Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2016/102 199
Jón Karlsson prófessor og yfirlæknir tekur við verðlaununum úr hendi Daníels Svíaprins. Ljósmynd: Lars Nyman.
Sérfræðileyfi
Læknablaðið harmar þau mistök sem
urðu við birtingu lista yfir þá sem
fengu sérfræðileyfi útgefin og staðfest
frá Embætti landlæknis. Listarnir víxl-
uðust og hefur þetta nú verið leiðrétt á
heimasíðu blaðsins.
mínu. Þetta er stórt rannsóknarverkefni
sem felur í sér talsverða nýjung og er mjög
spennandi. Hér var einn Íslendingur, Páll
Jónasson, sem vann við þetta en hann
lauk doktorsverkefni sínu í fyrra undir
minni handleiðslu. Hann er fluttur heim
og starfar í Orkuhúsinu núna. Hér hafa
þrír aðrir íslenskir læknar stundað sérnám
í bæklunarlækningum undir minni hand-
leiðslu, Sveinbjörn Brandsson, Gauti Lax-
dal og núna Haukur Björnsson sem er að
ljúka sérnámi sínu. Þetta eru toppmenn og
ég hef gert talsvert af því að fara heim til
Íslands og gera aðgerðir með þeim þannig
að tengslin við Ísland eru sterk, bæði fag-
lega og persónulega.“
Jón segist sinna aðgerðum daglega og
helst eru það ökklaaðgerðir og flóknar
hnéaðgerðir sem hann fæst við. „Á þess-
um árstíma eru skíðameiðsli algeng. Fólk
slasast á ökklum og hnjám. Þetta eru al-
gengustu aðgerðirnar. Annars má segja að
ég hafi sérhæft mig í íþróttameiðslum og
þá sérstaklega meiðslum sem knattspyrnu-
menn verða fyrir.“
Knattspyrna er eitt helsta áhugamál
Jóns utan vinnunnar og tilviljun réði því
að hans sögn að árið 1984 gerðist hann
liðslæknir eins af stóru liðunum í Svíþjóð,
IFK Gautaborg. „Þetta var hrein tilviljun.
Einn af liðslæknunum hætti með stuttum
fyrirvara og samstarfsmaður minn á bækl-
unardeildinni hljóp í skarðið og spurði
mig hvort ég vildi aðstoða hann. Síðan
höfum við verið læknar liðsins.“
Ein af bókum Jóns fjallar einmitt um
knattspyrnumeiðsli og er sögð ómissandi
fyrir alla sem leggja slíkar lækningar fyrir
sig. „Þetta er líklega sú bók sem ég er hvað
stoltastur af. Hún hefur gagnast mörgum
og meðal annars orðið til þess að alvarleg-
um meiðslum í íþróttinni hefur fækkað.
Það er fyrst og fremst því að þakka að með
markvissri þjálfun er hægt að fyrirbyggja
mörg alvarlegustu meiðslin.“
Ekki er hægt að heyra á mæli Jóns
að hann hafi tapað niður íslenskunni að
neinu leyti og hann segist halda henni við
með lestri íslenskra bóka. „Ég les mest ís-
lenska reyfara og er hrifnastur af Arnaldi
Indriðasyni.“
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R