Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 12
172 LÆKNAblaðið 2016/102
4,9/100.000 á ári hjá körlum en 1,9/100.000 hjá konum (Krabbamein
á Íslandi, Krabbameinsskrá 2012).
Markmið þessarar rannsóknar var að ákvarða nýgengi CLL á
Íslandi á rannsóknartímabilinu (2003-2013) og skoða greiningar-
aðferðir og einkenni sjúklinga í aðdraganda greiningar. Einnig
var leitað eftir vísbendingum um hækkun á eitilfrumum í blóð-
rannsóknum áður en formleg greining var gerð.
Efni og aðferðir
Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi og náði rannsóknar-
tímabilið frá upphafi árs 2003 og út árið 2013. Íslendingar sem
greindust með CLL á þessu tímabili urðu hluti af rannsókn-
arhópnum. Upplýsingar um sjúklinga með CLL/SLL greiningu á
þessu árabili voru fengnar frá eftirfarandi deildum/stofnunum; 1)
blóðmeinafræðideild Landspítalans (greining með frumuflæði-
sjá), 2) Krabbameinsskrá, 3) Læknasetrinu í Mjódd. Langflestir
CLL-sjúklingar eru greindir og meðhöndlaðir á blóðmeinafræði-
deild Landspítala en auk þess er nokkur fjöldi í eftirliti hjá sér-
fræðingum á Læknasetrinu. Því ættu með þessum hætti að fást
upplýsingar um langflesta sjúklinga með CLL á Íslandi. Sjúklingar
sem uppfylltu ekki skilyrði rannsóknarinnar voru útilokaðir frá
rannsóknarhópnum og útbúinn var einn heildstæður grunnur yfir
rannsóknarhópinn.
Til þess að staðfesta nákvæmni CLL-greiningar voru frumgögn
skoðuð á öllum þremur stofnunum. Upplýsingar um blóðfrumu-
gildi við greiningu og eitilfrumutalningar í blóði fyrir greiningu
voru fengnar úr Sögukerfi Landspítala, Rannsóknastofunni
Mjódd (Læknasetrinu) og úr Heklu-tölvukerfi. Rai-sjúkdóms-
stig var reiknað út frá upplýsingum í sjúkraskrá. Upplýsingar
um hvort sjúklingar hefðu greinst með annan illkynja sjúkdóm
en CLL voru sóttar til Krabbameinsskrár. Gögn um niðurstöður
litninga rannsókna fengust frá Erfða- og sameindalæknisfræði-
deild Landspítala. Upplýsingar um lyfjameðferð voru fengnar
úr Sögukerfi Landspítala/Læknaseturs og Aria-kerfi Landspít-
ala. Fyrir meðhöndlaða sjúklinga var og gerð tímasetning fyrstu
meðferðar skráð (time-to-treat). Upplýsingar um búsetu sjúk-
linga og dánardag voru fengnar úr Þjóðskrá, en upplýsingar um
dánarorsakir frá Embætti landlæknis. Til að reikna nýgengi voru
tölur yfir mannfjölda sóttar á vef Hagstofu Íslands (hagstofa.
is). Aldursstaðlað nýgengi var reiknað út frá alþjóðlegum staðli
WHO frá árinu 2000.17
Upplýsingar voru skráðar í Excel-töflureikni sem var not-
aður við samantekt og úrvinnslu gagna. Tölfræðileg grein-
ing var unnin í tölfræðiforritinu R. Cox-próf var notað til þess
að reikna lifun og tíma að meðferð. Marktækni var miðuð við
p-gildi 0,05. Áður en rannsóknin hófst fengust tilskilin leyfi
frá Persónuvernd (tilv.: 2013111400HGK/--), Vísindasiðanefnd
(tilv.: VSNb2013110023/03.07) og framkvæmdastjóra lækninga á
Landspítala (tilv.: 16 ÓB/eí). Einnig fengust leyfi frá stjórnarfor-
manni Læknasetursins og yfirlækni Krabbameinsskrár.
Niðurstöður
Í upphafi fundust 217 einstaklingar með greininguna CLL en við
yfirferð gagna voru 56 þeirra útilokaðir frá rannsóknarhópnum;
36 greindust með CLL utan rannsóknartímans, 19 höfðu ekki
rétta sjúkdómsgreiningu og einn var erlendur ríkisborgari. Alls
greindist því 161 Íslendingur (109 karlar, 52 konur) með CLL/
R A N N S Ó K N
Mynd 1a. Árlegur fjöldi og kynjaskipting CLL/SLL-greininga á rannsóknartímabilinu.
Mynd 1b. Aldur sjúklinga við greiningu CLL (rauðir stöplar). Mannfjöldi á Íslandi í
sömu aldursflokkum er sýndur til samanburðar (blá lína, Hagstofa Íslands fyrir árið
2013).
Tafla I. Fjöldi og hlutfall sjúklinga með tiltekin einkenni eða teikn. Þeir sem töld-
ust hafa B-einkenni höfðu eitt eða fleira af eftirfarandi: óútskýrðan hita, megrun
og/eða nætursvita.
Einkenni Fjöldi sjúklinga Hlutfall (%)
Þreifanlegar eitlastækkanir 40 26,5
Þreifanleg miltisstækkun 14 8,7
Vaxandi þreyta/mæði 20 13,2
Slappleiki 34 22,5
Fölvi 12 7,9
Sýkingar 25 16,6
Óeðlilegar blæðingar/marblettir 1 0,7
Óútskýrður hiti 6 4,0
Megrun 17 11,3
Nætursviti 19 12,6
B-einkenni 29 19,2
a
b