Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Qupperneq 60
Helgarblað 22.–26. maí 201560 Fólk
GleðileGt sumar
12” til 24” barnareiðhjól, verð frá kr. 25.900,-
Frábært úrval reiðhjóla og aukahluta • Mikið úrval af reiðhjólahjálmum
Focus Whistler 4.0
29“ ál stell-Tektro Auriga
Vökvabremsur- Shimano Deore
Afturskiptir- 27 gíra. Kr.119.000
Focus raVeN rooKie DoNNa 1.0
26“ ál stell-Promax V-Bremsur-Shimano 21 gíra Focus raVeN rooKie 1.026“ ál stell-Promax V-Bremsur-
Shimano 21 gíra
Kr.69.900Kr.69.900
Dalshraun 13 220 Hafnarfjörður Sími:565 2292
Urðu heimsfræg í
kjölfar Eurovision
n Keppnin hefur verið stökkpallur fyrir suma n Celine Dion stærsta nafnið n Aðrir falla í gleymsku
E
urovision, eða Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, er haldin í sextugasta skiptið nú í ár og því ansi
margar þjóðir sem hafa fagnað sigri í keppninni. Fæstir muna eftir flytjendum sigurlaganna frá ári til árs, enda
heyrist oft ekki mikið frá þeim á alþjóðavísu eftir keppnina, þó að þeir séu kannski þekktir í heimalandi sínu.
Eurovision hefur þó verið stökkpallur fyrir nokkra einstaklinga sem hafa náð heimsfrægð eftir keppnina. Hér
eru nokkur nöfn sem flestir þekkja. n
Abba
Sænska hljómsveitin Abba samanstend-
ur af þeim Benny Anderson, Ann-Frid
Lyngstad, Agnethu Fältskog og Björn
Ulvaeus. Þau unnu Eurovision-keppnina
árið 1974, með laginu Waterloo, og var
það fyrsta skipti sem Svíar fóru með sigur
af hólmi. En lagið er innblásið af glysrokk
senunni í Bretlandi.
Abba er sú hljómsveit sem hefur átt
hvað mestum vinsældum að fagna
eftir þátttöku í keppninni og það má með
sanni segja að hún hafi hitt í mark með
Waterloo, sem fjallar lauslega um ósigur
Napóleóns í orrustunni við Waterloo í
Belgíu árið 1815. En það var þó líklega ekki
sagnfræðilegur texti sem heillaði Evrópu-
búa á sínum tíma, heldur grípandi laglínan
sem enginn kemst hjá að fá á heilann eftir
fyrstu hlustun.
Abba var starfandi í tíu ár, frá 1972 til 1982,
og á þeim tíma seldi hljómsveitin yfir 380
milljónir platna um allan heim og voru
ítrekað á toppi vinsældalista víða um heim
á árunum 1975 til 1982.
Johnny Logan
Það eru kannski færri sem kannast við
hinn írska Johnny Logan, en hann náði þó
nokkrum vinsældum eftir að hafa sigrað
í Eurovision. Enda gerði hann sér lítið fyrir
og sigraði í keppninni tvisvar og er eini
þátttakandinn í sextíu ára sögu Eurovision
sem getur státað af því. Logan sigraði í
keppninni í fyrra skiptið árið 1980 með
laginu What‘s another year. Seinna skiptið
var árið 1987 og þá með laginu Hold me
now, sem þykir eitt besta Eurovision-lag
allra tíma. Þá samdi hann sigurlag Íra árið
1992, Why me? sem Linda Martin flutti.
Hann er því einn af þeim tónlistarmönn-
um sem hafa verið viðloðandi Eurovision
gegnum tíðina.
Logan hefur verið mjög virkur sem
tónlistarmaður og á ferlinum hefur hann
sent frá sér hvorki meira né minna en 40
smáskífur og 19 plötur sem selst hafa víða
um veröld.
Celine Dion
Kanadíska söngkonan Celine Dion keppti
fyrir hönd Sviss árið 1988 með laginu Ne
partez pas sans moi og bar sigur úr býtum.
Hér er um að ræða söngkonu sem hefur
án nokkurs vafa náð lengst af öllum þeim
flytjendum sem tekið hafa þátt í Eurovis-
on. En hvort þátttaka hennar í keppninni
var sá stökkpallur sem hún þurfti skal
látið ósagt. Hjólin fóru þó að snúast af
alvöru hjá henni í tónlistinni skömmu eftir
sigurinn og flestir vita hvernig það fór.
Dion er án nokkurs vafa sú söngkona sem
hefur haft hvað mest áhrif á popp-
söngkonur síðari ára og rödd hennar
þykir einstök. Hver man ekki eftir titillagi
myndarinnar Titanic, My heart will go
on, sem grætti hörðustu karlmenni í
lok tíunda áratugarins? Dion er í hópi
söluhæstu tónlistarmanna allra en tíma,
en einstaka plötur hennar hafa selst í yfir
200 milljónum eintaka.
Carola
Sænska söngkonan Carola Häggkvist
náði sér töluvert á strik eftir að hafa unnið
Eurovision-keppnina árið 1991 með laginu
Fangad av en stormvind. Hún varð til að
mynda fyrsti skandinavíski popptónlistar-
maðurinn til að troða upp í Kína, árið 1992,
en talið er að um 600 milljónir manna
hafi þá fylgst með henni í sjónvarpinu. Í
kjölfarið sendi hún svo frá sér plötu í Kína.
Í seinni tíð hefur Carola fært sig yfir í kristi-
lega og gospeltónlist og átt töluverðum
vinsældum að fagna sem slík í Evrópu.
Carola tók reyndar fyrst þátt í Eurovision
árið 1983 og lenti þá í þriðja sæti. Árið
2006 tók hún aftur slaginn fyrir hönd
Svíþjóðar með lagið Invincible og lenti í
fimmta sæti. Hörkusöngkona þarna á ferð
og sannkölluð Eurovision-stjarna.