Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Side 54
Helgarblað 22.–26. maí 201554 Menning
ATN Zebra 16
Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin
• Diesel
• Vinnuhæð: 16,4m
• Pallhæð: 14,4m
• Lágrétt útskot: 9,3m
• Lyftigeta: 230kg
• Aukabúnaður: Rafmagns-
og lofttenglar í körfu.
• Til afgreiðslu strax
Ýmsar aðrar ATN spjót- og
skæralyftur til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara.
Þ
að var ekki með ráðum gert að
auka hlut kvenna á hátíðinni,
það gerðist bara af sjálfu sér,“
segir Helga Rakel Rafnsdóttir,
kvikmyndagerðarkona og
talsmaður heimildamyndagerðar
hátíðarinnar Skjaldborgar. Tæplega
helmingur heimildamyndanna sem
eru sýndar á hátíðinni í ár eru eftir
konur. Þá eru heiðursgestirnir báðar
danskar kvikmyndagerðarkonur.
Einstæð mynd um Jóhönnu
Hátíðin hefst í dag, 22. maí, og er þetta
í níunda sinn sem hún er haldin.
Það er óhætt að segja að hér sé um
eina athyglisverðustu kvikmyndahá
tíð okkar Íslendinga að ræða en hún
fer fram á Patreksfirði og nýtur mikils
stuðnings heimamanna. Alls verða 16
myndir sýndar í ár og meðal mynda
er einstæð heimildamynd um síð
ustu daga valdatíðar Jóhönnu Sig
urðardóttur, fyrrverandi forsætisráð
herra. Jón Karl Helgason tökumaður
fylgdi Jóhönnu eftir í 50 daga og veit
ir þannig einstæða innsýn inn í líf Jó
hönnu, stjórnmálanna og eðli emb
ættis forsætisráðherra. Það er Björn
S. Björnsson sem leikstýrði myndinni.
Heiðursgestir konur
Heiðursgestirnir í ár eru þær Eva
Mulvad leikstjóri og Sigrid Dyekjær.
„Sigrid er svona ofurframleiðandi í
heimi skapandi heimildamynda og
þess fyrir utan flottur framleiðandi,“
útskýrir Helga Rakel aðspurð hverj
ir gestirnir séu. Eva Mulvad er heim
ildamyndagerðarkona og sló í gegn
með myndinni Enemies of happiness.
Þar fylgdist Eva með afgönsku stjórn
málakonunni Malalai Joya sem bauð
sig fram til þings í fyrstu lýðræðis
legu kosningunum í Afganistan í 30
ár. Myndin var gerð árið 2005 og vann
meðal annars til verðlauna á einni
virtustu kvikmyndahátíð veraldar,
Sundance, árið 2007. „Það sem heill
aði okkur var kannski sú leið sem þær
fóru varðandi framleiðslufyrirtæki
sitt, Danish Documentary. Nokkrar
konur stofnuðu fyrirtækið og í dag eru
um tuttugu manns að vinna hjá þeim.
Á meðal þeirra eru sex kvenkyns leik
stjórar og fjórir karlkyns. Það er rosa
lega mikill kraftur í þessu fyrirtæki og
sýnir á margan hátt möguleikana í
þessum bransa,“ segir Helga Rakel.
Fylgst með Hugleiki
Opnunarmynd hátíðarinnar verð
ur heimildamynd Evu Mulvad, The
Good life, sem er einkennileg en
forvitnileg sýn inn í heim danskra yf
irstéttarmæðgna sem búsettar eru í
Portúgal. „Við endum svo á að sýna
heimildamynd eftir Ragnar Hansson
um uppistandarann Hugleik Dags
son,“ segir Helga Rakel en í myndinni
er fylgst með Hugleiki ferðast um
landið og undirbúa sig fyrir uppi
stand í Finnlandi. „Það má segja að
þetta sé mjög athyglisvert portrett af
Hugleiki,“ segir Helga Rakel. Hugleik
ur mun að auki vera með uppistand
á hátíðinni.
Hjálpsamir heimamenn
Skjaldborgarhátíðin hefur vax
ið hægt en örugglega síðustu ár og
að sögn Helgu Rakelar hafa sigur
myndir hátíðarinnar ávallt fengið
gott brautargengi, bæði hér á landi
sem og erlendis. Má þar nefna heim
ildamyndina Salóme sem var fyrst ís
lenskra stuttmynda til þess að hljóta
verðlaun sem besta norræna heim
ildamyndin á Nordisk Panorama
hátíðinni á síðasta ári. Það var
Yrsa Roca Fannberg sem leikstýrði
myndinni og fjallaði hún á margan
hátt um samskipti Yrsu við móð
ur sína, Salóme Herdísi Fannberg
veflistakonu.
