Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2016/102 169 R I T S T J Ó R N A R G R E I Nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.04.73 Fæðuofnæmi hefur farið vaxandi í hin- um vestræna heimi og er almennt talið að 4-5% barna fái fæðuofnæmi. Samkvæmt EuroPrevall-rannsókninni 2005-2010, fá tæplega 3% íslenskra barna til 2,5 árs aldurs sannanlegt fæðuofnæmi, sem er um pró- sentu hærra en áratug áður. Fæðuofnæmi getur í sínu hættulegasta formi verið lífshættulegt og hefur oft mjög mikil áhrif á einstaklinginn sem þolanda, sem og aðstandendur hans og umhverfi. Vaxandi fæðuofnæmi hefur verið áhyggjuefni í yfir 30 ár. Sem andsvar var mæðrum ráðlagt að lengja þann tíma sem börn voru eingöngu á brjósti í fjóra og síð- an sex mánuði. Þegar það dugði ekki til var foreldrum ráðlagt að gefa ekki ofnæmis- valdandi fæðu, svo sem egg, fisk og hnet- ur, fyrr en eftir eins, tveggja eða jafnvel þriggja ára aldur. En þessar aðgerðir hafa ekki minnkað fæðuofnæmi nema síður sé. Rannsóknirnir á síðasta áratug hafa bent til að það að gefa börnum snemma jarðhnetur,1 egg2 eða kúamjólk3 geti hugs- anlega komið í veg fyrir þróun ofnæmis fyrir þessum fæðutegundum. Þetta leiddi til rannsóknar á 640 breskum börnum í áhættuhópi fyrir jarðhnetuofnæmi (exem og/eða eggjaofnæmi) þar sem þeim var raðað tilviljunarkennt í tvo hópa; annars vegar hóp sem forðaðist jarðhnetur og hins vegar hóp barna sem voru látin borða jarð- hnetur frá 4-11 mánaða til 5 ára aldurs en þá voru þau metin með tilliti til jarðhnetu- ofnæmis.4 Þessi rannsókn, sem kölluð er LEAP (Learning Early About Peanut Allergy), sýndi að minnka má líkur á jarðhnetuof- næmi hjá börnum í áhættuhópi um 80% með því að gefa þeim jarðhnetur snemma. Nú í mars birtist síðan önnur rannsókn sem gerð var í framhaldi af LEAP og kall- ast EAT (Enquiring About Tolerance).5 Þar er 1303 þriggja mánaða breskum börnum sem voru eingöngu á brjósti slembiraðað í tvo hópa; annar hópurinn var látinn byrja eftir þriggja mánaða aldur að fá 6 fæðutegundir – jarðhnetur, soðin egg, kúamjólk, sesam- fræ, fisk og hveiti, en hinn hópurinn fékk eingöngu brjóstamjólk í 6 mánuði sam- kvæmt bresku leiðbeiningunum. Þegar öll börnin voru metin, burtséð frá því hvort þau héldu rannsóknaráætlun eða ekki, reyndist munurinn á hópunum ómarktæk- ur þar sem 7,1% þeirra sem voru eingöngu á brjósti fengu fæðuofnæmi en 5,6% þeirra sem fengu viðbótarfæðu snemma. Þegar eingöngu voru skoðaðir þeir sem héldu rannsóknaráætlun varð munurinn mark- tækur, það er 7,3% á móti 2,4% (p=0,01) alls, 2,5% á móti 0% (p=0,003) fyrir jarðhnetur og 5,5% á móti 1,4% (p=0,009) fyrir egg. Við nánari greiningu kom í ljós að 2 g af jarð- hnetupróteini og 4 g af eggjapróteini (2 g af eggjahvítupróteini) í að minnsta kosti fjórar vikur, frá þriggja til sex mánaða aldurs, varði gegn ofnæmi fyrir þessum fæðutegundum. EAT sýndi jafnframt að viðbótarfæðan truflaði hvorki brjóstagjöf- ina né þroska barnsins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) ráðleggur eingöngu brjóstamjólk til 6 mánaða aldurs og mjög margar þjóðir, meðal annars Íslendingar, hafa farið eftir þessum leiðbeiningum. LEAP-rannsóknin sýnir að ef beðið er með að setja jarðhnetur inn í fæði barna, eykur það beinlínis líkurnar á jarðhnetu- ofnæmi og skýrir sennilega vaxandi tíðni þess. EAT-rannsóknin staðfesti þetta en sýnir jafnframt að það þarf ákveðið magn af fæðunni til að mynda slíkt þol. Þó að margar þjóðir hafi rýmkað ráðleggingar sínar í þá átt að það sé í lagi að byrja að gefa viðbótarfæðu milli fjögurra og sex mánaða aldurs, er ástæða til að ætla að þessar rann- sóknir muni hafa afgerandi áhrif á slíkt. Í Bandaríkjunum er nú byrjað að ráðleggja að leita eftir ofnæmi hjá ungbörnum í áhættuhópi og ef þau eru ekki komin með ofnæmi fyrir jarðhnetum er ráðlagt að hefja reglulega neyslu þeirra eftir fjögurra mánaða aldur. Ísland hefur fylgt hinum Norðurlöndunum og WHO-ráðleggingun- um, sem eflaust verða endurskoðaðar í ljósi þess að viðbótarfæða með brjóstamjólk frá þriggja til sex mánaða aldurs reyndist örugg og að forða megi þúsundum barna í heiminum frá því að fá til dæmis jarð- hnetuofnæmi. Það eru þó fleiri heilsufars- þættir en ofnæmi sem þarf að taka tillit til og mikilvægt að vandað sé vel til þess þegar nýjar ráðleggingar um matargjöf til ungbarna eru gerðar. Heimildir 1. Du Toit G, Katz Y, Sasieni P, Mesher D, Maleki SJ, Fisher HR, et al. Early consumption of peanuts in infancy is associated with a low prevalence of peanut allergy. J Allergy Clin Immunol 2008; 122: 984-91. 