Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2016/102 393 Inngangur Sýkingar eru einn alvarlegasti fylgikvilli liðskiptaað- gerða og meðferðin krefst langrar legu á sjúkrahúsi, er mjög kostnaðarsöm og hefur neikvæð áhrif á lífsgæði.1 Tíðni sýkinga í gerviliðum í hnjám var 1,4% í nýlegri finnskri rannsókn.2 Staphylococcus aurues og kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar eru algengustu sýkingar- valdarnir.3 Flestar sýkingar koma upp á fyrstu þremur mánuðunum eftir ísetningu á gervilið í hné en tíðn- in minnkar verulega með tímanum.4 Erfitt er að sýna fram á hvernig bakteríur sem valda sýkingum í gervi- liðum komast inn í liðinn. Sú hugmynd er þó útbreidd að það gerist oftast við aðgerðina þegar gerviliðnum er komið fyrir þó einkennin komi ekki alltaf fram fyrr en að einhverjum tíma liðnum.5 Sýkingar í gerviliðum geta einnig verið blóðbornar en þær geta komið fram á hvaða tíma sem er eftir aðgerð. Skilgreiningin á blóð- borinni sýkingu er breytileg á milli rannsókna, sem og tíðnin sem þær gefa upp. Í rannsókn sem náði til 478 tilfella í Svíþjóð töldust 20% vera blóðbornar sýkingar.4 Sýkingarvaldur getur einnig komist inn í liðinn með beinum hætti en flestar rannsóknir gera ekki sérstak- lega grein fyrir þessum hópi. Í fyrrgreindri rannsókn frá Svíþjóð voru 5,7% tilvika talin vera afleiðing sýk- inga í nærliggjandi vefjum meðal annars eftir skurðað- gerðir á beinum og mjúkvefjum en í einu tilviki (0,2%) eftir liðástungu og innspýtingu barkstera. Tilfelli Áttræður karlmaður með slitgigt og gervilið í báð- um hnjám leitaði á bráðamóttöku eftir að hafa dottið og hlotið áverka á vinstra hné. Maðurinn hafði fyrst fengið gervilið í vinstra hné 14 árum áður. Vegna slits og loss á gerviliðnum hafði verið gerð enduraðgerð fimm árum fyrir núverandi komu þar sem skipt var um sköflungs- og lærleggshluta gerviliðarins auk þess Áttræður karlmaður fékk sýkingu í gervilið í hné eftir endurteknar lið- ástungur. Stungið var á liðnum vegna liðblæðinga í kjölfar áverka á sin fjórhöfðavöðva læris (m. quadriceps femoris) en sá áverki greindist þó ekki í upphafi. Til að uppræta sýkinguna reyndist nauðsynlegt að fram- kvæma staurliðsaðgerð. Tilfellið undirstrikar að gerviliðir eru næmir fyrir sýkingum. Ígrunda þarf vandlega ákvörðun um að stinga á gervilið. Nauðsynlegt er að hafa áverka á sin fjórhöfðavöðva læris í huga við áverka sem valda liðblæðingu. Rætt er um sýkingar í gerviliðum með áherslu á greiningu og fyrstu skref meðferðar. ÁGRIP sem bætt var við plasthluta á hnéskelina. Verkirnir sem hann hafði verið með löguðust eftir enduraðgerðina. Skoðun á bráðamóttöku leiddi í ljós liðblæðingu (hemarthrosis) en engin beinbrot greindust á röntgen- mynd. Engin greining var ákvörðuð né sértæk meðferð veitt. Í kjölfarið leitaði hann endurtekið á heilsugæslu- stöð vegna vökvasöfnunar í hnénu. Á 7 vikna tímabili var stungið 20 sinnum á liðnum og blóðugur liðvökvi tæmdur út. Sex vikum eftir síðustu ástunguna leitaði hann á bráðamóttöku á ný vegna verks í vinstra hné sem byrjaði skyndilega sólarhring áður. Hann var hitalaus (37,6° C). Talsverður vökvi var í liðnum auk þess sem húðin umhverfis var rauð og heit. CRP mældist 142 mg/L. Framkvæmd var liðástunga og í liðvökvanum voru 26.000 hvít blóðkorn/µL, þar af voru daufkyrn- ingar 93%. Liðvökvinn var sendur í bakteríuræktun. Sjúklingurinn lagðist inn á smitsjúkdómadeild og fékk vankómýcín í æð. Liðurinn var hreinsaður á skurð- stofu þremur dögum eftir innlögn. Ræktanir sem tekn- ar voru í