„Ég held að hátíðin sé orðin mjög
mikilvægur vettvangur fyrir heim
ildamyndagerð á Íslandi,“ segir Helga
Rakel. Hún bætir við að hátíðin hafi
ekki síst dafnað vegna mikils stuðn
ings íbúa og sveitarstjórnar á Patreks
firði. Þannig er hátíðin bæði styrkt af
sveitarfélaginu auk þess sem Lions
klúbbur Patreksfjarðar safnar nú fyr
ir fullkominni sýningarvél sem kostar
mikið fé og er varla á færi svona lítillar
hátíðar að festa kaup á.
„Þeir eru komnir langleiðina með
að safna fyrir vélinni,“ segir Helga
Rakel og því ljóst að hátíðin er ekki síst
mikilvæg fyrir bæjarlífið á Patreksfirði.
Árshátíð kvikmyndagerðarmanna
Eins og fyrr segir verða sextán
myndir sýndar á hátíðinni. „Og það
sýnir kannski helst styrk hátíðarinn
ar hvað myndirnar er fjölbreyttar,“
segir Helga Rakel. Eins og fyrr segir
má finna myndir um síðustu daga Jó
hönnu Sigurðardóttur sem forsætis
ráðherra og ævintýri uppistandarans
Hugleiks á ferðalagi sínu um landið.
Þá verður einnig myndin „Hvað er
svona merkilegt við það“ eftir Soff
íu Bjarnadóttur, rithöfund og kvik
myndagerðarmann, einnig sýnd en
sú mynd fjallar um kvennabarátt
una. Fréttakonan Alma Ómarsdóttir
sýnir einnig mynd sína, Ástandið, en
þar verður varpað ljósi á einkenni
legt tímabil þar sem konur voru beitt
ar órétti fyrir það eitt að vera í tygjum
við erlenda hermenn á stríðsárunum.
„Svo er þessi hátíð líka dálítil árshátíð
okkar kvikmyndagerðarmannanna,“
segir Helga Rakel og bætir við að það
sé mikilvægt að kvikmyndagerðar
menn eigi í samskiptum og geti bor
ið verk sín á borð fyrir kollega. Með
al annars verður þarna að finna fjögur
verk í vinnslu sem verða kynnt fyr
ir almenningi. „Og það er á margan
hátt mikilvægt út frá mórölskum sjón
armiðum,“ segir Helga Rakel.
Limbó og Einarinn
En það er ekki bara boðið upp á það
ferskasta í heimildamyndagerð á Ís
landi á hátíðinni. Þannig verður hin
árlega limbókeppni haldin auk skrúð
göngu sem Ragnar Ísleifur Bragason
leikhúsmaður fer fyrir eins og fyrri ár.
Eins býður Kvenfélagið á Patreksfirði
upp á plokkfisk eins og síðustu ár fyr
ir svanga gesti hátíðarinnar. Að lok
um verður slegið upp heljarinnar balli
þar sem Einarinn svokallaði verður af
hentur. „Það er hann Einar Skarphéð
insson, smíðakennari á Patreksfirði,
sem smíðar Einarinn á hverju ári,“ út
skýrir Helga Rakel en gripurinn eftir
sótti er verðlaunagripur hátíðarinnar.
Hátíðin hefst í dag, 22. maí, og lýkur
25. maí. n
n Skjaldborgarhátíðin hefst í dag og kennir þar ýmissa grasa
Konur fyrirferðar-
miklar á Skjaldborg
Valur Grettisson
valur@dv.is
Helga Rakel Rafnsdóttir Seg-
ir stuðning heimamanna nauðsyn-
legan svo hátíð eins og Skjaldborg
geti þrifist. Mynd SiGtRyGGuR ARi
Árleg limbókeppni
Árleg limbókeppni
Skjaldborgar er alltaf
vinsæl.
Allar bækur
1 Skutlubók Villa Vilhelm Anton Jónsson
2 Ég á teppi í þúsund litum Anne B. Ragde
3 Ekki snúa aftur Lee Child
4 Sætmeti án sykurs og sætuefna Nanna
Rögnvaldardóttir
5 Rachel fer í frí Marian Keyes
6 Mörk Þóra Karítas Árnadóttir
7 Breyttur heimur Jón Ormur Halldórsson
8 Iceland in a Bag Ýmsir höfundar
9 Iceland Small World- lítil Sigurgeir
Sigurjónsson
10 Hilma Óskar Guðmundsson
Íslenskar kiljur
1 Ég á teppi í þúsund litum Anne B. Ragde
2 Ekki snúa aftur Lee Child
3 Rachel fer í frí Marian Keyes
4 Hilma Óskar Guðmundsson
5 Gleymdu stúlkurnar Sara Blædel
Metsölulisti
Eymundsson
13.–19. maí 2015