Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 58
Helgarblað 22.–26. maí 201558 Menning Sjónvarp
Mín stærsta stund
F
yrstu árin ólst ég upp í
sveit, nánar tiltekið á Ytri-
Löngumýri í Austur-Húna-
vatnssýslu. Óhjákvæmilega
varð maður var við margs
konar dýralíf í sveitinni því fyrir
utan sauðfé og hesta þá héldum
við kýr og hænur til skamms tíma.
Þar fyrir utan voru fjölmargir hund-
ar á bænum sem og kettir. Þar voru
einnig mýs. Þær voru kannski ekki
aufúsugestir en maður varð alltaf
var við þær endrum og eins og sér-
staklega ummerkin. Þær nöguðu sig
í gegnum fóðurpoka og gerðu oft
bölvaðan óskunda. Stundum fann
maður dauðar mýs, til dæmis í fjár-
húsunum, og ég man eftir að hafa
tekið eina upp á skottinu, storm-
að inn í eldhús til ömmu og garg-
að hátt og snjallt: „Sjáðu hvað ég
fann!“ Þetta var í eina skiptið sem ég
sá ömmu skipta skapi, líklega af því
að músin var frekar nálægt nefinu á
henni, og hún lamdi mig með visku-
stykki þar til ég hrökklaðist út með
músina. Amma var nefnilega hrædd
við mýs en það var barnungt bjarn-
dýrið svo sannarlega ekki.
Ég flutt á mölina skömmu síðar
eftir að foreldrarnir höfðu gefist
upp á búskapnum. Þrátt fyrir að lít-
ill hluti ævi minnar hafi átt sér stað
í sveit þá er ég enn í fullkominni
afneitun um að ég er einfaldlega
borgarbarn, það er búið að malbika
yfir sveitastrákinn. Reglulega geri
ég nefnilega mikið úr þessum upp-
runa mínum úr sveitinni og yfirleitt
endar það með ósköpum. Til dæm-
is heimsótti stórfjölskylda konunn-
ar eitt sinn hestaleigu. Þá ákvað
ég slá um mig, sagðist vera vanur
maður og þyrfti almennilegan gæð-
ing. „Ég er úr sveit sjáðu til,“ sagði ég
hróðugur. Á meðan restin af hópn-
um átti notalega fjölskyldustund
í náttúrunni þá barðist ég fyrir lífi
mínu á bölvaðri bikkjunni og hún
henti mér tvisvar af baki.
Í vikunni kom svo lokastað-
festingin á því að ég er endanlega
búinn að missa tengslin við upp-
runann. Þá var ég staddur heima hjá
mér að kvöldi til og með tannburst-
ann í skoltinum. Konan mín öskr-
ar þá upp að hún hafi séð eitthvað
hreyfast í myrkrinu. Vissulega örlítið
óþægilegt en ég ákvað að bera mig
mannalega enda var ég handviss að
um fullkominn misskilning væri að
ræða. Ég fer því að skoða aðstæður
og dangla kústinum í stóla og skápa.
Ekkert gerist. Loks dreg ég borð að-
eins frá veggnum og kíki fyrir horn-
ið. Í örstutta stund horfðumst við
músin í augu. Svo tóku ósjálfráð
viðbrögð okkar við.
Eðli málsins samkvæmt lagði
músin á flótta. Hún skaust beinlínis
framhjá mér á leifturhraða. Fyrirfram
hefði ég vonast til þess að meiri reisn
hefði verið yfir mínum viðbrögðum.
Bölva kannski örlítið en hefja svo
eftirför sem myndi enda með fulln-
aðarsigri. Þessi mús var hins vegar
heppin. Á svipstundu stökk ég upp á
skrifborðið, sveiflaði kústinum í all-
ar áttir í fullkominni geðshræringu
og rak síðan upp eitt eymdarlegasta
öskur seinni tíma. Konan mín tók
undir. Þetta var ekki okkar stærsta
stund en hún var í stereó.
Þegar ég náði áttum var músin
horfin ásamt sjálfsvirðingu minni.
