Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.2016, Side 17

Læknablaðið - 01.09.2016, Side 17
LÆKNAblaðið 2016/102 385 http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.09.96 Y F I R L I T S G R E I N Inngangur Í æðaflækjum hefur frumstæð tenging á milli slagæða- kerfis og bláæðakerfis haldist frá fósturstigi. Ekkert háræðakerfi er til staðar í hreiðri (nidus) æðaflækj- unnar. Hreiðrið er miðjan þar sem nærandi slagæðar ( feeding arteries) flækjunnar koma saman og tengjast bláæðum hennar. Æðaflækjur eru algengastar ofan hnykiltjalds (supratentorial) í heilanum og yfirleitt er um stakar breytingar að ræða.1,2,3 Alvarlegasta afleiðing æðaflækju í heila er heilablæðing. Flestar æðaflækjur bera merki fyrri smærri blæðinga á næmum myndrannsóknum, jafnvel þó að einkennagefandi blæðingar hafi ekki átt sér stað. Æðaflækjur geta einnig valdið staðbundnum taugaein- kennum, flogum og höfuðverk.1-3 Meðferð æðaflækja er vandasöm. Algengust er skurðaðgerð þar sem leitast er við að loka nærandi slagæðum. Einnig er notast við þrívíddarmiðaða (stereotactic) geislameðferð eða innanæðarlokun (endovascular embolization) í sama til- gangi.1-3 Í þessari grein er yfirlit yfir faraldsfræði, ein- kenni, greiningu og meðferð æðaflækja í heila. Ekki verða ræddar aðrar æðamissmíðar eins og æðaflækjur í mænu eða æðahnoð (cavernous hemangioma). Aðferðir Gerð var leit í PubMed gagnasafninu. Notuð voru leitarorðin „cerebral arteriovenous malformations“ og „arteriovenous malformations of the brain“. Alls feng- ust 20074 (10146, 9928 ) heimildir í þeirri leit. Áhersla var lögð á greinar sem birst hafa eftir 1990, en í vissum tilvikum leiddi leitin í ljós mikilvægar eldri heimildir. Eingöngu voru lesin ágrip á ensku. Aðeins voru lesnar greinar úr virtum ritrýndum tímaritum í taugalækn- Æðaflækjur í heila eru sjaldgæfar en geta valdið alvarlegum heilablæðing- um, varanlegri fötlun og dauða. Auk þessa geta þær valdið staðbundnum taugaeinkennum, flogum og höfuðverk. Meðferð æðaflækja er vandasöm. Algengust er skurðaðgerð þar sem leitast er við að loka nærandi slag- æðum. Einnig er notast við þrívíddarmiðaða (stereotactic) geislameðferð eða innanæðarlokun (endovascular embolization) í sama tilgangi. Velja þarf rétta meðferð fyrir hvert tilfelli og oft þarf að beita fleiru en einu með- ferðarformi til að loka æðaflækjunni. Nýlegar rannsóknir benda til þess að ekki eigi að grípa til aðgerðar þegar æðaflækjur hafa ekki blætt. Í þessari grein er veitt yfirlit yfir faraldsfræði, einkenni, greiningu og meðferð æða- flækja í heila. ÁGRIP ingum, taugaskurðlækningum og myndrannsóknum. Ágrip af fundum eða veggspjöldum voru ekki skoðuð. Gerðar voru þær kröfur að tilfellaraðir yrðu að hafa fleiri en 50 sjúklinga til að koma til álita. Yfirlitsgreinar í virtum tímaritum voru einnig teknar til greina. Grein- ar voru valdar út frá mikilvægi og þýðingu fyrir ritun þessarar yfirlitsgreinar. Af ofantöldum fjölda heimilda voru 332 ágrip lesin. Á grunni þeirra voru 64 greinar lesnar og af þeim var efni úr 43 notað í þessa grein. Faraldsfræði Æðaflækjur í heila eru jafnalgengar hjá báðum kynjum. Þar sem hluti einstaklinga er einkennalaus alla ævi er afar erfitt að segja til um algengi. Það hefur verið áætl- að um 0,01%, sem þýðir að einn af hverjum 10.000 hafi æðaflækju.5,6 Nýgengi einkennagefandi æðaflækja hef- ur verið áætlað rúmlega eitt tilvik á hverja 100.000 íbúa á ári.4 Samkvæmt því ættu um þrír til fjórir að veikj- ast árlega hérlendis. Aukin notkun myndgreiningar á síðari árum veldur því að fleiri greinast fyrir tilviljun.7 Meirihluti æðaflækja í heila eru stök tilvik (sporadic). Til eru ættlæg heilkenni eins og Osler-Weber-Rendu og Sturge-Weber heilkennin, þar eru æðaflækjur oft til staðar í fleiri líffærum en heilanum.2 Athyglisvert er að algengi æðaflækja í samanburði við æðagúla virðist afar mismunandi eftir löndum og kynþáttum. Til að mynda eru æðagúlar fimmfalt al- gengari en æðaflækjur í Bandaríkjunum og 14 sinnum algengari í Bretlandi. Hlutfallið er jafnt í Katar, Sádi-Ar- abíu og Kína. Í Singapúr er þessu öfugt farið, þar eru æðaflækjur fjórfalt algengari en æðagúlar.8 Greinin barst 22. febrúar 2016, samþykkt til birtingar 8. júlí 2016. Æðaflækjur í heila – yfirlitsgrein Ólafur Árni Sveinsson1 læknir, Ingvar H. Ólafsson2 læknir, Einar Már Valdimarsson3 læknir 1Taugadeild Karolinska Sjúkrahússins, Stokkhólmi, 2heila- og taugaskurðdeild, 3taugalækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Ólafur Sveinsson, olafur.sveinsson@karolinska.se

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.