Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2016/102 387 Mynd 1d. Segulómskoðun, T2 viktuð mynd, sýnir æðaflækjuna. Blóðið er svart inni í æðaflækjunni. Engin merki eru um bjúg á aðlægum svæðum. Einnig má sjá blóð í hægra heilahólfi, þar er blóðið bæði svart og hvítt. Fer það eftir aldri blóðsins. Mynd 1c. TS æðamynd sýnir að M1 æðin (löng hvít ör) er stærri en samsvarandi æð hinum megin. Einnig má sjá tvær M2 æðar sem næra æðaflækjuna (stuttar hvítar örv- ar). Þær eru stærri en samsvarandi æðar á hinni hliðinni. Einnig má sjá stóra fráflæðis- bláæð (svartar örvar) sem liggur að þverstokki (sinus tranversus) á hægri hlið. Y F I R L I T S G R E I N skýrum hætti og hefur yfirburði yfir segulómæðamynd. Segulóm- skoðunin gefur þó betri mynd af tengslum æðaflækju og aðlægs heilavefs.2 Hefðbundin æðamyndataka (conventional angiography) er kjörrannsókn þegar kemur að því að gefa sem skarpasta mynd af uppbyggingu æðaflækjunnar, til að sýna fram á tilvist æðagúls og kortleggja bláæðafráflæðið. Æðaflækjur geta breyst og stækkað með tímanum. Þeim breytingum má fylgja eftir með myndrann- sóknum. Náttúrulegur gangur og horfur Stór krufningarannsókn gaf til kynna að eingöngu 12% æðaflækja sýndu einkenni.15 Þetta virðist vanmat því að aðrar rannsóknir benda til þess að flestar æðaflækjur blæði að minnsta kosti einu sinni.5,16 Flestar rannsóknir mæla árlega grunnáhættu á blæðingu á bilinu 2-4%.10,16-18 Blæðingunum fylgir 5-10% dánartíðni og allt að helmingur hlýtur varanlega fötlun.5 Eftir að klínísk blæðing hefur átt sér stað er árleg áhætta talin hærri en grunnáhættan. Þar eru tölur þó mjög á reiki, allt frá 4,5-34,4%.10,16,19 Besta nálgunin telur um 6% blæðingarlíkur á fyrsta árinu eftir blæðingu. Eftir fyrsta árið tekur grunnáhættan aftur við (2-4%).17,20 Í framskyggnri rann- sókn meðal 622 einstaklinga með æðaflækju sem fylgt var eftir að meðaltali í 2-3 ár var árleg hætta á blæðingu 5,9% hjá þeim sem höfðu blætt en 1,3% meðal þeirra sem ekki höfðu blætt.10 Ákveðnir þættir auka hættuna á blæðingu. Þeir helstu eru: til- vist æðagúls, fráflæði inn í djúpa bláæðakerfið, djúp staðsetning æðaflækjunnar, til að mynda í djúphnoðum (basal ganglia), fjöldi fráflæðisbláæða og loks bláæðaþrengsli.10,21 Einnig fylgja ómeðhöndluðum æðaflækjum í hnakkagróf (posterior fossa) verri horfur.22 Sjúklingar með litlar æðaflækjur eru líklega í hlutfallslega meiri blæðingarhættu vegna þess að hjá þeim er þrýstingurinn í hreiðrinu (nidus) jafnan hærri. Hækkaður blóðþrýstingur eykur einnig hættuna á blæðingu. Meðferð Áður fyrr var talið rétt að bjóða flestum einstaklingum með æðaflækju íhlutandi meðferð. Var það fyrst og fremst vegna ár- legrar blæðingaráhættu sem nefnd var að ofan. Landslagið í þessum efnum hefur breyst töluvert vegna svokallaðrar ARUBA (A Randomized Trial of Unruptured Brain Arteriovenous Mal- formations) rannsóknar sem birtist fyrir tæpum tveimur árum. Í þeirri rannsókn var 223 manns með æðaflækju í heila sem ekki hafði blætt slembiraðað, annars vegar í hóp án inngrips og hins vegar í meðferðarhóp (skurðaðgerð, geislun eða innanæðar- lokun).23 Eftir 33 mánaða eftirfylgd að meðaltali var dauði eða heilablóðfall marktækt algengara (31%) í meðferðarhópnum en í hinum hópnum (10%). Því var frekari innskráning í rannsóknina stöðvuð. Fimm ára eftirfylgd hefur ekki breytt niðurstöðunni. Vissulega hafa ýmsir gagnrýnt aðferðafræði rannsóknarinnar en niðurstöðurnar munu líklega leiða til þess að meðferð einstak- linga með æðaflækju í heila verði íhaldssamari en áður. Ekki síst á það við hjá þeim einstaklingum sem ekki hafa blætt. Því verður í hverju tilviki að spyrja eftirfarandi spurninga: Eru líkur á því að meðferðin valdi sjúklingi meiri skaða en sé hún ekki framkvæmd? Er hættan á blæðingu það mikil að hún krefj-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.