Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 32
192 LÆKNAblaðið 2016/102
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Krabbameinsfélag Íslands og velferð-
arráðuneytið gerðu í upphafi þessa árs
samkomulag um styrk til að undirbúa
skipulagða leit að krabbameini í ristli og
endaþarmi hjá 32.000 konum og körlum
í aldurshópnum 60-69 ára. Áætlað er að
skimunin hefjist í ársbyrjun 2017. Vel-
ferðarráðuneytið veitir 25 milljónum til
verkefnisins á þessu ári. Sunna Guðlaugs-
dóttir, sérfræðingur í meltingarsjúkdóm-
um, var strax í upphafi ráðin stjórnandi
að undirbúningi þessa umfangsmikla
verkefnis til eins árs og fékk til þess
tímabundna lækkun á stöðuhlutfalli hjá
Landspítala. Verkefni Sunnu fólst í að
kanna hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið
og velja farsælustu leiðina fyrir Ísland á
faglegan hátt. Því verkefni er nú lokið með
framangreindu samkomulagi.
Sunna leggur áherslu á að á þessu
ári verði unnið áfram að verkefninu og
fjárveitingin verði nýtt til að kaupa þann
búnað sem þarf til að hægt sé að hefja
skimunina. „Þetta eru hægðapróf (FIT test)
sem mæla mjög sértækt og nákvæmlega
fyrir mannablóði í hægðum og til að hægt
að sé að lesa úr prufunum verður settur
upp búnaður á Landspítalanum. Verið er
að undirbúa útboðsgögn fyrir þetta og
nokkur fyrirtæki koma til greina.
Einnig þarf að forrita gagnagrunna
til að taka við og vinna úr upplýsingum
og þar er í fyrsta lagi miðlægur gagna-
grunnur sem Krabbameinsfélagið hýsir en
einnig þrjú ytri kerfi sem tengjast miðlæga
gagnagrunninum. Þetta er í fyrsta lagi
aðstaðan þar sem prufurnar eru skimaðar
fyrir blóði, í öðru lagi er þeim sjúklingum
sem blóðskimunin mælir jákvæða vísað í
ristilspeglun og læknirinn færir niðurstöð-
ur hennar í annan gagnagrunn samkvæmt
sérstökum stöðlum og gæðakröfum. Í
þriðja lagi eru separ eða krabbamein á for-
stigi sem finnst og er fjarlægt við speglun-
ina sent til rannsóknar hjá vefjameina-
fræðideild þar sem líffærameinafræðingar
meta ástand sýnisins. Allar þessar upplýs-
ingar flytjast í miðlæga grunninn eins og
áður sagði.“
Sunna segir að meltingarlæknar hafi
um árabil hvatt til þess að hafin yrði skim-
un fyrir ristil- og endaþarmskrabbameini
og árið 2008 hafi slík skimun staðið fyrir
dyrum en verið frestað vegna efnahags-
hrunsins og bágrar stöðu ríkissjóðs. „Það
sem hratt þessu verkefni af stað núna var
að Krabbameinsfélagið ásamt 11 fag- og
sjúklingafélögum stóð að áskorun til heil-
brigðisráðherra og alþingismanna um að
hefja skipulega leit að ristilkrabbameini
í mars 2014. Líftryggingafélagið Okkar
Líf hafði sýnt áhuga á að leggja einhverju
góðu málefni lið og eftir ábendingu frá
krabbameinslækni varð þetta þarfa verk-
efni fyrir valinu. Okkar líf bauð veglegan
styrk, gerði samning við Krabbameinsfé-
lagið en setti jafnframt skilyrði um að ráð-
inn yrði verkefnastjóri sem héldi utan um
þetta. Þáverandi forstjóri Krabbameinsfé-
lagsins, Ragnheiður Haraldsdóttir, hringdi
í mig þar sem ég var stödd á Tenerife um
jólin 2014 og spurði hvort ég væri til í að
taka þetta að mér. Mér fannst þetta auðvit-
að gríðarlega spennandi og mér var falið
að safna gögnum og útbúa greinargerð
um hvernig mætti standa að árangursríkri
hópleit hér á landi útfrá nýjum forsendum.
Þetta vann ég í mjög nánu samstarfi við
Embætti landlæknis og velferðarráðu-
neytið.“
Valið á milli FIT-skimunar og ristilspeglunar
Meltingarlæknar hafa verið sammála um
að besta leiðin til að finna ristil- og enda-
þarmskrabbamein væri með ristilspeglun
og Sunna segir engan ágreining um það.
„Ristilspeglun er gullstaðallinn. Könnun
Hópskimun fyrir
ristilkrabbameini
hefst á næsta ári
Skýringarmynd sem sýnir hvernig hópleitin er skipulögð.