Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 38
198 LÆKNAblaðið 2016/102 Jón Karlsson prófessor og yfirlæknir við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg hlaut nýverið norrænu verðlaunin í læknisfræði árið 2015 fyrir rannsóknir sínar og brautryðjendastarf á sviði íþróttalækninga. Verðlaunin afhen- ti Daníel Svíaprins við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi þann 27. janúar síðastliðinn. „Mér þótti afskaplega vænt um að fá þessi verðlaun og þau eru mikil viðurkenning fyrir það starf sem við höfum unnið hér undanfarna fjóra áratugi,“ segir Jón og bætir við að ekki hafi spillt fyrir að hitta ríkisarfa Svíþjóðar og snæða svo hátíðar- kvöldverð. „Þetta var mjög virðulegt og hátíðlegt.“ Auk Jóns hlutu þrír aðrir sérfræðingar í íþróttalækningum verðlaunin, Norð- mennirnir Roald Bahr og Lars Engebret- sen og Daninn Michael Kjær. Jón hefur verið búsettur í Gautaborg allar götur frá árinu 1981 er hann hélt utan frá Íslandi til framhaldsnáms í læknis- fræði og segir að val á sérgrein hafi verið hálfgerð tilviljun og enn síður hafi hann ætlað sér að setjast að í Svíþjóð til lang- frama. „Eftir kandídatsárið starfaði ég í tvö ár sem deildarlæknir á bæklunardeild Landspítala og einn af sérfræðingunum á deildinni útvegaði mér námsstöðu við Sahlgrenska-sjúkrahúsið í Gautaborg. Síðan hef ég verið hér án þess að hafa haft uppi stórar áætlanir um það í upphafi. En svona gerast hlutirnir bara og nú er ég farinn að nálgast eftirlaunaaldur,“ segir hann. Eiginkona Jóns er sænsk og eiga þau fjórar uppkomnar dætur og fjögur barna- börn. „Heimþráin hefur alltaf blundað í mér en Svíþjóð hefur farið afskaplega vel með mig,“ segir hann. Norrænu verðlaunin í læknisfræði hafa verið afhent árlega síðan 1979 og voru stofnuð af Salus, tryggingafélagi sænskra lækna. Árið 2013 rann Salus saman við Folksam-tryggingasamsteypuna og eru verðlaunin nú kennd við Folksam. Dóm- nefnd er skipuð fjórum einstaklingum úr jafnmörgum greinum læknisfræði og á hverju ári er veitt til ákveðinnar sérgrein- ar. Verðlaunin nema einni milljón sænskra króna sem skiptist á milli verðlaunahafa. Jón er vel þekktur innan sinnar sér- greinar og doktorsverkefni hans er fjallaði um nýjung í aðgerð á ökklaáverka vakti heimsathygli. „Þetta er mun einfaldari aðgerð en áður var gerð og hefur reynst mjög vel.“ Reyndar svo vel að aðgerðin er kennd við hann. „Það finnst mér nú reyndar óþarfi og hef reynt að draga úr því eftir bestu getu,“ segir hann en þess má einnig geta að auki að hann er höfund- ur nærri 30 bóka um bæklunarlækningar, ritrýndar greinar hans skipta hundruðum svo sitthvað hefur hann lagt til málanna á merkum ferli. Og er langt frá því sestur í helgan stein. „Ég er núna að rannsaka mjaðmaað- gerðir með liðspegli ásamt samstarfsfólki Jón Karlsson bæklunarlæknir Handhafi norrænu læknisfræðiverðlaunanna 2015 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson CP REYKJAVÍK er frísklegt og skapandi þjónustu- fyrirtæki sem skipuleggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. Hafðu samband og við gerum þér tilboð í ógleymanlega upplifun Suðurlandsbraut 6 - 108 Reykjavík - 510 3900 - www.cpreykjavik.is VIÐ GERUM ATVINNULÍFIÐ VIÐBURÐARÍKARA U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.