Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2016/102 179 Inngangur Áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR) einkennist af þrá- hyggjuhugsunum og áráttukenndri hegðun og hugs- un.1 ÁÞR er langvinn geðröskun sem hefur mikil áhrif á starfsgetu.2 Hjá börnum er ÁÞR í um 20-60% tilfella eina röskunin en algengustu fylgiraskanir eru kippa- raskanir (20-59%), kvíðaraskanir (19-34%) og ADHD (8-26%).3-5 Einkennamynd ÁÞR (hjá börnum og full- orðnum) er mjög misleit en algengustu einkenni eru þráhyggjuhugsanir um smithættu og afleiðingar þeirra og árátta sem snýr að því að koma í veg fyrir smit- hættu.6 Algengi ÁÞR meðal barna er frá 0,5-2%. Fyrsti meðferðarkostur er hugræn atferlismeðferð (HAM) og sérhæfð serótónín-endurupptökuhamlandi lyf (specific serotonin reuptake inhbitors; SSRI).2 Þrátt fyrir að þessi meðferðarform séu árangursrík, benda rannsóknir til þess að aðeins 20-50% barna með ÁÞR öðlist bata.4,5,7 Að auki uppfylla 40% barna enn greiningarviðmið 1-15 árum eftir að meðferð lýkur8,9 og 20% til viðbótar hafa enn hamlandi einkenni undir greiningarviðmiðum.8 Þess vegna er afar mikilvægt að börn með ÁÞR, hvort sem þau hafa aldrei þegið meðferð eða verið með- höndluð einu sinni eða oftar, fái viðeigandi, betri, og/ eða rétta samsetningu af núverandi meðferðarúrræð- um. Lýst er stöðu á gagnreyndum meðferðarúrræðum fyrir börn með ÁÞR. Við gerum greinarmun á þremur ólíkum hópum barna. Börn sem hafa ekki verið með- höndluð með fyrsta úrræði (HAM eða SSRI) (treatment- -naive), börn sem hafa verið meðhöndluð einu sinni með fyrsta úrræði en hafa svarað því illa (treatment- -resistant) og loks börn með meðferðarþolið ÁÞR (sem hvorki hafa svarað HAM né SSRI) (treatmentrefract- ory).10 Leitað var í PubMED 10. júní 2015 að eftirfarandi Áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR) hjá börnum og unglingum einkennist af þráhyggjukenndum hugsunum og áráttukenndri hegðun eða hugsun. Í þessari yfirlitsgrein er lýst gagnreyndri meðferð við ÁÞR meðal barna og unglinga. Leitað var í PubMED að öllum samanburðarrannsóknum, yfirlitsgreinum og klínískum leiðbeiningum. Hugræn atferlismeðferð (HAM) og sérhæfð serótónín-endurupptökuhamlandi lyf (SSRI) eru áhrifarík með- ferðarform fyrir börn og unglinga sem koma fyrsta sinn í meðferð. Í sam- anburðarrannsóknum hefur HAM vinninginn. Rannsóknir á börnum sem svara fyrstu meðferð illa eru takmarkaðar en benda þó til þess að áfram- haldandi HAM og SSRI séu áhrifarík úrræði fyrir þá sem ekki svara HAM en HAM+SSRI sé áhrifaríkasta úrræðið fyrir þá sem ekki svara SSRI og hafa aldrei verið meðhöndlaðir með HAM. Fyrri rannsóknir eru í samræmi við klínískar leiðbeiningar þar sem fyrsta úrræði er HAM þegar aðgengi að kunnáttumönnum í HAM er til staðar. HAM er einnig jafn árangursríkt og SSRI hjá þeim sem enn hafa talsverð einkenni eftir 14 vikur. Niður- stöður bentu ekki til þess að HAM+SSRI sé áhrifaríkara en HAM veitt af sérfræðingum. HAM+SSRI er áhrifaríkara en SSRI hjá þeim sem ekki hafa svarað SSRI. ÁGRIP leitarorðum „obsessive-compulsive disorder“, „child“ og „adolescent“ og síað eftir eftirfarandi hugtökum „randomized controlled trials“, „systematic review“, og „meta-analysis“. Einnig lásum við nýlegar yfirlits- greinar og klínískar leiðbeiningar.2,11-18 Gagnreynt fyrsta meðferðarúrræði Fyrsta meðferð fyrir ÁÞR meðal barna og unglinga er HAM og/eða SSRI. Bandarískar leiðbeiningar mæla með HAM fyrir börn sem eru með væg og miðlungs einkenni og HAM og SSRI saman fyrir börn sem eru með miðlungs og alvarleg einkenni.2 Evrópskar leið- beiningar mæla hins vegar með HAM sem fyrsta vali fyrir öll börn með ÁÞR, óháð alvarleika einkenna, en HAM og SSRI fyrir börn sem ekki svara HAM eða vilja ekki taka þátt í HAM.19 HAM HAM er skammvinn sálfræðimeðferð sem leggur áherslu á hugsun og hegðun sem hjálpar til við að draga úr einkennum