Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 4
164 LÆKNAblaðið 2016/102 F R Æ Ð I G R E I N A R 4. tölublað, 102. árgangur, 2016 167 Birgir Jakobsson Nauðsyn grund- vallarbreytinga á íslensku heil- brigðiskerfi Ef sú heilbrigðisstefna sem nú er boðuð kemst í framkvæmd mun hún auka möguleikana á því að fjármagn sem varið er til heilbrigðismála fari í rétt forgangsverkefni. 171 Gunnar Björn Ólafsson, Hlíf Steingrímsdóttir, Brynjar Viðarsson, Anna Margrét Halldórsdóttir Langvinnt eitilfrumuhvítblæði á Íslandi árin 2003-2013: Nýgengi, aðdragandi greiningar og undanfari Langvinnt eitilfrumuhvítblæði er hæggengur sjúkdómur og þróast oft á löngum tíma. Því greinast margir sjúklingar fyrir tilviljun áður en sjúkdómurinn fer að valda einkenn- um. Aukinn fjöldi eitilfrumna í hefðbundnum blóðhag með deilifrumutalningu er gjarn- an fyrsta vísbending sem síðar er staðfest með frekari rannsóknum. Þó fram hafi komið ýmsar leiðir til lyfjameðferðar við sjúkdómnum er hann engu að síður ólækn- andi og meðferð miðar að því að halda honum í skefjum. Lifun sjúklinga er breytileg en getur verið allt frá mánuðum upp í áratugi. 179 Guðmundur Skarphéðinsson, Bertrand Lauth, Urður Njarðvík, Tord Ivarsson Gagnreynd meðferð við áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum: Yfirlitsgrein Áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum einkennist af þráhyggjukennd- um hugsunum og áráttukenndri hegðun eða hugsun. Hugræn atferlismeðferð (HAM) og sérhæfð serótónín-endurupptökuhamlandi lyf (SSRI) eru áhrifarík meðferðarform fyrir börn og unglinga sem koma fyrsta sinn í meðferð. Í samanburðarrannsóknum hefur HAM vinninginn. Rannsóknir á börnum sem svara fyrstu meðferð illa eru tak- markaðar en benda þó til þess að áframhaldandi HAM og SSRI séu áhrifarík úrræði. 187 Bryndís Baldvinsdóttir, Martina Vigdís Nadini, Ingvar Hákon Ólafsson, Ólafur Guðmundsson, Sigurður Stefánsson Rof á efri bogagöngum – sjúkratilfelli Bogagöng innra eyrans eru þrjú og mikilvægur hluti jafnvægiskerfis líkamans. Rof á efri bogagöngum er sjaldgæf orsök heyrnardeyfu og svima. Fáir hafa greinst á Ís- landi. Níu Íslendingar hafa farið í aðgerð í lækningatilgangi. Fjórir fyrstu sjúklingarnir fóru til Baltimore en hinir 5 fóru í aðgerð hér heima. Lýst er einu þessara tilfella. 169 Sigurveig Þ. Sigurðardóttir Getum við snúið við vaxandi tíðni fæðuofnæmis? Fæðuofnæmi hefur farið vaxandi í hinum vestræna heimi og er almennt talið að 4-5% af börnum fái fæðuofnæmi. Samkvæmt EuroPrevall- rannsókninni 2005-2010 fá tæplega 3% íslenskra barna til 2,5 árs aldurs sannanlegt fæðuofnæmi sem er um prósentu hærra en áratug áður. L E I Ð A R A R

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.