Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 34
402 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Þótt læknar vinni mikið finna þeir sér margir tómstundagaman, hobbí, til að stunda í frítíma sínum. Þessi hobbí eru af ýmsum toga, sumir spana upp á fjöll hvenær sem þeir eiga lausa stund, aðrir stunda golf eða aðrar íþróttir eða spila bridds. Og svo er nokkuð fjölmennur hópur sem helgar frítímann tónlistinni. Margir sækja reglulega tónleika og óperu en aðrir láta ekki nægja að hlusta á aðra heldur vilja leggja sitt af mörkum með hljóðfæraleik eða söng. Viðmælendur Læknablaðsins falla í síðastnefnda flokkinn, þeir syngja í kór. Eiríkur Jónsson skurðlæknir og heimilis- læknarnir Jón Steinar Jónsson og Sverrir Jónsson eiga það sameiginlegt að syngja í karlakór. Þrátt fyrir sama föðurnafn eru þeir ekki bræður en þeir eru Fóstbræður og eru að búa sig undir þátttöku í aldaraf- mæli þess ágæta kórs síðar í haust. Sam- anlagður ferill þeirra í kórnum er orðinn nokkuð langur þótt ekki spanni hann heila öld. Jón Steinar hefur verið lengst, eða í 20 ár, Sverrir í 14 ár og Eiríkur í sex ár. Hvers vegna að ganga í kór? Blaðamaður stefndi þeim á Kaffi Loka á Skólavörðuholti og fyrsta spurningin sem lögð var fyrir þá var einfaldlega: Hvers vegna syngið þið í kór? Jón Steinar: Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist þótt ég hafi ekki haft tækifæri til að læra hana. Afi kenndi mér þó stafrófið svo ég kann undirstöðuatriðin í nótna- lestri. Hann var karlakóramaður austan af Héraði og ég fór oft með honum á tón- leika með ónefndnum karlakór. Ég var ákveðinn í því frá blautu barnsbeini að ég ætlaði að syngja í karlakór. Ég byrjaði að vísu í blönduðum kórum í Bústaðakirkju og víðar, en lengst hef ég þó sungið með Fóstbræðrum. Sverrir: Ég söng ekkert fyrr en ég var um fertugt þótt ég ætlaði mér alltaf að syngja í kór. Ég neitaði að læra á hljóð- færi sem krakki en það var söngfólk í fjölskyldunni svo ég reiknaði alltaf með þessu. Árið 1993 fluttum við austur á Hvolsvöll og þá byrjaði ég að syngja með Karlakór Rangæinga. Þá komst ég að því að ég kunni lítið að beita röddinni og þegar ég fór að leita eftir aðstoð fann ég út að það var ekkert í boði þar eystra nema reglulegt söngnám. Ég fór í slíkt nám og lærði í nokkur ár hjá Jóni Sigurbjörnssyni söngvara og leikara. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur fór ég í Fóstbræður og hef verið þar síðan árið 2002. Eiríkur: Ég söng í MK-kórnum með Jóni Steinari á menntaskólaárunum og föndraði aðeins við píanónám. En eftir að ég kom heim úr sérnámi 1993 fórum við hjónin í Fílharmóníuna. Þar söng ég tenór í blönduðum kór í nokkur ár og átti í smávandræðum með röddina því tenór í blönduðum kór er dálítið strekktur fyrir mann sem er nær því að vera baritón. Ég hafði alltaf áhuga á að fara í karlakór og vonaðist eftir því að það hitti betur á röddina. Þar syng ég fyrsta bassa og líkar vel. Mig langaði alltaf að komast inn í þennan karlakórahljóm sem er svo flottur. Svo var það félagsskapurinn. Með fullri virðingu fyrir samstarfskonum mínum þótti mér gaman að koma í karlahópinn. Þetta er blandaður hópur allsstaðar að úr samfélaginu sem er svo skemmtilegt. Sumir fara í karlaklúbba, læons og rótarí, en þetta er annars konar framlag til sam- félagsins. Annar kúltúr og svartur húmor Jón Steinar: Ég hef oft sagt það við kon- urnar sem ég vinn með að ef ég væri ekki í Fóstbræðrum væri ég kominn á blæðingar og með brjóst. Þær taka því vel. Það er frábært að vinna með konum en í kórnum er annar kúltúr, annar húmor. Hann er frekar svartur en góður og þú upplifir hann ekki á kvennavinnustað. Svo er það náttúrulega hljómurinn sem getur verið bæði öflugur og mjúkur. Menn hafa ýmis áhugamál en þegar maður er innan um 100 karla og er ekki að keppa við þá eins og í golfi hverfur maður inn í samhljóm, í harmóníu við 100 aðra karla. Ég hef oft svarað því til þegar ég er spurður af hverju ég hafi valið þetta hobbí, að það syngi enginn vondur maður. Það er því enginn vondur maður í þessum félags- skap. Blaðamaður vitnar í grein sem hann ritaði fyrir Læknablaðið haustið 2013 um norska rannsókn sem sýndi ótvírætt að tónlistaráhugi og -kunnátta væri útbreiddari meðal lækna en annarra menntastétta. Þetta gátu þeir félagar tekið undir og Sverrir benti einmitt á sin- fóníutónleika sem margir læknar sæktu reglulega. Þeir höfðu ekki neina skýringu á þessum mun en Eiríkur setti þessa fram: Kannski urðu þeir læknar af því þeim tókst ekki að verða alvöru tónlistarmenn eins og þá langaði til. Sverrir og Jón Steinar bentu á að í læknastétt væru til atvinnutónlistarmenn. Þeir töldu áhugavert að skoða hversu margir læknar syngi í kórum hér á landi, þeir væru eflaust allmargir. Söngur er ákveðin „hreyfing“ – En eftir hverju eru menn að sækjast með því að syngja í kór? Eiríkur: Það sem ég held að menn séu að sækjast eftir er að upplifa eins konar katharsis, hreinsun. Í söngnum upplifa þeir slökun og íhugun, gleyma stund og stað og hreinsa hugann. Harmónían hefur þessi áhrif. Hreinsun, slökun, harmónía – er það sem er eftirsóknarverðast við að syngja í kór, segja þrír læknar sem syngja með aldargömlum karlakór, Fóstbræðrum ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.