Eins og alltaf þegar mér eru all-
ar bjargir bannaðar þá hringdi ég
í mömmu og pabba. Pabba fannst
þetta drepfyndið og bauðst til að
lána mér sautján ára gamlan heim-
ilisköttinn sem fyrir löngu sagði
skilið við tignarlegt kattareðli sitt og
endurskilgreindi sig sem spikfeitan
malandi púða. Ég afþakkaði pent.
Móðir mín saup hins vegar hvelj-
ur og sagði mér sögu af föðurbróð-
ur mínum sem vaknaði upp með
mús á bringunni. Akkúrat það sem
ég þurfti að heyra.
Með læsta svefnherbergishurð
leið nóttin hjá en meindýraeyðir var
mættur inn á gafl til okkar snemma
næsta morguns. Sökudólgurinn steig
á límborða stuttu síðar og var hand-
samaður. „Ég ætla að setja nokkra
slíka borða,“ sagði bjargvættur minn
og bætti við; „því að það er aldrei að
vita nema að hún hafi komið sér fyrir.
Eigi jafnvel fjölskyldu. Nokkrar mýs
geta orðið að þúsundum á einu ári,“
sagði okkar maður. Akkúrat sem ég
þurfti að heyra. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Helgarpistill
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
Sunnudagur 24. maí
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Kioka (56:78)
07.08 Ljónið Urri (39:52)
07.18 Kalli og Lóla (12:26)
07.30 Lundaklettur (8:39)
07.37 Sara og önd (5:40)
07.44 Róbert bangsi (19:26)
07.54 Vinabær Danna tígurs
08.05 Hæ Sámur (8:52)
08.12 Elías (8:52)
08.23 Sigga Liggalá (8:52)
08.36 Kúlugúbbarnir (4:26)
09.00 Disneystundin
09.01 Finnbogi og Felix
09.23 Sígildar teiknimyndir
09.30 Fínni kostur (19:20)
09.52 Millý spyr (15:78)
09.59 Unnar og vinur (25:26)
10.25 Bækur og staðir
(Simma-sjoppa, Suðurgötu) e
10.35 Eurovision 2015
(Úrslit) e
14.10 Friðarsinninn Benja-
min Britten e
15.55 Kammersveit Reykja-
víkur á Listahátíð 2014
17.10 Táknmálsfréttir
17.20 Kalli og Lóla (13:26)
17.32 Sebbi (24:40)
17.44 Ævintýri Berta og
Árna (27:52)
17.49 Tillý og vinir (16:52)
18.00 Stundin okkar (6:28) e
18.25 Heillandi hönnun (1:8)
19.00 Fréttir
19.20 Íþróttir (44)
19.35 Veðurfréttir
19.40 Ferðastiklur (4:8)
(Skagi - Austur- Húna-
vatnssýsla)
20.40 Öldin hennar (21:52)
20.45 Flóttinn yfir Mið-
jarðarhafið (1:2) (Með
lífið að veði) Ný íslensk
heimildarmynd í tveim-
ur hlutum. Í lok mars
sigldu dagskrárgerðar-
mennirnir Gísli Einarsson
og Karl Sigtryggsson
með varðskipinu Tý um
Miðjarðarhaf. Tilgangur-
inn var safna upplýsing-
um um þann gríðarlega
fjölda flóttamanna
sem reynir að komast
yfir hafið frá Afríku til
Evrópu í leit að betra lífi.
Rætt er við flóttamenn,
björgunarfólk og hjálp-
arstarfsmenn.
21.15 Baráttan um þunga-
vatnið (3:6) (Kampen
om tungtvannet) Norsk
spennuþáttaröð um
kjarnorkuvopnaáætl-
un Þjóðverja í seinni
heimsstyrjöldinni
og skemmdarverk á
þungvatnsbirgðum
Norðmanna til að koma
í veg fyrir að Hitler
tækjust áform sín.
22.05 Brytinn 7,1 (The Butler)
Sannsöguleg mynd
sem sýnir jafnréttis-
baráttu blökkumanna,
Víetnamstríðið og fleiri
áhrifavalda og sögulega
viðburði með augum
þjóns, sem vann í Hvíta
húsinu um rúmlega 30
ára skeið. Aðalhlutverk:
Forest Whitaker, Oprah
Winfrey og John Cusack.
Leikstjóri: Lee Daniels.