ÁÞR. Markmiðið er að kenna nýjar aðferðir og viðbrögð við þráhyggjuhugsunum. HAM inniheldur hugrænt endurmat (cognitive restruct- uring) og berskjöldun með svarhömlun (exposure and response prevention). Berskjöldunaræfingar eru oft tald- ar vera áhrifaríkasti þátturinn.2,20-23 Berskjöldun vísar til þess að útsetja sig eða berskjalda sig fyrir hugsun- um, ímyndum, hlutum og aðstæðum sem vekja upp þráhyggjuhugsanir og/eða óþægilegar tilfinningar (kvíða, ógeðstilfinning). Svarhömlun felst í að ákveða að beita ekki fyrir sig áráttuhegðun þegar þráhyggju- Greinin barst 8. desember 2014, samþykkt til birtingar 15. mars 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Gagnreynd meðferð við áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum: Yfirlitsgrein Guðmundur Skarphéðinsson1 sálfræðingur, Bertrand Lauth2,3 læknir, Urður Njarðvík4 sálfræðingur, Tord Ivarsson1 læknir 1Center for Child and Adolescent Mental Health, Austur- og Suður-Noregi, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Landspítala, 4sálfræðideild Háskóla Íslands. Fyrirspurnir: Guðmundur Skarphéðinsson gudmundur. skarphedinsson @r-bup.no http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.04.75 Y F I R L I T Eins lítið og mögulegt er, eins mikið og þarf Klæðskerasniðin meðferð við ADHD FJÖLD I STYRK LEIKA Medikinet® 5 mg, 10 mg, 20 mg töflur og Medikinet® CR 5mg, 10 mg, 20 mg, 30 mg, 40 mg, 50 mg, 60 mg hörð hylki með breyttan losunarhraða. Medikinet® og Medikinet® CR innihalda methylphenidat hýdróklórið. 30 stk. pakkningar. Ábendingar: Til notkunar sem hluti af víðtækri meðferðaráætlun við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum, 6 ára og eldri, þegar stuðningsúrræði ein sér nægja ekki. Meðferð skal hefja undir umsjón sérfræðings í hegðunarröskunum barna. Greining skal vera samkvæmt gildandi DSM viðmiði eða leiðbeiningum í ICD-10 og til grundvallar skal liggja heildarsjúkrasaga og mat á sjúklingnum. Ekki má byggja greiningu eingöngu á því að eitt eða fleiri einkenni séu til staðar. Sjá nánar í SmPC. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Gláka. Krómfíklaæxli (phaeochromocytoma). Samhliða meðferð með ósértækum, óafturkræfum MAO-hemlum eða innan 14 daga eftir að meðferð með þessum lyfjum hefur verið hætt. Ofvirkni skjaldkirtils eða skjaldvakaeitrun (thyrotoxicosis). Greining eða saga um alvarlegt þunglyndi, lystarstol/átraskanir, sjálfsvígstilhneigingu, einkenni geðrofs, alvarlega skapbresti, oflæti, geðklofa, siðblindu/jaðarpersónuröskun. Greining eða saga um alvarlega og lotubundna geðhvarfasýki (tegund I). Áður greindir hjarta- og æðasjúkdómar, þar með talið verulegur háþrýstingur, hjartabilun, kransæðastífla, hjartaöng, meðfæddur hjartasjúkdómur sem hefur marktæk áhrif á lífeðlisfræði blóðrásar, hjartavöðvakvillar, hjartadrep, hjartsláttartruflanir sem geta verið lífshættulegar og jónagangasjúkdómar. Undirliggjandi sjúkdómar í heilaæðum, slagæðagúlpur í heila, æðasjúkdómar, þar með talið æðabólgur og heilablóðfall. Saga um umtalsverðan skort á magasýru (eingöngu Medikinet® CR). Skammtar: Meðferð verður að hefja undir umsjón sérfræðings í hegðunarröskunum barna og/eða unglinga. Í upphafi meðferðar með methylphenidati er nauðsynlegt að fram fari nákvæm skammtaaðlögun. Hámarks dagsskammtur af methylphenidat hýdróklóríði er 60 mg. Ítarlegar upplýsingar um skammta er að finna í SmPC. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Medice Arzneimittel Pütter GmbH & Co. KG. Umboðsaðili á Íslandi: LYFIS ehf. Sími: 534-3500, netfang: lyfis@lyfis.is. Lyfið er lyfseðils- og eftirritunarskylt. Greiðsluþátttaka SÍ: 0. Hámarksverð: Sjá lyfjaverðskrá. SmPC: Október 2015. Töflur og hylki eru í raunstærð og raunlit á myndinni. Medikinet ® CR forðahylki 5 mg 10 mg 20 mg 30 mg 40 mg 50 mg 60 mg 5 mg 10 mg 20 mg Medikinet ® töflur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.