Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 51
Helgarblað 22.–26. maí 2015 Menning 51 Opið virka daga 10 - 18, laugard. 11 - 16, sunnud. 14 - 16 Rauðarárstígur 12 - 14 sími 551-0400 www.myndlist.is Sýningar í Gallerí Fold Jarðnesk ljóð Tryggvi Ólafsson 1. - 17. maí Síðasta sýningarhelgi Geirfuglar Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir 9. - 24. maí Tinni Ole Ahlberg 9. - 24. maí Lýkur glæstum áfanga með sýningu á Áföngum það eina sem Serra hefur unnið úr steini og af þessari stærðargráðu. Hingað til hefur Serra yfirleitt notast við járn en skúlptúrar hans eru feiki- lega stórir en mínimalískir skúlptúr- ar. Af þessum ástæðum hafa áhuga- menn um Serra komið hingað til lands gagngert til þess að skoða verkið. „Maður hefur hitt pílagríma sem komu eingöngu hingað til lands til þess að skoða þetta listaverk,“ segir Hafþór. Gestum býðst að fara með báti og leiðsögumanni úr gömlu höfn- inni yfir til Viðeyjar þar sem verkið er skoðað í návígi. En þá verður einnig til staðar nokkurs konar listasmiðja fyrir börn. „Við höldum fjögur vikulöng nám- skeið fyrir börn úti í eyjunni þar sem þau fræðast um náttúruna og listina,“ segir Hafþór en námskeiðið er styrkt af bandaríska sendiráðinu. „Við mið- um við að börnin séu frá átta ára til þrettán ára. Og markmiðið er að halda þessu ódýru þannig að sem flestir geti sent börnin á námskeiðið,“ segir Hafþór. Kemur til landsins í sumar Aðspurður segir Hafþór að Serra hafi ekki komist á opnun sýningarinnar, sem var í gær, 21. maí. „Og hann var í raun dálítið hissa þegar ég hafði samband við hann og sagði honum frá sýningunni. Hann er samt mjög spenntur fyrir því að koma og stefnir á að koma hingað til lands seinna í sumar,“ segir Hafþór. En þetta er síðasta sýningin sem Hafþór sjálfur stýrir en hann hefur verið safnstjóri hjá Listasafni Reykja- víkur í tíu ár. „Þetta er bara eins og með bandaríska forsetann, maður fær tvö kjörtímabil til þess að sinna þessu verkefni,“ segir hann en í fyrstu er ráðið til fimm ára og svo var ráðn- ingin framlengd um önnur fimm ár árið 2010. Svo segir í reglum að safn- stjóri megi ekki sinna starfinu lengur. „Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt, þessi ár hafa hlaup- ið frá manni og mér líður eins og ég hafi byrjað í gær,“ segir hann um veru sína hjá safninu. „Tíu ár eru samt dágóður tími og því gott að halda áfram,“ bætir hann við. Þó er ýmislegt á döfinni hjá Hafþóri. „Ég er að flytja til Bandaríkjanna þar sem ég tek við listasafni og skúlptúr- garði á norðvesturströnd Bandaríkj- anna,“ segir Hafþór að lokum. Sýningin stendur yfir í allt sumar og lýkur 20. september. n Þ að er undarlegur ósiður með- al frændþjóða vorra að drepa stjórnmálamenn sína, og bók þessi hefst einmitt á morðinu á Olof Palme, viðburði sem setti mark sitt á norræna höfunda sem þá voru á barnsaldri eins og morðið á Kennedy gerði fyrir Bandaríkja- menn fyrri kynslóða. Og áður en yfir lýkur falla fleiri kjörnir fulltrú- ar í valinn. Höfundurinn Bengtsson er þó Jonas danskur og vakti fyrst athygli fyrir bókina Aminas breve, en lík- lega er hann þekktastur fyrir bókina Submarino, sem var kvikmynduð af meistara Thomas Vinterberg. Minnir á Terminator Hér erum við sumpart á svipuðum slóðum, ungur maður álpast frem- ur stefnulaust um á börum Kaup- mannahafnar sökum áfalls sem hann varð fyrir í æsku. Faðir hans átti við andlega erfiðleika að stríða og ól hann upp í ímynduðum æv- intýraheimi sem bókin sækir tit- il sinn til. Stundum hljómar þetta eins og Furðulegt háttalag hunds um nótt, án þess að jafn vel takist að fanga rödd sögu- manns. Stund- um minnir þetta frekar á Terminator II, þar sem barn er alið upp utan við samfé- lagið og kennt að bjarga sér án atbeina skólakerfis eða regluverks. Um miðja bók erum við síðan flutt fram í tímann, rétt fyrir síð- ustu aldamót, þegar persón- an er komin á unglings- aldur. Varla er lengur hægt að skrifa þroskasögur á Norð- urlöndunum án þess að vera bor- inn saman við Knausgård, en fæst- ir standast þann samanburð. Við komumst ekki jafn nálægt persón- unni hér, né heldur er okkur jafn annt um hana. Drukkinn Forrest Gump Þrátt fyrir hið undarlega uppeldi virðist allt blessast hjá drengnum, sem hefur tekið sér nafnið Mehmet eftir horfnum Tyrkja. Allar kon- ur sem á vegi hans verða falla fyrir hon- um, hann málar mynd- ir á fyllerí sem síðar slá í gegn í Berlín og minnir stund- um á drukkinn Forrest Gump. Við venjumst því brátt að litlar áhyggjur þarf að hafa af örlögum sögu- persónu, sem auk þess er al- ger skíthæll. Kaflar á víð og dreif fanga athygli, hvort sem það er lífið bak við tjöldin í leikhúsi (þó að erfitt sé að toppa myndina Birdman í þeim efnum) eða meðal listamanna í Berlín. Les- anda þarf því ekki að leiðast, en lík- lega hefði verið betra að taka einn af þráðunum fyrir og sinna honum af alúð, og gjarnan hefði mátt stytta bókina til muna. Maður bíður stöð- ugt eftir lokatvistinu sem setur allt í fókus, en það lætur á sér standa og sagan fjarar út. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Bækur Ævintýri Höfundur: Jonas T. Bengtsson Þýðandi: Ísak Harðarson Útgefandi: Mál og menning Undarlegt ferðalag drengs í Danmörku Mörg handtök Sýningin Serra er í fullum undirbúningi. Listasafn Reykjavíkur Þar verða til sýnis teikningar eftir listamanninn. Áfangar Tvær súlur úr umfangsmiklum skúlptúr Richards Serra í Viðey. Á vegg Skissur eftir Richard Serra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.