Atriði í myndinni eru ekki
við hæfi barna.
00.15 Svefngengill 6,3
(Sleepwalking) Átak-
anleg mynd um unga
stúlku sem móðirin yfir-
gefur. Frændi stúlkunnar
tekur hana að sér og
þau styðja hvort annað
í því að finna lífinu nýjan
farveg. Aðalhlutverk:
Charlize Theron, Nick
Stahl, AnnaSophia
Robb, Dennis Hopper og
Woody Harrelson.
02.00 Útvarpsfréttir í
dagskrárlok
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
09:50 Barcelona - Deportivo
11:30 Formúla 1 2015
(Formúla 1 2015 - Mónakó) B
14:30 Real Madrid - Getafe
16:10 Goðsagnir efstu
deildar
16:45 Meistarad. Evrópu
fréttaþáttur.
17:15 Pepsímörkin 2015
18:30 Formúla 1 2015
(Mónakó)
20:50 MotoGP 2015
(Frakkland)
21:50 Kiel - Minden
23:10 UFC Countdown
23:40 UFC Live Events 2015
(UFC 187: Johnson vs. Cormier)
10:40 Swansea - Man. City
12:20 Match Pack
12:50 Enska úrvalsdeildin -
upphitun
13:20 Messan
13:50 Chelsea - Sunder-
land B
16:00 Markasyrpa
16:20 Enska 1. deildin
2014/2015
(Enska B deildin - Úrslit) B
18:30 Aston Villa - Burnley
20:10 Arsenal - WBA
21:50 Leicester - QPR
23:30 Enska 1. deildin
2014/2015 (Enska B
deildin - Úrslit)
13:50 Stoke - Liverpool B
18:35 Friends (17:24)
19:00 Modern Family
19:25 Mike & Molly (11:24)
19:45 The Big Bang Theory
20:10 Viltu vinna milljón?
21:00 Twenty Four (16:24)
(4:00 a.m. - 5:00 a.m.)
Jack leyfir Amador að
sleppa svo hann geti
elt hann. Skelfing grípur
um sig á hótelinu þegar
vírusinn fer að breiðast
út. Palmer þarf að
ákveða hvort hann muni
ljúga til að vernda Sherry.
21:45 Covert Affairs (8:16)
22:30 Rita (7:8)
23:15 Sisters (4:22)
00:00 Viltu vinna milljón?
00:50 Twenty Four (16:24)
01:35 Covert Affairs (8:16)
02:20 Tónlistarmyndb. Bravó
09:00 Tiny Furniture
10:40 The Big Wedding
12:10 Night at the Museum
14:00 Men in Black II
(Menn í svörtu 2)
15:30 Tiny Furniture
17:10 The Big Wedding
18:40 Night at the Museum
20:30 Men in Black II (Menn í
svörtu 2) Bráðskemmti-
leg ævintýramynd
frá 2002 með Will
Smith og Tommy Lee
Jones í aðalhlutverkum.
Svartklddu mennirnir
eru mættir aftur þegar
mannkynið er aftur
komið í bráða hættu.
22:00 The Hobbit: The
Desolation of Smaug
00:40 True Lies
03:00 Brake
04:35 The Hobbit: The
Desolation of Smaug
13:50 Hull - Man. Utd. B
17:35 The Amazing Race
18:20 One Born Every Minu-
te UK (10:14)
19:10 Hot in Cleveland
19:35 Last Man Standing
20:05 Bob's Burgers (22:22)
20:30 Amercian Dad (13:18)
20:50 Brickleberry (1:13)
21:15 The Bill Engvall Show
21:40 Saving Grace (18:19)
22:25 The League (13:13)
22:50 The Finder (12:13)
23:35 Bob's Burgers (22:22)
00:00 Amercian Dad (13:18)
00:25 Brickleberry (1:13)
00:50 The Bill Engvall
Show (7:10)
01:15 Saving Grace (18:19)
02:00 The League (13:13)
02:25 The Finder (12:13)
03:10 Tónlistarmyndbönd
frá Bravó
06:00 Pepsi MAX tónlist
11:50 The Talk
12:30 The Talk
13:10 Dr. Phil
13:50 Dr. Phil
14:30 Dr. Phil
15:10 Cheers (1:26)
15:35 The Biggest Loser
16:25 The Biggest Loser
17:15 My Kitchen Rules
18:00 Parks & Recreation
(17:22) Geggjaðir
gamanþættir með Amy
Pohler í aðalhlutverki.
