Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2016/102 167 R I T S T J Ó R N A R G R E I Nhttp://dx.doi.org/ /10.17992/lbl.2016.04.72 Þú færð það sem þú borgar fyrir. Þetta á ekki bara við um venjuleg viðskipti held- ur líka um heilbrigðisþjónustu. En líkt og með mörg önnur viðskipti mótast heil- brigðiskerfi þjóða einnig af því hvernig greitt er fyrir þjónustuna. Þjóðverjar greiða sjúkrahúsum fyrir hvern legudag, þar er legutími hvers sjúklings mun lengri en í Svíþjóð sem greiðir fyrir hvert legutilfelli. Svíar hurfu frá fjárveitingargreiðslum til heilbrigðisfyrirtækja eftir 1990 þar sem það hafði lamandi áhrif á framleiðslu kerfisins en kostnaðurinn hélt áfram að hækka. Á þeim 25 árum sem síðan eru liðin hafa þeir stöðugt haft greiðslukerfið í endurskoðun í því skyni að bæta það og gera það þannig úr garði að það stuðli að auknu aðgengi að þjónustunni og auki gæði hennar. Hið full- komna greiðslukerfi er sennilega ekki til en flestir gera sér grein fyrir því grundvallar- atriði að greitt sé fyrir samskonar þjónustu á sama hátt, óháð því hvort hún er rekin af opinberum aðilum eða í einkarekstri. Á þeim tíma sem Svíar og flest nágrannalönd okkar hafa þróað sitt greiðslukerfi, hafa Íslendingar sofið Þyrnirósarsvefni og flot- ið sofandi að feigðarósi. Opinber þjónusta hefur verið fjármögnuð af fjárveitingum Alþingis meðan einkarekin þjónusta hefur verið fjármögnuð af opnum og vísitölu- tryggðum samningum milli SÍ og stéttar- félaga heilbrigðisstétta. Bæði á góðæris- og krepputímum hefur verið þrengt að opinbera kerfinu en hið einkarekna hefur fengið að vera nánast óáreitt. Í dag stönd- um við uppi með heilsugæslu sem á við vandamál að stríða um land allt, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, og háskólasjúkrahús sem stendur á veikum grunni, þar sem nauðsynlegar endurfjárfestingar hafa setið á hakanum, meirihluti sérfræðinga starfar í hlutastöðum og margar sérgreinar eiga við króníska undirmönnun að etja. Sérfræði- þjónustan á landsbyggðinni er háð því hvort sérgreinalæknar á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem aðgengi að sérgreinalæknum er í flestum tilfellum þokkalegt, eigi eftir einingar í samningum sínum við SÍ. Fyrir stuttu átti ég fund með hópi ís- lenskra lækna í Stokkhólmi. Fundinn sátu einnig forstjóri Landspítala og fram- kvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsi Akureyrar. Tilgangur fundarins var að hlusta eftir hvaða aðstæður þyrftu að skap- ast í íslensku heilbrigðiskerfi til þess að læknar sæju sér hag í því að koma heim til starfa. Greinilegt var að flestir lögðu áherslu á að starfsaðstaða yrði samkeppnishæf við það sem gerist í nágrannalöndunum. Einnig lýstu þeir litlum áhuga á að ráða sig á staði þar sem langvarandi undirmönnun og þung vaktabyrði er ríkjandi. Flestir ís- lenskir læknar erlendis fá núorðið þjálfun sína á háskólasjúkrahúsum og venjast því að geta sinnt vísindastörfum og kennslu auk klínískra starfa. Við erum í vaxandi samkeppni við nágrannalöndin um lækna og annað starfsfólk. Við megum því engan tíma missa í endurbótastarfi okkar ef ekki á illa að fara. Nú hefur heilbrigðisráðherra kynnt drög að nýrri heilbrigðisstefnu til ársins 2022. Þar er tekið á ýmsum málum sem um árabil hafa grafið undan íslensku heilbrigðiskerfi, svo sem fjármögnun kerfisins og mikilvægi þess að greitt sé fyrir sambærilega þjónustu á sama hátt, óháð rekstrarformi, að ríkið hafi frumkvæði um að bjóða út heilbrigðis- þjónustu sem greidd er af ríkinu samkvæmt kröfulýsingu um aðgengi og gæði, málefn- um háskólasjúkrahússins og hlutverki þess gagnvart landsmönnum og að kostnaður við vísindastarf og kennslu sé greindur og greiddur sérstaklega. Í anda þessarar stefnu hefur ráðherra ennfremur tilkynnt stefnubreytingu í málefnum heilsugæslu höfuðborgarinnar. Þrjár nýjar heilsugæslu- stöðvar verða boðnar út til einkareksturs og greiðslukerfi sem tekur tillit til gæða og aðgengileika eftir sænskri fyrirmynd verð- ur innleitt fyrir allar heilsugæslustöðvar, óháð rekstrarformi. Ég hef margoft sagt að ég telji að meginstoðir heilbrigðiskerf- isins eiga að vera í opinberum rekstri en ég sé ekkert hættulegt við einkarekstur á ákveðnum sviðum þar sem það á við. Það höfum við haft lengi á Íslandi. Forsendan er að við segjum skilið við það greiðslukerfi sem hér hefur verið ríkjandi og hefur leitt heilbrigðiskerfið hægt og bítandi í rangan farveg. Það er augljóst að veita þarf auknu fjármagni til heilbrigðismála hér á landi en aukið fjármagn og stefnuleysi leiðir okk- ur aðeins hraðar í sömu átt og áður. Ef sú heilbrigðisstefna sem nú er boðuð kemst í framkvæmd, mun hún auka möguleikana á því að fjármagn sem varið er til heilbrigð- ismála fari í rétt forgangsverkefni. Það er mitt mat að þá muni skapast forsendur til þess að hefja endurreisn íslenska heilbrigð- iskerfisins og að við getum í framtíðinni verið samkeppnishæf um hæft starfsfólk sem er nauðsynlegt ef við viljum framveg- is veita hér á landi hágæðaþjónustu sem tryggir gott aðgengi og öryggi sjúklinga. Birgir Jakobsson landlæknir birgir@landlaeknir.is Fundamental changes are needed in Icelandic healthcare Birgir Jakobsson, MD, PhD Director of Health Directorate of Health Barónsstíg 47, 101 Reykjavík Nauðsyn grundvallarbreytinga á íslensku heilbrigðiskerfi Lægra lyfjaverð fyrir þig Við erum Mylan Eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi M Y L160301

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.