Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2016/102 407
Undirbúningur og upphaf ferðar
Þeir vinirnir Bright og Holland fréttu af
fyrirætlunum Mackensies og buðu sig
fram til þátttöku í ferðinni.
Áður en lagt var af stað skiptu ferðafé-
lagarnir með sér verkum.
Auk fararstjórnar var það hlutverk
Mackensies að safna jarðfræðigögnum
auk upplýsinga um landbúnað og aðra at-
vinnuhætti Íslendinga. Bright átti að safna
gögnum um grasafræði og dýrafræði Ís-
lands. Holland skyldi afla gagna um sögu
landsins, bókmenntir, trúmál, stjórnarfar
og heilsufar landsmanna.
Þeir félagar hófu ferðina í Leith og
sigldu fyrst til Stromness í Orkneyjum.
Þar biðu þeir skipsins Elbu er flutti þá til
Reykjavíkur.
Siglingin frá Orkneyjum tók 9 daga í
misgóðum byr og komu þeir til Reykjavík-
ur 7. maí.
Reykjavík
Þeir félagar komu helst til snemma til að
ferðast um landið. Þannig gekk illa að út-
vega ferðafæra hesta og urðu þeir að bíða
í Reykjavík í tvær vikur áður en þeir gætu
lagt í fyrstu ferð sína. Samtals dvöldust
þeir meira en þriðjung dvalartímans í
Reykjavík.
Þeir koma hingað ári eftir að Jörundur
var hér og bærinn býr enn að afleiðingum
þess ævintýris. Trampe greifi er farinn
brott sem fangi og hús hans stendur autt.
Mackensie hafði vingast við hann bréflega
og bauðst þeim að búa í húsi hans sem
enn stendur við Austurstræti og var þá eitt
besta hús bæjarins.
Reykjavík líst þeim frekar ömurleg,
húsin flest hreysi. Jafnvel fyrirmenn búa
lélega.
Það er vel tekið við þeim og þeim
boðið til ýmissa helstu manna, svo sem
Frydenbergs landfógeta, Krogs landlæknis
í Nesi, Geirs Vídalíns biskups og Ólafs
Stephensens í Viðey sem býður þeim í
eina af sínum frægu stórveislum. Þeir færa
landlækni kúabóluhrúður en vegna skorts
á því munu bólusetningar þá hafa verið
aflagðar. Holland vingast sérlega við Geir
„góða“ biskup og þeir eiga margar góðar
samræður á latínu.
Þeim er boðið á dansleiki undir ömur-
legum hljóðfæraslætti.
Gullbringusýsla
Fyrsta ferð þeirra var um Reykjanes og
tók 13 daga. Þeir fóru frá Reykjavík 21.
maí fótgangandi en með fimm hesta undir
klyfjum.
Þeir gistu fyrstu tvær næturnar í
Hafnarfirði á heimili Bjarna Sívertsen í
góðu yfirlæti. Annan daginn skruppu þeir
að Bessastöðum að hlýða á próf skólapilta.
Þótti þeim aðbúnaður þar slæmur. Á þriðja
degi halda þeir áleiðis til Krýsuvíkur með
kaldri tjaldgistingu við Kaldá á leiðinni.
Í Krýsuvík gistu þeir í kirkjunni en það
gerðu þeir allvíða þar sem þeim bauð við
húsakynnum á bæjum sem Holland líkir
við moldvörpu- eða kanínubú. Þeir skoða
af áhuga brennisteinshveri við Krýsuvík
enda var brennisteinn á þeim tíma dýr-
mætt efni til púðurgerðar.
Þeir halda síðan vestur með ströndinni
til Grindavíkur og virða í leiðinni fyrir
sér sjóbúðalíf og fiskverkun. Hætt er við
að fara út á Reykjanes vegna óveðurs og
haldið til Keflavíkur þar sem þeim var vel
tekið af Jacobæusi kaupmanni og voru þar
veðurtepptir í fjórar nætur. Á leið þaðan
varð Holland viðskila við félagana og lenti
í hremmingum í úfnu hrauni.
Borgarfjörður og Snæfellsnes
Ferðalangarnir höfðu ætlað sér að fara
norður í land, allt til Mývatns en hættu við
það sökum tímaskorts. Varð úr að halda
vestur á Snæfellsnes og skoða í leiðinni
byggðir Borgarfjarðar.
Eftir 12 daga dvöl í Reykjavík var lagt af
stað og var leiðangurinn nú kominn með
10 hesta og tvo fylgdarmenn auk Ólafs.
Þremenningarnir fóru fyrst með bát
upp á Kjalarnes en fylgdarmenn og hestar
fóru landleið. Gist var fyrst í kirkju í Braut-
arholti en síðan í myndarbæ að Hálsi í
Kjós.
Þeir voru ferjaðir frá Hvítanesi yfir að
Saurbæ og gistu þar í kirkju hjá séra Jóni
O. Hjaltalín föður Jóns landlæknis.
Næst var haldið að Innrahólmi en þeir
áttu heimboð til Magnúsar Stephensens
og tók hann og fjölskylda hans vel á móti
þeim, veitti vel og skemmti með hljóð-
færaleik. Holland var ekki hrifinn af
Magnúsi en Mackensie líkaði hann betur.
Magnús fylgdi þeim síðan að Hvanneyri
með viðkomu að Leirá þar sem prent-
smiðjan í Leirárgörðum var skoðuð. Stefán
Stephensen amtmaður, bróðir Magnúsar
bjó að Hvanneyri og var þeim þar tekið af
rausn.
Næsti náttstaður þeirra var Svignaskarð
en þaðan liggur leið þeirra um Skarðsheiði
vestari, með fjöllum, yfir hraun og mýrar-
fláka út sunnanvert Snæfellsnes allt að
Búðum. Gist er í kirkjum. Verstu farartálm-
arnir eru mýrarnar þar sem „hvert fótmál
var stigið í skjálfandi ótta“ og hestarnir
lágu hvað eftir annað á kviði í keldunum.
Á Búðum og Stapa eru verslunarstaðir
og er þeim rausnarlega tekið. Náttúrufeg-
urð staðanna hrífur þá, einkum ströndin
við Stapa og bergmyndanir þar.
Þeir höfðu vonast til að komast á jökul-
inn frá Stapa en ekki viðraði svo þeir drifu
sig til Ólafsvíkur. Þar tók við þeim Holger
Clausen kaupmaður og kona hans Val-
gerður sem þá var talin fegurst kvenna á
Íslandi, enda segist Holland ekki hafa séð
aðra fegurri í ferðinni.
Reykjavík