18:25 The Office (9:27)
Níunda þáttaröðin, og
jafnframt sú síðasta, af
bandarísku grínþáttun-
um The Office.
18:45 Top Gear Best Of
(2:2) Einn vinsælasti
sjónvarpþáttur í heimi.
Að þessu sinni velja þeir
félagar brot af því besta
úr Top Gear þáttum
liðiinnar seríu.
19:45 Gordon Ramsay
Ultimate Home
Cooking (10:20) Gætir
þú hugsað þér betri
matreiðslukennara en
sjálfan Gordon Ramsay?
Meistarakokkurinn tekur
þig í kennslustund og
hjálpar þér að öðlast
raunverulegt sjálfs-
traust í eldhúsinu.
20:15 Scorpion (19:22)
Sérvitur snillingur,
Walter O‘Brien, setur
saman teymi með
öðrum yfirburðasnill-
ingum sem hafa hvert
sitt sérsvið. Hópurinn
vinnur fyrir bandarísk
yfirvöld og leysir óvenju
flóknar ógnanir sem
er ekki á færi annarra
sérfræðinga að takast á
við.
21:00 Law & Order (16:23)
Spennandi þættir
um störf lögreglu og
saksóknara í New York
borg.
21:45 American Odyssey
7,1 (1:13) Spennandi
þáttaröð um alþjóðlegt
samsæri sem teygir
anga sína víða. Ung
kona í bandaríska hern-
um kemst yfir leynilegar
upplýsingar um banda-
rískt fyrirtæki sem
aðstoðar hryðjuverka-
menn. Í kjölfarið hefst
spennandi atburðarás
þar sem engum er
treystandi.
22:30 Penny Dreadful
(4:8) Sálfræðiþriller
sem gerist á Viktor-
íutímabilinu í London
þar sem gamalkunnar
hryllingspersónur eins
og Dr. Frankenstein,
Dorian Gray og Dracula
öðlast nýtt líf í þessum
þrælspennandi þáttum.
23:15 The Walking Dead
(4:16) Þættir sem hafa
slegið öll fyrri áhorfsmet
áskriftarstöðva í Banda-
ríkjunum. Rick Grimes
og félagar þurfa að
glíma við uppvakninga
utanfrá og svikara
innanfrá í þessum
hrollvekjandi þáttum
sem eru alls ekki fyrir
viðkvæma. Báðir hópar
lenda í lífshættulegum
aðstæðum sem grefur
undan samstöðunni.
00:05 Rookie Blue (1:13)
00:55 CSI: Cyber (9:13)
01:40 Law & Order (16:23)
02:25 American Odyssey
03:10 Penny Dreadful (4:8)
03:55 Pepsi MAX tónlist
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Strumparnir
07:25 Doddi litli og Eyrna-
stór
07:35 Elías
07:45 Skoppa og Skrítla
enn út um hvippinn
og hvappinn
08:00 Algjör Sveppi
08:05 Latibær
08:30 Zigby
08:45 Víkingurinn Vic
09:00 Grallararnir
09:20 Kalli kanína og
félagar
09:40 Scooby-Doo!
Leynifélagið
10:05 Tommi og Jenni
10:25 Ninja-skjaldbökurnar
11:10 Young Justice
11:35 iCarly (26:45)
12:00 Nágrannar
12:20 Nágrannar
12:40 Nágrannar
13:00 Nágrannar
13:20 Nágrannar
13:45 Dulda Ísland (3:8)
14:35 Lífsstíll (2:5)
15:05 Grillsumarið mikla
15:30 Neyðarlínan (2:7)
16:00 Sælkeraheimsreisa
um Reykjavík (6:8)
16:30 Matargleði Evu (10:12)
16:55 Mike and Molly (2:22)
17:20 Modern Family (23:24)
17:45 60 mínútur (33:53)
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn (91:100)
19:10 Hið blómlega bú 3
19:40 Britain's Got Talent
20:40 Mr Selfridge (2:10)
21:30 Mad Men (14:14)
22:20 Better Call Saul (10:10)
Glæný og fersk þáttaröð
um Saul Goodman sem
er best þekktur sem
lögfræðingur Walter
White í þáttaröðinni
Breaking Bad. Í þessum
þáttum fáum við að
kynnast betur Saul,
uppvexti hans og hvaða
aðstæður urðu til þess
að hann endaði sem
verjandi glæpamanna
eins og Walters.
