Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.09.2016, Blaðsíða 20
388 LÆKNAblaðið 2016/102 ist aðgerðar? Til að tryggja að sjúklingurinn fái bestu mögulegu meðferð er nauðsynlegt að teymi sérfræðinga taki slíka ákvörðun. Hafa ber í huga að skortur er á rannsóknum sem bera saman mis- munandi meðferðarform (skurðaðgerð, þrívíddarmiðuð geisla- meðferð og innanæðarlokun). Fleiri en ein meðferðartegund getur komið til greina hjá sama sjúklingi. Kostir einnar meðferðar geta vegið upp vankanta annarrar.24 Ef ákveðið er að meðhöndla er markmið meðferðarinnar full lokun æðaflækjunnar. Lokun að hluta er ekki talin leiða til minni blæðingaráhættu. Þó að höfuðmarkmið meðferðarinnar sé að fyr- irbyggja blæðingu beinist meðferðin einnig að öðrum hugsanleg- um afleiðingum flækjunnar, svo sem flogum og höfuðverk.24 Meta verður hvert tilfelli með tilliti til þeirra þátta sem hafa áhrif á horfur og áhættu meðferðar. Ef blætt hefur frá lítilli æða- flækju sem situr á aðgengilegum stað og er ekki umvafin afar mikilvægum heilavef myndu líklega flestir vera sammála um að meðferðarinngrip sé æskilegt. Hins vegar er aðgerð ekki sjálfgefið úrræði ef æðaflækjan er stór, ef hún er staðsett á viðkvæmu svæði, nærð af mörgum slagæðum og hefur aldrei blætt. Æðaflækjur í heila eru mjög mismunandi að uppbyggingu. Þær geta nærst frá einni eða fleiri af stóru heilaslagæðunum. Þetta á ekki síst við um stærri æðaflækjur sem liggja á mörkum næringar- svæða tveggja slagæða. Bláæðafráflæði æðaflækja getur einnig verið breytilegt. Það getur tengst djúpa eða grunna bláæðakerfinu í heilanum eða tæmst beint inn í stóran bláæðastokk (sinus) eða haft alla ofannefnda farvegi. Áður en tekin er afstaða til meðferð- ar er nauðsynlegt að kortleggja flækjuna vel með æðamyndatöku. Skurðaðgerð Skurðaðgerð gegnir stóru hlutverki við meðferð æðaflækja. Ekk- ert meðferðarform er eins áhrifaríkt hvað varðar skjóta lokun flækjunnar.1 Í tilfelli 67 sjúklinga með æðaflækju sem var minni en 3 cm í þvermál tókst að loka flækjunni með skurðaðgerð í 94% tilfella.25 Athyglisvert var að 45% æðaflækjanna voru á svæðum sem almennt teljast illa aðgengileg, eins og stúkan (thalamus), heilastofn og svæðið í kringum heilahólfin. Kosturinn við skurð- aðgerð, ef hún tekst, er að æðaflækjunni er eytt. Skurðaðgerð er þó aldrei hættulaus. Ákvörðun um skurðaðgerð ræðst af eftirfarandi þáttum: stærð æðaflækjunnar, staðsetningu, fjölda nærandi slagæða, magni blóðflæðis í gegnum flækjuna, blóðþurrðareinkennum frá um- lykjandi heilavef, mikilvægi aðliggjandi heilavefs og loks bláæða- frárennsli. Svokallaður Spetzler-Martin-skali hefur verið notaður til þess að meta áhættu skurðaðgerðar (sjá töflu I).26 Skalinn stigar æðaflækjur út frá þremur þáttum sem hafa forspárgildi varðandi áhættu skurðaðgerðar: stærsta þvermál æðaflækjunnar, staðsetn- ing (hvort flækjan er á viðkvæmum stað) og hvort fráflæði sé inn í djúpa bláæðakerfið. Bæði aftur- og framskyggnar rannsóknir hafa sýnt náið samband milli fjölda stiga og skurðáhættunnar. Oft er sjúklingum með stig I til III á Spetzler-Martin-skalanum boð- in skurðaðgerð. Alvarlegir fylgikvillar við skurðaðgerð hjá þeim hópi eru fátíðir.27,28 Við stig III er oft mælt með innanæðarlokun á undan skurðaðgerð. Skurðaðgerð fylgir mun hærri tíðni fylgi- kvilla ef stigin eru IV og V, þá er skurðaðgerð sjaldnast beitt.23,27,29 Geislameðferð Gjarnan er mælt með geislameðferð ef æðaflækjan er minni en 3 cm í þvermál og er á viðkvæmum stað þar sem skurðaðgerð gæti leitt til nýrra taugaeinkenna og fötlunar. Helsti ókostur geislameð- ferðar er biðtími, 1 til 3 ár, þar til hámarkslokunaráhrif nást. Á biðtímanum er hætta á blæðingu. Líkur á fullri lokun eru minni en við skurðaðgerð.30-32 Snemmkomnir fylgikvillar geislameðferðar geta verið flog, ógleði, uppköst, og höfuðverkur. Þessir fylgikvillar ganga flestir sjálfkrafa yfir. Í einni rannsókn fengu 5,2% sjúklinga skammvinn taugaeinkenni en 1,4% hlutu viðvarandi taugaeinkenni.30 Síð- komnir fylgikvillar (vikum og árum eftir meðferðina) eru floga- veiki, blæðing, geisladrep og bjúgur. Þeim mun stærri sem æða- flækjan er, þeim mun meiri hætta er á fylgikvillum og minni líkur á að full lokun náist.30,33 Hagstæðar niðurstöður hafa verið birtar fyrir stærri æðaflækjur með stigaðri (staged) geislameðferð. Þá er geisluninni beint á mismunandi svæði á mismunandi tímum með- Tafla I. Skali Spetzler-Martin yfir skurðáhættu sjúklinga með æðaflækju. Fleiri stig, meiri áhætta. Stærð (lengsta þvermál) Stig 0-3 cm 1 3,1-6,0 cm 2 >6 cm 3 Staðsetning Ekki á viðkvæmum stað 0 Á viðkvæmum stað 1 Djúpt bláæðafráflæði Ekki til staðar 0 Til staðar 1 Tafla II. Samanburður á mismunandi meðferðarformum við æðaflækju í heila. Meðferðarform Kostir Ókostir Skurðaðgerð Áhrifarík eyðing æðaflækju og skjót minnkun blæðingarhættu Hætta á snemmkomnum taugaeinkennum Innanæðarlokun Minnkun æðaflækju fæst um leið og nærandi æðum eða æðagúl er lokað. Stutt spítalavist Sjaldnast full lokun á æðaflækju. Viss hætta á nýjum taugaeinkennum vegna blæðingar eða heilablóðþurrðar Þrívíddarmiðuð geislameðferð Ekki ífarandi inngrip. Stutt spítalavist 1-3 ára bið eftir fullum áhrifum á æðaflækju. Á meðan er hætta á blæðingu. Hætta á síðkomnum geislaskaða Y F I R L I T S G R E I N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.