2. Koplin JJ, Osborne NJ, Wake M, Martin PE, Gurrin LC, Robinson MN, et al. J Allergy Clin Immunol Can early introduction of egg prevent egg allergy in infants? A population-based study. J Allergy Clin Immunol 2010; 126: 807-13. 3. Katz Y, Rajuan N, Goldberg MR, Eisenberg E, Heyman E, Cohen A, et al. Early exposure to cow‘s milk protein is protective against IgE-mediated cow‘s milk protein allergy. J Allergy Clin Immunol 2010; 126: 77-82.e71. 4. Du Toit G, Roberts G, Sayre PH, Bahnson HT, Radulovic S, Santos AF, et al. Randomized trial of peanut consumption in infants at risk for peanut allergy. N Engl J Med 2015; 372: 803-13. 5. Perkin MR, et al. and Gideon Lack, M.B., B.Ch., for the EAT Study Team. Randomized Trial of Introduction of Allergenic Foods in Breast-Fed Infants. N Engl J Med; nejm.org/doi/pdf/10.1056/NEJMoa1514210 - mars 2016. Can we reverse the ever increasing morbidity of food-allergy? Sigurveig Th Sigurdardottir MD, PhD Pediatrics, Allergy and Clinical Immunology, Department of Immunology Landspitali University Hospital Reykjavik veiga@lsh.is Getum við snúið við vaxandi tíðni fæðuofnæmis? Sigurveig Þ. Sigurðardóttir sérfræðingur í barna- lækningum, ofnæmis- og ónæmislækningum, ónæmis- fræðideild Landspítalans Nýr valkostur Fyrir jafnan blóðsykur1 Er meðferðin stöðug málamiðlun milli blóðsykursfalla og viðunandi HbA1c?2,3 Myndræn framsetning unnin af Sanofi Tími frá lyfjagjöf undir húð (klst.) In nr e nn sl i g lú kó sa (m g /(k g m ín ) 3 2 1 0 60 12 18 24 30 36 Lantus® Toujeo® Stöðugt Jöfn dreifing Meira en 24 klst. Jafn verkunarprófíll Toujeo® hefur jafnari verkun en Lantus® í a.m.k. 24 klst.1 Toujeo® veitir sambærilega blóðsykur- stjórn og Lantus® með minni hættu á blóðsykurföllum hjá sjúklingum með sykursýki tegund 21,4,5 Auðveldara er að stilla Toujeo® en Lantus® til að ná meðferðarmarkmiðum1,3,4,5 Toujeo® hefur sama langtíma öryggis- prófíl og Lantus® og er á sama verði1,6,7,8 Fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 1 og 2 IS AI S- TJ O -1 6. 04 .0 00 1 insúlín glargín 300 einingar/ml NÆSTA KYNSLÓÐ GRUNNINSÚLÍNS Frá framleiðendum LANTUS insúlín glargín 100 einingar/ml 1. Toujeo sérlyfjatexti 04.12.2015 kafli 5.1 2. Cooper JG, Claudi T, Thordarson HB. Behandling av type 1-diabetes I spesialisthelsetjenesten – data fra Norsk diabetesregister for voksne. Tidsskr Nor Legeforen 2013; 133: 2257 – 61 3. Home PD, Bergenstal RM, Bolli GB. New Insulin Glargine 300Units/mL Versus Glargine 100 Units/mL in People With Type 1 Diabetes: A Randomized, Phase 3a, Open-Label Clinical Trial (EDITION 4). Diabetes Care 2015. DOI: 10.2337/dc15-0249 [Epub ahead of print 17 Juni 2015]. 4. Riddle MC, Bolli GB, Ziemen M et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using basal and mealtime insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 1). Diabetes Care 2014;37:2755–2762. 5. Yki-Järvinen H, Bergenstal R, Ziemen M, et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using oral agents and basal insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 2). Diabetes Care 2014; 37:3235–3243. 6. Lantus sérlyfjatexti 29.07.2015, kafli 5.1 7. Lantus styttur sérlyfjatexti 21.09.2015 8. Toujeo styttur sérlyfjatexti 04.12.2015 Sanofi á Íslandi, Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Sími: 535-7000. Netfang: sanofi@vistor.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.