23:10 60 mínútur (34:53)
Vandaður þáttur í
virtustu og vinsælustu
fréttaskýringaþáttaröð
í heimi þar sem reynd-
ustu fréttaskýrendur
Bandaríkjanna fjalla um
mikilvægustu málefni
líðandi stundar og
taka einstök viðtöl við
heimsþekkt fólk.
23:55 Jinx: The Life And
Deaths Of Robert
Durst (1:6) Nýir og
vandaðir heimildar-
þættir þar sem kafað
verður ofan í líf og feril
bandaríska auðjöfursins
Roberts Durst. Hann
hefur verið sakaður
um þrjú morð en sekt
hans hefur aldrei verið
sönnuð. Morðmálin eru
enn óleyst. Eiginkona
Roberts hvarf sporlaust
og er enn ófundin. Ro-
bert Durst hefur ávallt
haldið fram sakleysi
sínu. Í þáttunum koma
fram upplýsingar sem
aldrei hafa komið upp á
yfirborðið áður.
01:00 Game Of Thrones
01:55 Vice (10:14)
02:30 Daily Show: Global
Edition (17:41)
02:55 Backstrom (10:13)
03:40 Rumor Has It
05:15 Hið blómlega bú 3
05:45 Fréttir
58 Menning Sjónvarp
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
Í
slandsmótið í skák er í fullum
gangi í Hörpu. Í dag, fimmtudag,
verður áttunda umferð tefld en
mótið klárast svo á sunnudaginn
með elleftu og síðustu umferð.
Mótið hefur sjaldan verið jafn sterkt
og þátttaka þeirra Jóns L. Árnasonar
og Jóhanns Hjartarsonar mörgum
skákáhugamanninum mikið gleði-
efni. Þeir félagar hafa átt sína spretti
en æfingaleysi þeirra einkennir
þó heildarbraginn á taflmennsku
þeirra. Jóhann hefur merkilegt
nokk ekki gert neitt jafntefli, að-
eins unnið eða tapað. Í fimmtu um-
ferð má segja að hann hafi galopn-
að Íslandsmótið með góðum sigri
á Hannesi Hlífari Stefánssyni. En
í kjölfarið hafa fylgt tvö töp. Minni
spámenn flokksins hafa veitt stór-
meisturunum þónokkuð margar
skráveifur. Sigurður Daði Sigfússon
vann Jóhann, Einar Hjalti Jensson
lagði Henrik Danielsen og Lenka
Ptacnikova hefur náð hreint undra-
verðum árangri gegn stórmeistur-
unum en hún er með 2.5 vinning af
þremur gegn Hannes Hlífar, Hjörvar
Steini Grétarssyni og Henrik!! Hreint
ótrúlegt en kemur sossum ekki svo á
óvart þegar litið er til þess að Lenka
býr yfir gríðarlega góðum skilningi á
skák og leggur mikla baráttu í hverja
einustu skák.
Hjörvar Steinn og Héðinn Stein-
grímsson eru þeir skákmenn sem
hafa sýnt mestan stöðugleika í
mótinu og leiða með 5,5 vinning af
7 mögulegum, 1,5 vinningi á undan
Hannesi Hlífari sem er þriðji. Næstu
skákir verða afar spennandi og ljóst
að baráttan stendur milli Hjörv-
ars og Héðins. Svo skemmtilega vill
til að þeir mætast einmitt í síðustu
umferðinni í skák, sem að öllum
líkindum verður hrein úrslitaskák
um Íslandsmeistaratitilinn. Hann
er ansi verðmætur því með honum
tryggir Íslandsmeistarinn sér auk
verðlaunafjár sæti í landsliði Íslands
og rétt til þátttöku á Evrópumóti
einstaklinga á næsta ári. n
Spennandi Íslandsmót