Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 52
Helgarblað 22.–26. maí 201552 Menning Fyllist skelfingu yfir eigin hugmyndum D álítið ævintýri er að verða til í vorbókaútgáfunni. Óþekkt- ur höfundur með sína fyrstu skáldsögu hjá forlagi sem fæstir hafa heyrt nefnt hef- ur nú setið tvær vikur í röð á sölulista og í síðustu viku stökk bók hans í efsta sæti listans. Glæpasagan Hilma eftir Óskar Guðmundsson hefur vakið mikla athygli en þó að þetta sé fyrsta bók höfundar hefur hann fengist við skriftir af kappi í nokkur ár. Hilma er löng og margbrotin glæpasaga um samnefnda rann- sóknarlögreglukonu sem í upphafi bókar er nýlaus úr haldi glæpamanna þar sem hún mátti þola hroðalega meðferð. Hún tekur að rannsaka röð sjálfsmorða manna sem virðast tengj- ast innbyrðis. Á daginn kemur að um raðmorð er að ræða en ekki sjálfs- morð. Gömul og skelfileg eineltis- mál koma einnig við sögu og tengjast meginatburðarásinni. Hilma er fagmannlega skrifuð saga, stíllinn er afar myndrænn og lifandi, atburðarásin hröð og spennandi. Það er skrýtin tilfinning eftir að hafa lesin svona flottan krimma að gúggla nafn höfundar og finna ekki neitt nema Facebook-síð- una hans og efni um aðra menn sem heita sama nafni. Þegar blaðamaður settist niður með Óskari á kaffihúsi í Kringlunni var því fyrsta spurningin óhjákvæmilega sú hver hann væri þessi maður, þessi nýi rithöfundur sem er óvænt að slá í gegn. „Ég er Garðbæingur í húð og hár og bý þar núna með konu og börnum. Ég er sjónglerjafræðingur – optiker, lærði það fag í Stuttgart. Ég hef alltaf verið listrænn, málaði til dæmis um tíma mikið af lágmyndum. Svo nýtt- ist optíkin mér þegar ég fór að hanna gleraugu fyrir erlendan aðila. Ég hélt síðan ábyggilega fyrstu gleraugnasýn- inguna sem haldin hefur verið hér á landi, í kringum 1994.“ Óskar, sem varð fimmtugur fyrr á árinu, hefur sem sagt lengi verið skap- andi. Ungur að árum ætlaði hann í kvikmyndaskóla enda var hann alltaf með tökuvél í höndunum á fram- haldsskólaárunum og var ásamt vin- um sínum alltaf að búa til sketsa um nemendur og kennara í skólanum. Langur aðdragandi að fyrstu bókinni En löngu síðar tók sköpunarþörfin að fá útrás í skrifum. Marga dreymir um að skrifa bækur og þeir eru ófáir Íslendingarnir sem ganga með bók í maganum, eins og það er kallað. Sumir komast aldrei upp á lag með að byrja, aðrir skrifa fyrir skúffuna marg- frægu. Svo eru aðrir sem manna sig upp í að kynna afurðirnar fyrir útgef- endum en þá strandar draumurinn þar – á bókamarkaðnum eru margir kallaðir og fáir útvaldir. „Ég var kominn langt með tvær til þrjár sögur áður en ég byrjaði á Hilmu. Síðan ákvað ég að taka þetta af alvöru. Tók heilt ár bara í undirbún- ing. Ég las kerfisbundið höfunda eins og Arnald, Yrsu, Nesbø, Stefán Mána og marga fleiri. Þá lá ég mikið í bók- inni Snabba Cash eða Fundið fé eftir sænska höfundinn Jens Lapidus. Ég fór að lesa öðruvísi, las þessa höfunda í tætlur, krufði bækur þeirra. Mér fannst mikilvægt að finna minn eigin tón en um leið gæta þess að vera ekki að reyna að finna upp hjólið. Um leið varð þetta ferli dálítil tilraun á sjálf- um mér – var ég tilbúinn að fara þessa leið? Hafði ég næga ástríðu til þess?“ Svarið er augljóslega já því Hilma hefur litið dagsins ljós eftir langan meðgöngutíma og Óskar er byrjaður annarri bók þar sem Hilma er líka að- alpersónan. „Hilma er augljóslega brotin manneskja. Hún er líka persóna sem hefur leyfi til að gera mistök. Jafn- framt er hún lokuð og lesandinn kynnist henni ekki nema að hluta í þessari bók. Þess vegna fannst mér spennandi að halda áfram með hana. Það eru líka alls konar þræðir og aukapersónur í bókinni sem hægt er að halda áfram með og spinna spennandi sögur úr.“ Óskar segist oft hafa fyllst angist yfir því að hann væri svo seinn til að gefa út og stundum hafi fólk spurt hann undir rós hvort hann væri nokkuð hættur við, þegar árin liðu og ekkert bólaði á bókinni. „En ég varð að gera þetta á mínum hraða og ég ákvað að láta ekkert utan- aðkomandi hafa áhrif á það. Bókin kom út þegar ég var tilbúinn.“ Einelti var kveikjan – en ímynd- unaraflið getur vakið skelfingu Einelti er mikilvægur grunn- þáttur í sögufléttunni í Hilmu en Óskar segir að upphafskveikjan að bókinni hafi verið viðtal við ungan þolanda svívirðilegs eineltis sem birtist í DV árið 2009 undir fyrir- sögninni: „Dreymdi um að myrða skólafélagana“. Það var ekki síst fyrir- sögnin sem kveikti í Óskari. „Ég var ekki lagður í einelti á mín- um skólaárum, þurfti að vísu að þola minn skammt af stríðni og átök- um eins og margir, en ekkert sem ég flokka undir einelti. Hins vegar voru sumir vinir mínir lagðir í einelti og ég tók oft stöðu með þolendum gegn gerendum.“ Óskar segist hafa kynnt sér sögu nokkurra þolenda eineltis, meðal annars stúlku sem var svo hart leikin andlega eftir einelti að hún svaf alltaf á gólfinu en aldrei í rúminu sínu – af því henni fannst hún ekki eiga neitt svo gott skilið. Það er því ljóst að harður og ljótur veruleiki er meðal þess sem höfundur hefur sótt inn- blástur í. En Þegar Óskar sækir efni eingöngu í eigin hugarheim fyllist hann stundum skelfingu yfir eigin hugmyndum. „En þær senur í bókinni sem eru hundrað prósent skáldskapur vöktu mér stundum skelfingu. Hvernig getur mér dottið annað eins í hug? hugsaði ég. Hvað segir konan mín þegar hún les þetta? Hvaða mann telur hún mig þá hafa að geyma? Þarf ég kannski að sofa á sófanum í nótt?“ Óskar hlær við síðustu athugasemdinni en bætir við í lok- in að þó að margt ljótt sé að finna í Hilmu hafi það verið markmið hans að velta lesandanum ekki upp úr viðbjóði og láta söguna síast inn í vitundina frekar en að sjokkera. n Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 VERÐMERKIBYSSUR og verðmerkimiðar Óskar Guðmundsson er að slá í gegn með fyrstu bókinni sinni Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.