Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 3
NÝJUNG PRADAXA® - EINA NÝJA SEGAVARNARLYFIÐ TIL INNTÖKU (NOAC)* MEÐ SÉRTÆKT VIÐSNÚNINGSEFNI, PRAXBIND®1-3 Pradaxa® ábenging: Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum, ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila; aldur ≥ 75 ára; hjartabilun (NYHA flokkur ≥ II); sykursýki; háþrýstingur. Meðferð hjá fullorðnum við segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki og til fyrirbyggjandi meðferðar við endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og endurteknu lungnasegareki. Praxbind® ábenging: Praxbind er sértækt viðsnúningslyf fyrir dabigatran og er ætlað fullorðnum sjúklingum sem eru á meðferð með Pradaxa (dabigatran etexílat) þegar nødvendigt hurtigt at modvirke dabigatrans antikoagulerende virkning: 1) Vegna neyðarskurðaðgerðar/áríðandi aðgerða, 2) Vegna lífshættulegrar blæðingar eða blæðingar sem ekki næst stjórn á. Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Praxbind. 2. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis (apixaban). 3. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto (rivaroxaban). *Í flokknum ný segavarnarlyf til inntöku (novel oral anticoagulation, NOAC) eru lyfin Pradaxa® (dabigatran), Xarelto (rivaroxaban) og Eliquis (apixaban). IS P R A 1 6 -0 3 2 0 1 6 Listaverk á forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni er hálf- gerð felumynd. Verkið kallast Þraut nr. 8 og er hluti af átta mynda seríu frá árinu 2013, silkiþrykk á pappír. Þrautirnar eru úr smiðju Pabbaknés og má sjá fleiri myndir af sama meiði á heimasíðu listsmiðjunnar, pabbakne.is. Um er að ræða hugarfóstur listamannsins Jóhanns Ludwigs Torfasonar (f. 1965) sem kynnti til sögunnar árið 2005 nokkurs konar verkstæði eða framleiðslu fyrirtæki sem gaf listamanninum færi á að setja fram efni í nafni einhvers annars en eigin persónu. Verkin sem þaðan koma draga dám af fjöldafram- leiðslu þótt um sé að ræða myndlistarverk í takmörkuðu upplagi. Jóhann Ludwig / Pabbakné setur gjarnan fram kerfi og ferli í formi myndrænna þrauta. Hann sýnir ólíka leiki sem líkjast borðspilum, leikföngum eða myndagátum. Þegar betur er að gáð leynast vafasamari skilaboð að baki sem samræmast ef til vill ekki þeim siðaboðskap sem almennt er við lýði. Kynferðislegir órar, fordómar og annað sem kann að krauma undir yfirborði samfélagsins er sett fram á sakleysislegan hátt, í formi keppni eða árangursmiðaðs leiks. Fagurfræði verkanna sækir í myndmál eftirstríðsáranna þegar ákveðið sakleysi og gamansemi einkenndi alla markaðssetningu. Þannig er minnt á að þau gildi og viðmið sem ríkja í siðferðismálum eru iðulega háð tíðaranda hverju sinni. Ýmist er eitthvað bælt sem síðar þykir eðlilegt að flíka, eða að dregin er upp vafasöm mynd af einhverju sem áður var látið við- gangast. Þótt framsetning verkanna undir heiti ímyndaðs fyrirtækis sé leikur einn og öllum ljóst hvaða listamaður stendur á bak við verkin opnar þetta hliðarsjálf möguleikann á annars konar tjáningu. Fyr- irtæki og einstaklingar hegða sér á ólíkan hátt, styðjast við ólík viðmið auk þess sem við- tökur fólks og væntingar eru með misjöfnu móti eftir því hvort nafngreind persóna á í hlut eða samsteypa. Jóhann Ludwig / Pabbakné tekur um þessar mundir þátt í farand- sýningu á Listasafni Akureyrar og Listasafni Árnesinga sem ber heitið Nautn þar sem sjá má þrautaseríuna í heild sinni ásamt fleiri verkum. Markús Þór Andrésson LÆKNAblaðið 2016/102 371 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson (í leyfi) Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 12.900,- m. vsk. Lausasala 1290,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Haustið er tíminn til að huga að grösum jarðar sem standa enn vel í sumarblíðunni sem hefur hefur leikið við okkur Íslendinga síðan um jól liggur við. Plöntur eru ekki allar bara til skrauts og skemmtunar, sumar voru og eru enn með talsverðan lækningamátt. Ein slík planta er Vall- humall (Achillea millefolium) sem er algeng planta, bæði í byggð og upp til fjalla. Hann var talinn gott fóður fyrr á árum. Latneska ættkvíslarheitið vísar til Akkillesar, grísku goðsagnahetjunnar úr Ilíónskviðu sem sagan segir að hafi lært að búa til verkjastillandi og mýkjandi smyrsl úr vallhumli hjá kentárkon- unginum Kíron. Seinna heitið, millefolium, þýðir þúsundblöðóttur því að blöðin eru með fjölmarga smábleðla. Á netsíðu (abh.is) Ágústs H. Bjarnasonar grasafræðings segir: Vallhumall þykir ein bezta lækningajurtin. Hann er styrkjandi, mýkjandi, samandragandi, uppleysandi, blóð- hreinsandi, bætir sinateygjur og stirðleika líkamans. Gera má duft af rótinni og er gott að strá því í illa lyktandi sár. Allt fram á þennan dag hefur vallhumall verið notaður í te, seyði og smyrsl. Seyðið er notað við margvíslegum óþægindum eins og matarólyst, meltingarvandræðum, skyr- bjúg, innyflaormum, krampa, tannverk, þvagrásarbólgum, gikt, höfuðverk og sýkingum í öndunarvegi. Vallhumalssmysl er mjög græðandi og líka oft notað sem handáburður, enda mjög mýkjandi. Það er talið eitt bezta gyllinæðar-meðal. Við heyskap sótti mjög á suma menn, að skinnið á höndum varð hart og komu sprungur í lófa og greipar. Var leitað ýmissa ráða til þess að bæta úr því og töldu margir vallhumalssmysl einna bezt til þess. Einnig var áburð- urinn notaður gegn útbrotum, bólgum, fleiðrum og sárum. Væri ígerð komin í sárið var talið til bóta að hafa dálítið af ljónslöpp (ljónslummu) með humlinum. Þá var smyrslið notað á sára kýrspena og afrifnar kýr að burði loknum. Í sóknalýs- ingu Sólheima og Dyrhóla er sagð, að þar sé notuð „samsuða af mellifólíu, ánamöðkum, sauðasmjöri og tjöru til áburðar við mari á holdi“. VS Vallhumall – bætir, hressir, kætir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.