Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2016/102 383 R A N N S Ó K N ar fyrir ófullnægjandi mataræði fremur en að gera ráð fyrir að all- ar konur sem eru yfir kjörþyngd séu í aukinni hættu.15 Mikilvægi fólats fyrir barnshafandi konur er vel þekkt og er hluti af klínískum leiðbeiningum um meðgönguvernd.25 Engu að síður benda niðurstöður rannsóknar okkar til þess að hluti kvenna fái ekki nægjanlegt fólat með fæðu og/eða bætiefnatöku. Minna en fjórðungur kvennanna fékk að minnsta kosti 500 µg af fólati/ fólsýru úr mat og fæðubótarefnum á dag eins og ráðlagt er.14,16 Litla neyslu fólats úr fæði má rekja til lítillar neyslu á ávöxtum, græn- meti, hnetum, baunum, ertum og fræjum. Aukinn hlutur þessara fæðutegunda í fæði allra kvenna á barneignaaldri myndi stuðla að bættu almennu næringarástandi þeirra og gæti hugsanlega skilað sér í færri fylgikvillum á meðgöngu.10-13,23,24 Lítil neysla D-vítamíns meðal hluta kvennanna í rannsókninni kom ekki á óvart og er í samræmi við niðurstöður annarra íslenskra rannsókna á matar- æði landsmanna.5-8 Ekki er minnst sérstaklega á DHA og joð í bæklingnum Matur og meðganga26 eða klínískum leiðbeiningum um meðgönguvernd.25 Þessi næringarefni gegna hlutverki við þroska miðtaugakerfisins og hefur lítil neysla þeirra á meðgöngu meðal annars verið tengd slakari útkomu á greindar- og þroskaprófum barna.17-19,33 Þessi efni eiga það sameiginlegt að þau er að finna í töluverðu magni í fiski (DHA í feitum fiski en joð í mögrum fiski). Litla neyslu DHA og joðs meðal hluta kvenna í rannsókninni má rekja til lítillar fiskneyslu þeirra, sem þær betrumbæta ekki með notkun bætiefna á borð við lýsi (eða aðra fiskiolíu) eða ríflegri neyslu annarra mat- væla sem innihalda joð. Mjólkurvörur eru góð uppspretta joðs í íslensku mataræði og benda fyrri rannsóknir til þess að barnshaf- andi konur sem ekki fylgja ráðleggingum um fiskneyslu (tvisvar sinnum í viku) og notkun mjólkurvara (tveir skammtar á dag) gætu verið í hættu á joðskorti.9 Styrkleiki rannsóknarinnar felst fyrst og fremst í mikilli ná- kvæmni við könnun á mataræði þátttakenda, þar sem tekið var tillit til mismunandi skammtastærða. Vanskráning á neyslu er þó þekkt vandamál meðal einstaklinga yfir kjörþyngd og ekki hægt að útiloka að neysla hafi verið að einhverju leyti vanskráð í rannsókninni.34 Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á orkuneyslu kvenna eftir þyngd þeirra, auk þess sem konur sem voru í kjörþyngd fyrir meðgöngu höfðu þyngst meira við 20. viku meðgöngu heldur en konur sem töldust of feitar fyrir meðgöngu. Teljum við þetta endurspegla nokkuð góða skráningu gagna, þar sem orkuþörf kvenna sem eru yfir kjörþyngd er að öllu jöfnu meiri en kvenna í kjörþyngd og þær þyngjast þar af leiðandi minna við sömu orkuneyslu. Takmarkandi þáttur í rannsókninni var að kon- urnar voru allar búsettar á höfuðborgarsvæðinu. Við teljum samt að niðurstöðurnar megi yfirfæra á önnur svæði landsins þar sem niðurstöður Landskönnunar á mataræði 2010-2011 bentu til þess að ekki væri teljandi munur á mataræði kvenna á barneignaaldri í höfuðborginni og á landsbyggðinni.35 Eins er ekki hægt að úti- loka að mataræði kvenna sem neituðu þátttöku í rannsókninni eða skiluðu ekki matardagbókum (alls 33%) hafi verið frábrugðið því sem hér var lýst. Kallað er eftir markvissari skilaboðum til barnshafandi kvenna á Íslandi um hollustu fæðu og sérstöðu einstakra matvæla sem uppspretta mikilvægra næringarefna. Hluti barnshafandi kvenna í rannsókninni virðist ekki fá nóg af næringarefnum sem nauðsynleg eru fyrir eðlilegan vöxt og þroska fósturs. Aukin gæði heildarmataræðis barnshafandi kvenna á Íslandi gætu skilað sér í færri fylgikvillum á meðgöngu og í fæðingu, sem og bættri heilsu móður og barns til langs tíma. Þakkir Höfundar þakka fósturgreiningardeild Landspítalans við aðstoð við öflun þátttakenda. Einnig Hólmfríði Þorgeirsdóttur matvæla- og næringarfræðingi hjá Embætti landlæknis og Ólafi Reykdal matvælafræðingi hjá MATÍS ohf. fyrir samstarf um gagnagrunna og forrit. Ívari Guðmundssyni hjá Hugsjá er þökkuð aðstoð við næringarefnaútreikninga. Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspít- ala styrktu rannsóknina. Heimildir 1. Barker DJ. The origins of the developmental origins the- ory. J Intern Med 2007; 261: 412-7. 2. Koletzko B, Brands B, Chourdakis M, Cramer S, Grote V, Hellmuth C, et al. The Power of Programming and the EarlyNutrition project: opportunities for health promotion by nutrition during the first thousand days of life and beyond. Ann Nutr Metab 2014; 64: 187-96. 3. Netting MJ, Middleton PF, Makrides M. Does maternal diet during pregnancy and lactation affect outcomes in offspring? A systematic review of food-based approaches. Nutrition 2014; 30: 1225-41. 4. Ramakrishnan U, Grant F, Goldenberg T, Zongrone A, Martorell R. Effect of women‘s nutrition before and during early pregnancy on maternal and infant outcomes: a systematic review. Paediatr Perinat Epidemiol 2012; 26: 285-301. 5. Steingrímsdóttir L, Valgeirsdóttir H, Halldórsson ÞI, Gunnarsdóttir I, Gísladóttir E, Þorgeirsdóttir H, et al. Kannanir á mataræði og næringargildi fæðunnar á Íslandi. Læknablaðið 2014; 100: 659-64. 6. Gunnarsdóttir I, Helgadóttir H, Þórisdóttir B, Þórsdottir I. Landskönnun á mataræði sex ára barna 2011-2012. Læknablaðið 2013; 99: 17-23. 7. Olafsdottir AS, Skuladottir GV, Thorsdottir I, Hauksson A, Steingrimsdottir L. Maternal diet in early and late pregn- ancy in relation to weight gain. Int J Obes (Lond) 2006; 30: 492-9. 8. Thorsdottir I, Birgisdottir BE, Halldorsdottir S, Geirsson RT. Association of fish and fish liver oil intake in pregn- ancy with infant size at birth among women of normal weight before pregnancy in a fishing community. Am J Epidemiol 2004; 160: 460-5. 9. Gunnarsdottir I, Gustavsdottir AG, Steingrimsdottir L, Maage A, Johannesson AJ, Thorsdottir I. Iodine status of pregnant women in a population changing from high to lower fish and milk consumption. Public Health Nutr 2013; 16: 325-9. 10. Willett W. Nutritional Epidemiology, third edition. Oxford University Press, New York 2012. 11. Englund-Ögge L, Brantsæter AL, Sengpiel V, Haugen M, Birgisdottir BE, Myhre R, et al. Maternal dietary patterns and preterm delivery: results from large prospective cohort study. BMJ 2014; 348:g1446. 12. Brantsaeter AL, Haugen M, Samuelsen SO, Torjusen H, Trogstad L, Alexander J, et al. A dietary pattern charac- terized by high intake of vegetables, fruits, and vegetable oils is associated with reduced risk of preeclampsia in nul- liparous pregnant Norwegian women. J Nutr 2009; 139: 1162-8. 13. Knudsen VK, Orozova-Bekkevold IM, Mikkelsen TB, Wolff S, Olsen SF. Major dietary patterns in pregnancy and fetal growth. Eur J Clin Nutr 2008; 62:463-70. 14. Nordic Nutrition Recommendations 2012. Integrating nutrition and physical activity. Nordic Council of Ministers 2014. norden.org/en/publications/publikation- er/2014-002 15. Tryggvadottir EA, Medek H, Birgisdottir BE, Geirsson RT, Gunnarsdottir I. Association between healthy maternal dietary pattern and risk for gestational diabetes mellitus. Eur J Clin Nutr 2015 Sep 9. 16. Grundvöllur ráðlegginga um mataræði og ráðlagðir dag- skammtar næringarefna. Embætti landlæknis, Reykjavík 2014. 17. Bath SC, Steer CD, Golding J, Emmett P, Rayman MP. Effect of inadequate iodine status in UK pregnant women on cognitive outcomes in their children: results from the Avon Longitudinal Study of Parents and Children (ALSPAC). Lancet 2013; 382: 331-7. 18. Zhou SJ, Anderson AJ, Gibson RA, Makrides M. Effect of iodine supplementation in pregnancy on child develop- ment and other clinical outcomes: a systematic review of randomized controlled trials. Am J Clin Nutr 2013; 98: 1241-54. 19. Hyppönen E, Cavadino A, Williams D, Fraser A, Vereczkey A, Fraser WD, et al. Vitamin D and pre-eclamp- sia: original data, systematic review and meta-analysis. Ann Nutr Metab 2013; 63:331-40. 20. Keenan K, Hipwell AE. Modulation of prenatal stress via docosahexaenoic acid supplementation: implications for child mental health. Nutr Rev 2015; 73: 166-74.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.