Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 62
62 Fólk Helgarblað 22.–26. maí 2015 Komdu til oKKar ...Eða leigðu lyftu og gErðu við bílinn sjálf/ur auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562 Við gerum Við bílinn faglegar Viðgerðir Vanur þVí að Vera einn n Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson eignaðist sitt fjórða barn á dögunum Þ að er mjög erfitt að vera ekki alltaf hjá honum en ég flutti upp á Skaga til að geta verið nær honum og við hittumst daglega,“ segir knattspyrnu­ maðurinn Garðar Gunnlaugsson sem eignaðist sitt fjórða barn þann 2. apríl. Skilinn við barnsmóðurina Elsti strákurinn er tólf ára, næsti tíu og eina stelpan í hópnum er átta ára. Það má því segja að Garðar sé að safna í heilt knattspyrnulið. „Stóru systkinin eru mjög stolt af þeim litla. Hektor, sem er tíu ára, býr hjá mér og reynir að hitta litla bróður sem allra mest líka. Sá litli er skemmti­ leg blanda af okkur foreldrunum. Ég var með dökkt hár þegar ég var lítill og var með hár og mamma hans var líka með alveg svart hár þegar hún fæddist.“ Litli strákurinn hefur fengið nafnið Baltasar Torfi Bergmann en Garðar og barnsmóðir hans, Alma Dögg Torfadóttir, hættu saman á meðgöngunni. „Auðvitað er dá­ lítið skrítið að vera ekki saman þegar barnið er svona lítið en við erum búin að gera þetta í mikilli sameiningu. Ég var viðstaddur fæðinguna og hjálpaði til þar. Ég var svo hjá henni fyrstu vikuna og flutti skömmu eftir það aftur upp á Skaga svo ég gæti verið til staðar fyrir þau eins mikið og ég get,“ segir Garðar sem hafði komið sér vel fyrir í Reykjavík þar sem hann hafði búið í rúmt ár. Dóttirin í Búlgaríu Garðar segir Hektor alsælan að vera fluttur aftur á Akranes. „Þetta er ein­ faldara fyrir okkur, hér eru foreldrar mínir og liðið sem ég spila með. Okkur líður rosalega vel hérna og eins og gefur að skilja er miklu meira frjálsræði hér en í 101. Ætli ég sjái Hektor ekki í svona 20 mínútur á dag. Hann er úti að leika sér allan daginn, svona eins og maður var sjálfur á þessum aldri.“ Fyrrverandi eiginkona Garðars, ísdrottningin Ásdís Rán, var að flytja aftur til Búlgaríu með Viktoríu dóttur þeirra. „Ég skutlaði þeim út á flug­ völl og það var alveg svakalega erfitt að kveðja hana. Við Hektor erum búnir að safna fyrir ferð í október. Hann tekur virkan þátt í söfnun­ inni og leggur fyrir dósapeninga og afmælis peningana sína. Maður er að reyna að kenna honum réttu gildin; að peningar vaxi ekki á trjánum.“ Leitar ekki að kærustu Garðar er þessa dagana að velta fyrir sér framtíðinni. „Ég er svona að skoða hvað ég vil gera og er að spá í að skrá mig í nám í haust. Ég á svo lítið eftir í viðskiptafræðinni og er jafnvel að hugsa um að bæta við smá áherslu á ferðamál inn í námið. Það væri mjög gaman,“ segir Garðar sem hefur staðið sig vel í boltanum það sem af er sum­ ars. „Liðinu hefur gengið mjög vel og sjálfur er ég kominn með tvö mörk í þremur leikjum,“ segir hann og bætir við að hann eigi nóg inni sem fótboltamaður. „Ég er að vona að mér takist að leika leik með Hektori en hann æfir á fullu. Það er alveg raunhæft. Það væri gaman að fá að spila með honum. Hann er að standa sig svo vel og býr yfir mun meiri tækni en ég gerði á hans aldri, eins og svo margir krakkar í dag sem geta æft fótbolta allt árið.“ Aðspurður segist hann ekki vera að leita að kærustu. „Eflaust kemur að því að mig langi að eignast mína fjölskyldu en eins og staðan er í dag þá líður mér mjög vel. Ég er orðinn vanur því að vera einn svo ég er ekki að leita. Ég er bara rólegur, en svo veit maður náttúrulega aldrei hvenær ástin bankar upp á.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Ég er bara rólegur, en svo veit maður náttúrulega aldrei hvenær ástin bankar upp á. Flottir feðgar Garðar og yngsti sonurinn. MynD Jón Gunnar MýrDaL Saknar dótturinnar Viktoría dóttir Garðars er flutt út til Búlgaríu með móður sinni, ísdrottningunni Ásdísi Rán. Skírn Yngsti sonur Garðars heitir Baltasar Torfi Bergmann. ríkidæmi Garðar á fjögur börn. Á myndina vantar elsta soninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.