um að taka þátt í ár enda fagnar keppnin 60 ára afmæli sínu. Fleira sem er óvenjulegt er að það eru þrír kynnar auk kynnis í græna herberginu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eru þrír kynnar en þeir eru alla jafna tveir. Það sem er líka óvenjulegt (en líka ánægjulegt!) er að kynnarnir þrír eru allir kven- kyns en það er í fyrsta skipti sem það gerist. Það má svo segja að það sé örlítið óvenjulegt hvað margar ballöður eða lög í rólegri kantin- um eru að keppa í ár og lítið um júrópoppsmelli. Að lokum finnst mér óvenjulegt að skipta út mynd- vinnsluteymi sem hefur unnið að keppninni í mörg ár á einu bretti.“ Má brjóta hefðir? En hvernig heldur „alvöru“ aðdá- andi upp á hátíðina? Eru einhverj- ar hefðir sem ekki má brjóta og ekki síst, hvernig fer aðdáandi eins og hún út fyrir þægindarammann sinn í þessu samhengi? „Hjá mörgum aðdáendum er ekki í boði að fara mikið út fyrir kassann þegar kemur að keppninni og þeir halda í hefðir hvað varðar áhorf. Hins vegar má alveg segja að með tilkomu FÁSES (Félag áhuga- fólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) hafi einhverj- ir aðdáendur stigið út fyrir kassann bara með því að koma og vera með í starfi klúbbsins. Þar er margt brall- að, menn spreyta sig í spurninga- keppnum, syngja í karókí, taka að sér trúnaðarstörf, skrifa á vefsíðu fé- lagsins, tjá sig opinberlega í viðtöl- um, mæta í upptökur í sjónvarps- sal, fara í partí með fólki sem það hefur ekki hitt áður og margt fleira. Sjálf fór ég alveg út fyrir kassann sem Eurovision-aðdáandi þegar ég fór fyrst út á keppnina með blaða- mannapassa um hálsinn og fór að færa fréttir í gegnum vefsíðuna Allt um Júróvisjon en hafði aldrei komið nálægt fjölmiðlastörfum áður.“ Bestu hátíðarhöld ársins Margur kann að halda að fyrir sann- an Eurovision-aðdáanda sé stans- laust stuð í kringum keppnina sjálfa. Því fer þó fjarri ef marka má frásagn- ir Hildar en þær líkjast helst vinnu- törn í meðalstóru fyrirtæki. „Áður fyrr hélt ég Eurovision há- tíðlega með því að horfa alltaf með vinahópnum á keppnina en eft- ir að við Eyrún Ellý Valsdóttir sett- um vefsíðuna Allt um Júróvisjon- vefsíðuna í loftið árið 2010 og eftir að við, ásamt fleiri eldheitum að- dáendum, stofnuðum FÁSES árið 2011 hafa hátíðarhöldin breyst mik- ið. Undirbúningurinn verður marg- falt meiri og síðustu vikurnar fyr- ir lokakvöldið eru undirlagðar í Eurovision þar sem spáð og spek- úlerað er í Eurovision frá öllum hliðum, umfjöllun á Öllu um Júró- visjon er skipulögð, starfsemi FÁSES á vettvangi er skipulögð, Fréttabréf FÁSES er komið í hendur félaga og fleira. Þetta geri ég í samhentum hópi félaga minna og úr verða bestu hátíðarhöld ársins!“ Féllust í faðma Hildur hefur marga fjöruna sop- ið í tengslum við Eurovision en því fer fjarri að hún sitji bara við imb- ann með snakk í annarri og stiga- töflu í hinni. Hún hefur margoft sótt keppnina heim á erlenda grundu, bæði sér til skemmtunar sem og öðrum til fróðleiks. Sögurnar eru því margar en nokkrar keppnir standa helst upp úr. „Það koma nokkrar keppnir upp í huga sem standa upp úr. Í fyrsta lagi er það keppnin 1999 þegar Ísland var í 2. sæti með framlagi Selmu, All out of luck. Í öðru lagi er það keppnin 2010 en þá fór ég ásamt Eyrúnu Ellý í fyrsta skipti á Eurovision en þá var keppnin haldin í Osló. Það var alveg ótrúleg upplifun að fara út og taka þátt í öllu sem fram fer í þeirri borg sem keppnin er haldin í. Í þriðja lagi er það keppnin 2011 þegar ég rétt rak inn nefið í Dusseldorf, var þar samtals í einn og hálfan sólar- hring, sá Vini Sjonna komast áfram upp úr undankeppninni og fagnaði gríðarlega við það tækifæri en við Lovísa Árnadóttir, sem þá starfaði fyrir RÚV, féllumst í faðma og hopp- uðum um í gleði okkar en við höfð- um hist í fyrsta skipti bara nokkrum klukkustundum áður. Í fjórða lagi eru það svo keppnirnar 2013 og 2014 þar sem ég fékk tækifæri til að vera úti í 10 daga á hvorri keppni og vinna með dásamlegu fólki að færa Eurovision-fréttir til aðdáenda. Þegar maður er á staðnum er svo margt frábært sem situr eftir í minningunni en ef ég ætti að velja þá stendur keppnin 2013 upp úr af þeim sem ég hef farið á. Svíum tókst að búa til einstaka stemningu í Malmö og hópurinn sem ég var í og fólkið sem ég kynntist var alveg frá- bært fyrir utan auðvitað að keppnin var sérlega skemmtileg það árið.“ n „Margt óvenjulegt við keppnina í ár“ Hildur stofnaði félagasamtök áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Aðdáandi Hildur fer ekki í grafgötur með það að hún er einlægur Eurovision-aðdá- andi. „Þegar maður er á staðnum er svo margt frábært sem situr eftir í minningunni Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.