aðgerðinni voru neikvæðar en kóagúlasa-nei- kvæðir stafýlókokkar ræktuðust úr liðvökvanum frá ástungunni og voru þeir næmir fyrir kloxacillíni sem sjúklingurinn var þá meðhöndlaður með í æð í tvær vikur. Að því búnu útskrifaðist hann á ofloxacín-töfl- um og rífampicín-hylkjum. Rúmum mánuði síðar kom hann til eftirlits. Hann hafði haft verki í hnénu og það var enn nokkuð bólgið. Við skoðun kom fram að sin fjórhöfðavöðva læris var slitin. Vegna þess hversu langt var liðið frá áverkan- um hafði vöðvinn dregist saman og bilið á milli enda sinarinnar var því orðið stórt. Við slíkar aðstæður er talsvert erfitt að gera við sinina. Án réttigetu hefði nýr gerviliður sem hluti af skurðmeðferð vegna sýk- ingarinnar hins vegar ekki nýst sjúklingnum nema að takmörkuðu leyti. Til greina kom að framkvæma Greinin barst 16. nóvember 2015, samþykkt til birtingar 30. maí 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Sýking í gervilið í hné eftir endurteknar liðástungur Eyþór Örn Jónsson1, Hera Jóhannesdóttir2, Anna Stefánsdóttir3 Höfundar eru öll læknar. 1Bæklunarskurðdeild Sahlgrenska háskólasjúkrahússins í Gautaborg, Svíþjóð, 2bæklunarskurðdeild Landspítala, 3bæklunarskurðdeild háskólasjúkrahússins á Skáni, Svíþjóð. http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.09.97 S J Ú K R A T I L F E L L I Fyrirspurnir: Eyþór Örn Jónsson, eythororn@gmail.com PRALUENT®: Ný kólesteróllækkandi meðferð1 Muliggjør LDL-C måloppnåelse1 alirokumab Algengar aukaverkanir: Húð: Kláði. Öndunarfæri: Einkenni frá efri öndunarvegi þ.á.m. verkur í munnkoki, nefrennsli og hnerri. Annað: Viðbrögð á stungustað þ.á.m. hörundsroði/roði, kláði, þroti, verkur/eymsli5 Ef fram koma alvarleg ofnæmisviðbrögð skal hætta meðferð og hefja viðeigandi einkennameðferð. Notið með varúð hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi6 Ábending: Praluent er ætlað, til viðbótar við ákveðið mataræði, til notkunar hjá fullorðnum með frumkomna kólesterólhækkun í blóði (arfblendna ættgenga kólesterólhækkun og kólesterólhækkun sem ekki er arfgeng) eða blandaða blóðfituröskun: í samhliðameðferð með statíni eða statíni með öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ná ekki viðmiðunarmörkum LDL-kólesteróls með hámarks þolanlegum skammti af statíni eða, í einlyfjameðferð eða samhliða öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ekki þola statín eða mega ekki nota statín. Ekki hefur enn verið sýnt fram á áhrif Praluent á hjarta-og æðasjúkdóma og dauðsföll vegna þeirra.1 1. PRALUENT SPC. 2107.2016 punkt 4.1. 2.PRALUENT SPC 21.07.2016 punkt 5.1. 3. Cannon CP, Cariou B, Blom D et al. Efficacy and safety of alirocumab in high cardiovascular risk patients with inadequately controlled hypercholesterolaemia on maximally tolerated doses of statins: the ODYSSEY COMBO II randomized controlled trial. Eur Heart J. 2015; 36(19):1186-94. 4. Robinson JG, Farnier M, Krempf M et al. Efficacy and Safety of Alirocumab in Reducing Lipids and Cardiovascular Events. N Engl J Med 2015;372:1489-99. 5. PRALUENT SPC 21.07.2016 punkt 4.8 6. PRALUENT SPC 21.07.2016 kafli 4.4* Samanborið við lyfleysu eða ezetimib, sem viðbót við statin. SANO.ALI.16.09.0001 Vistor hf, Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími: 535-7000. www.vistor.is ÖFLUG VIÐBÓT VIÐ STATÍN TIL LÆKKUNAR Á LDL-C *… … OG ENN ÖFLUGRI MEÐFERÐ EF ÞÖRF KREFUR2,3,4 ALLT AÐ 61% LÆKKUN Á LDL-C BORIÐ SAMAN VIÐ GRUNNLÍNU, sem viðbót við hæsta skammt af statíni sem þolist2,4

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.