Læknablaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 36
196 LÆKNAblaðið 2016/102
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
fræðast um efnið og hafa nýjustu upplýs-
ingar á reiðum höndum þegar veita þarf
skjólstæðingum ráðleggingar um hollt
mataræði og heilbrigðan lífsstíl. Listinn
yfir fyrirlesara er glæsilegur en þeir eru
Gary Taubes, Axel F. Sigurðsson, Tim
Noakes, Tommy Wood, Denise Minger og
Aseem Malhotra. Kynnir og fundarstjóri
ráðstefnunnar er Dr. Maryanne Demasi,
þekkt sjónvarpskona frá ABC sjónvarps-
stöðinni í Ástralíu. Nánari upplýsingar um
fyrirlesarana er að finna á heimasíðunni
www.foodloose.is en þar geta
áhugasamir jafnframt skráð sig
á ráðstefnuna.
Sykur er ekki bara sykur
Samkvæmt nýútkominni skýr-
slu heilbrigðisyfirvalda Banda-
ríkjunum er þriðji hver Banda-
ríkjamaður orðinn offeitur og
annar hver Bandaríkjamaður er
með sykursýki eða forstigsein-
kenni hennar.
Guðmundur: „Þar erum við
meira að segja að sjá offitufaraldur meðal
ungbarna, 6 mánaða gömul börn með
einkenni offitu. Það hlýtur að stafa af
umhverfisþáttum, næringunni, þar sem
hreyfingarleysi ungbarna er óþekkt hug-
tak.“
Er það sykur sem veldur þessu?
Guðmundur: „Sykurinn virðist eiga
stóran þátt í þessu en þó varla eingöngu.
Rannsóknir sýna sterk tengsl milli við-
bætts sykurs í matvælum og efnaskipta-
heilkennis en fleiri þættir spila þar inn í.“
Það er gjarnan bent á muninn á glúkósa
og frúktósa þegar rætt er um sykurneyslu.
Mannslíkaminn bregst mjög ólíkt við þess-
um tveimur einsykrum.
Guðmundur: „Nýleg rannsókn á offeit-
um börnum sem gerð var í Bandaríkjun-
um (Lustig o.fl.) sýndi til dæmis að með
því að halda sama kolvetnainnihaldi og
hitaeiningafjölda í mataræðinu en taka út
frúktósann og setja glúkósa í staðinn dró
markvert úr forstigseinkennum sykursýki
hjá börnunum á aðeins 10 dögum, án þess
að þyngd barnanna breyttist.“
Axel: „Viðbættur sykur í matvælum
er yfirleitt blanda af glúkósa og frúktósa
í mismunandi hlutföllum. Þeir sem telja
frúktósann helsta skaðvaldinn hafa bent á
að það eru eingöngu lifrarfrumur sem geta
unnið úr frúktósa en allar frumur líkam-
ans geta nýtt sér glúkósann. Frúktósinn
verður því að fara í gegnum lifrina. Mikil
neysla á frúktósa örvar framleiðslu á þrí-
glýseríðum í lifrinni. Þannig hækkar magn
þríglýseríða í blóði auk þess sem fitusöfn-
un í lifur getur orðið vandamál. Fitumagn
í líkamanum eykst þó viðkomandi sé ekki
að neyta fitu. Líkaminn er einfaldlega að
bregðast á þennan hátt við frúktósaneysl-
unni.“
Guðmundur: „Rannsóknin sem ég
nefndi sýndi einmitt að með því taka
frúktósann úr mataræðinu minnkaði
lifrarfitan og innanfitan í börnunum, þrí-
glýseríð og insúlínmagn í blóði minnkaði
þrátt fyrir að ekki væri verið að fækka
hitaeiningum eða minnka magn kolvetna í
matnum, aðeins breyta gerð þeirra.“
Axel: „Við höfum áhuga á að fjalla um
áhrif mataræðis á langvinna lífsstílssjúk-
dóma með því að vekja athygli á niður-
stöðum nýlegra rannsókna og kenninga á
þessu sviði. Því ákváðum við að fá viður-
kennda og þekkta fræði- og vísindamenn
á þessu sviði til að tala á ráðstefnunni.
Um leið viljum við að sem flest sjónar-
mið heyrist. Annað vandamál er að ráð-
leggingar um mataræði henta ekki alltaf
þeim sem þurfa mest á þeim að halda. Með
öðrum orðum, ráðleggingarnar þurfa að
vera praktískar og þess eðlis að sjúklingur
sé líklegur til að fylgja þeim. Þær þurfa
einnig að miða að einstaklingnum sjálfum
og lífsháttum hans. Þannig þarf að stýra
ráðleggingunum út frá þörfum einstak-
lingsins því það sama hentar ekki öllum.”
Kjartan: „Undanfarin 30 ár hefur
áróðurinn beinst gegn fitu í mataræðinu.
Upphaf þess má rekja til ákvörðunar
heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum
sem settu fram manneldismarkmið sem
beindust að því að lækka kólesteról í blóði,
byggt á þeirri kenningu að mettuð fita og
kólesteról í mataræði hækkuðu kólesteról
í blóði sem aftur ylli hjartasjúkdómum.
Þetta varð til þess að fitan hvarf úr matn-
um að miklu leyti og í staðinn kom unnið
korn, eða maís, sem gerbreytti í rauninni
allri undirstöðu í mataræði bandarísku
þjóðarinnar og í framhaldinu alls hins
vestræna heims. Það hlálega við þetta er
að þetta var ekki ætlun þeirra
næringarfræðinga sem lögðu
til upphaflegu breytingarnar á
mataræði bandarísku þjóðar-
innar en þarna voru greinileg
pólitísk áhrif frá matvælaiðnað-
inum svo velferð almennings
var kannski ekki efst á blaði.
Einn þeirra næringarfræðinga
sem kom að þessu spáði því að
þetta myndi valda verulegri
aukningu í offitu og sykursýki
sem svo varð raunin. Nú eru
viðhorfin að snúast við, fitan er
að koma inn aftur. Líklegra er að neysla
sykurs og unninna kolvetna sé hinn raun-
verulegi áhættuþáttur þegar kemur að
offitu, sykursýki II og hjarta- og æðasjúk-
dómum.“
Axel: „Þetta olli því að um árabil lögðu
matvælaframleiðendur áherslu á að fram-
leiða matvæli með sem lægstu fituinni-
haldi. Til að slíkur matur sé yfirhöfuð ætur
þá verður að bæta upp fituleysið með ein-
hverju öðru og algengast er að það sé gert
með viðbættum sykri. Í kjölfarið margfald-
aðist framleiðsla á maís til sýrópsgerðar
sem er aðaluppistaðan í frúktósanum sem
notaður er sem viðbættur sykur víða um
heim.“
Kjartan: „Í heilsugæslunni erum við
að meðhöndla börn og unglinga sem eru
orðin of feit. Svo virðist sem mataræði
þeirra byggist að miklu leyti á sykur-
neyslu. Gosdrykkir, ávaxtasafar og sæl-
gæti eru auðvitað augljósar ástæður en
jafnvel þar sem foreldrar eru að reyna að
halda hollari mat að börnunum er erfitt
að forðast sykurinn sem er oft falinn og
jafnvel undir öðrum nöfnum. Til dæmis
eru flestar mjólkurvörur sem ætlaðar eru
börnum með hátt sykurinnihald og lágt
fituinnihald og þetta þarf að endurskoða