Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 12
380 LÆKNAblaðið 2016/102 kvennanna neyttu meira en sem svarar 50 g af viðbættum sykri á dag, sem í praktískum tilgangi er notað sem viðmið um efri mörk neyslu á viðbættum sykri (samsvarar 10% af heildarorku miðað við 2000 hitaeininga fæði). Um 15% kvennanna borðaði að með- altali meira en 100 g af viðbættum sykri á dag (sem samsvarar rúmlega einum desilítra). Í töflu III má sjá heildarneyslu vítamína og steinefna sem feng- ust úr mat og bætiefnum. Meðalneysla vítamína og steinefna var almennt meiri en RDS fyrir viðkomandi næringarefni. Hins vegar gæti að minnsta kosti fjórðungur kvennanna átt á hættu að fullnægja ekki þörf sinni fyrir D-vítamín, joð og fólat (metið sem minni neysla en áætluð meðalþörf). Hætta á ofneyslu vítamína og steinefna (úr fæði og bætiefnum) virtist ekki vera til staðar í þýðinu. Tafla IV sýnir meðalneyslu valinna fæðutegunda og matvæla úr mismunandi fæðuflokkum. Einungis fjórðungur náði mark- miðum um neyslu sem svarar 200 g af ávöxtum á dag og 36% borðuðu minna en sem svarar einum ávexti á dag (100 g). Innan við 10% náði markmiðum um neyslu að minnsta kosti 200 g af grænmeti á dag og tæplega 40% neyttu sem svarar 100 g af græn- meti á dag að jafnaði. Neysla á baunum, ertum, hnetum og fræjum mældist mjög lág og aðeins lítill hluti virtist neyta þessara vara. Ef miðað er við að hver fiskmáltíð sé um það bil 150 g benda niður- stöðurnar til þess að konurnar hafi borðað fisk rúmlega einu sinni í viku að jafnaði (meðalneysla 29±29 g/dag), en ráðlagt er að fiskur sé á borðum að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku (sem sam- svarar rúmlega 40 g/dag að jafnaði). Rúmlega fjórðungur drakk meira en sem nemur stóru glasi af gos- og svaladrykkjum daglega (300 ml). Miðgildi neyslu á mjólk og mjólkurvörum (346 g/dag miðað við 258 g/dag, p<0,05), gos- og svaladrykkjum (200 g/dag miðað við 122 g/dag, p<0,05) og kartöfluflögum og poppi (13 g/dag miðað við 0 g/dag, p<0,05) var hærra meðal kvenna með LÞS ≥30 kg/m2 fyr- ir þungun heldur en kvenna sem voru í kjörþyngd fyrir þungun. Ekki reyndist marktækur munur á fæðuvali kvenna sem flokkuð- ust í ofþyngd miðað við konur í kjörþyngd. Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að töluverð tækifæri ættu að vera til að bæta mataræði þungaðra kvenna og kvenna á barneignaraldri. Hluti barnshafandi kvenna virtist ekki fullnægja þörf fyrir næringarefni á borð við joð, D-vítamín og DHA, sem öll gegna lykilhlutverki við fósturþroska.17-20 Lítil gæði heildarmatar- æðis hér á landi eru í samræmi við niðurstöður erlendra rann- sókna.21-22 Hins vegar virtist hætta á ofneyslu vítamína og steinefna ekki vera til staðar miðað við þá neyslu fæðu og fæðubótarefna sem skráð var í matardagbækurnar. Í rannsókninni reyndist almennt ekki vera mikill munur á mataræði kvenna sem voru í kjörþyngd og þeirra sem voru of feitar áður en þær urðu barnshafandi. Hins vegar benda niðurstöðurnar til þess að konur í kjörþyngd fyrir meðgöngu neyti ívið minna af óhollum fæðutegundum á borð við gos- og svaladrykki og snakk. Áður birtar niðurstöður norsku MoBa (Norwegian Mother and Child Cohort Study; n~87.000) og dönsku DNBC (Danish National Birth Cohort; n~70.000) rannsóknanna benda til að fæðumynstur kvenna á meðgöngu, sem einkennist af ríflegri neyslu ávaxta og grænmetis, fisks og hollrar fitu en um leið minni neyslu á nær- ingarsnauðum fæðutegundum, tengist minni líkum á meðgöngu- eitrun, fyrirburafæðingum og öðrum meðgöngukvillum.11-13,23,24 Fyrri greiningar gagna í rannsókn okkar sýndu að heilsusamlegt mataræði kvenna á meðgöngu tengist minni líkum á meðgöngu- sykursýki, eftir að leiðrétt hafði verið fyrir þáttum á borð við ald- ur, fjölda fyrri barna, þyngd fyrir meðgöngu, orkuinntöku á með- R A N N S Ó K N Tafla II. Orka og orkuefandi næringarefni í fæði þátttakenda ásamt ráðlagðri neyslu samkvæmt norrænum og íslenskum ráðleggingum.14,15 Niðurstöður eru birtar sem meðaltal, staðalfrávik (SF) og hundraðshlutar. Ráðlegging % Meðaltal SF Hundraðshlutar n=183 5 25 50 75 95 Orka kcal 2149 447 1414 1838 2143 2399 2967 Prótein E% 10-20 16 2 12 14 16 17 20 Fita E% 25-40 35 5 28 31 34 38 43 Mettaðar fitusýrur E% <10 14 2 10 12 14 15 18 Einómettaðar fitusýrur E% 10-20 11 2 8 10 11 12 15 Fjölómettaðar fiturýrur E% 5-10 6 2 3 4 6 7 9 Lífsnauðsynlegar fitusýrur* E% ≥5 12 4 6 9 12 15 20 n-3 fitursýrur (heild)** E% 1 2,7 1,5 1,1 1,7 2,3 3,1 5,5 Langar n-3 fitusýrur*** E% - 0,2 0,3 0,0 0,1 0,1 0,3 0,9 DHA (C22:6. n-3) mg 200 mg/dag 293 370 28 63 123 378 1160 Transfitusýrur E% eins lágt og mögulegt er 0,7 0,2 0,4 0,5 0,7 0,8 1,1 Kolvetni E% 45-60 48 5 39 44 48 52 55 Viðbættur sykur E% <10 12 5 5 9 11 15 21 Trefjar g/MJ 3 g/MJ 2,1 0,6 1,3 1,7 2,1 2,5 3,3 *C18:2 n-6 and C18:3 n-3 ** C18:3 n-3, C18:4 n-3, C20:3 n-3, C20:4 n-3, C20:5 n-3, C22:3 n-3, C22:5 n-3, C22:6 n-3 ***C20:3 n-3, C20:4 n-3, C20:5 n-3, C22:3 n-3, C22:5 n-3, C22:6 n-3

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.