Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 26
394 LÆKNAblaðið 2016/102 staurliðsaðgerð en ákveðið var að bíða með það að sinni og halda sýklalyfjameðferð áfram. Fimm mánuðum frá fyrstu innlögninni leitaði sjúklingur- inn enn á ný á bráðamóttöku, með tveggja daga sögu um verki og bólgu í hnénu. CRP var 180 og sökk 66. Í liðvökva voru 60.700 hvít blóðkorn/µL. Ákveðið var að hætta meðferð með ofloxacíni og rífampicíni en láta reyna á bælimeðferð með klindamýsín töflum í staðinn. Sú meðferð gagnaðist í eitt ár en þá fór ástandið versnandi með auknum verkjum og vökvasöfnun í liðnum ásamt hækkandi sökki og CRP. Staphylococcus aureus ræktaðist úr liðvökva og var það túlkað sem ný sýking ofan á hina fyrri (secondary infection). Staurliðsaðgerð var þá framkvæmd í tveimur þrepum en í fyrri aðgerðinni var gerviliðurinn fjarlægður, liðurinn hreinsaður og komið fyrir fyllingu gerðri úr beinsementi sem innihélt gentamícín (mynd 1). Sjúklingurinn var meðhöndlaður með kloxacillíni í æð. Þegar klínísk einkenni sýkingar voru horfin og sökk og CRP hafði lækkað þremur mánuðum síðar var liðurinn stífður með merg- nagla (mynd 2). Við eftirlit eftir fjóra mánuði voru engin sýkingarmerki til stað- ar. Umræða Sjúklingurinn var með sýkingu í gervilið í hné. Sýkingar af völd- um kóagúlasa-neikvæðra stafýlókokka geta verið einkennalitlar. Líklegast þykir að bakterían hafi komist inn í liðinn við einhverja ástunguna þó ekki sé hægt að útiloka blóðborna sýkingu. Það er ómögulegt að vita með vissu hvernig bakteríurnar komust inn í liðinn en við teljum engu að síður að tilfellið gefi tilefni til að vekja athygli á því að gerviliðir eru næmir fyrir sýkingum og ástungum á gerviliði fylgir sýkingarhætta. Við viljum jafnframt vekja athygli á því hvernig greiningu og meðferð er best háttað en hún víkur í vissum atriðum frá því þegar um eigin lið (native joint) er að ræða, það er að segja lið án gerviliðar. Liðblæðing (hemarthrosis) fylgir gjarnan áverkum á mjúkvefi eða bein aðlægt hnéliðnum eins og í þessu tilfelli. Brot greinast oftast á röntgenmynd en mjúkvefjaáverka getur verið erfitt að greina í upphafi meðal annars vegna þess að verkir hindra full- nægjandi skoðun. Við liðblæðingu eftir áverka á hnjám án gervi- liða er til staðar áverki á fremra krossbandið í 58% tilvika og á lið- þófum í 33%.6 Þannig eru verulegar líkur á því að það sé til staðar áverki með klíníska þýðingu ef það blæðir í hnéliðinn eftir áverka. S J Ú K R A T I L F E L L I Mynd 1. Röntgenmynd af vinstra hné sjúklingsins. Gerviliðurinn hefur verið fjar- lægður og fyllingu sem gerð er úr beinsementi komið fyrir í liðnum. Mynd 2. Röntgenmynd sem sýnir vinstra hné sjúklingsins eftir að framkvæmd hefur verið staurliðsaðgerð með mergnagla.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.