Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2016, Síða 30

Læknablaðið - 01.09.2016, Síða 30
398 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Í maíhefti Læknablaðsins 2014 sagði Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir frá því í leiðara að í nær öllum háskólasjúkrahús- um Norðurlanda hefðu svonefndir að- gerðaþjarkar verið teknir í notkun. Þjarki er þýðing á enska orðinu robot en slík tækni hefur víða leyst mannshöndina af hólmi og/eða auðveldað henni störfin. Eiríkur var að segja frá fjársöfnun sem þá var hafin fyrir kaupum á þjarka fyrir Landspítalann. Nú er fjársöfnuninni löngu lokið með miklum og góðum árangri. „Landspít- alinn fékk að gjöf meira en helming kaup- verðsins sem var um 300 milljónir króna,“ segir kollegi Eiríks, Rafn Hilmarsson. Og tækið hefur þegar sannað ágæti sitt því frá því fyrsta aðgerðin var gerð með Da Vinci- þjarkanum á skurðdeild Landspítalans í ársbyrjun 2015 hafa verið gerðar 180 aðgerðir og árangurinn verið framar vonum, að sögn Rafns. „Hugmyndin að því að fá aðgerða- þjarka til Íslands kviknaði fyrir nokkrum árum. Ég hafði verið að vinna með svona tæki í sérnámi mínu í Svíþjóð og ræddi við kollega mína hér hvort það væri mögulegt að innleiða þessa tækni hér. Niðurstaðan varð sú að doka við þar til hingað væri kominn maður sem kynni að vinna með tækið. Það gerðist svo 2013 þegar ég kom heim að loknu námi. Þá fór fjársöfnun af stað undir forystu Eiríks og hún bar þann árangur að hægt var að panta tækið haustið 2014. Þá þurfti að undirbúa heilmikið, ekki síst innrétta skurðstofuna svo hún pass- aði fyrir tækið. Það sýnir hvað við erum í gömlu húsi að gólfin þoldu ekki svona þung tæki, það var engin járnabinding í þeim. Þess vegna þurfti að setja járnbita undir gólfið,“ segir hann. Það var þó ekki mikilvægast því það þurfti að þjálfa upp teymi fólks til að vinna við tækið, skurðhjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, svæfingalækna og fleiri, auk skurðlækna. Því var að mestu lokið í byrjun árs 2015 og þann 20. janúar það ár var fyrsta aðgerðin gerð í þjarkanum. Notkunin breiðist út – Hverjir nota þjarkann mest? „Þvagfæraskurðdeildin hefur verið virkust í að nota tækið. Á hennar vegum hafa verið gerðar um 150 aðgerðir og þar eru þrír skurðlæknar sem vinna við tækið. Nú eru langflestar flóknari aðgerðir deildarinnar gerðar í þjarkanum, svo sem vegna krabbameins í nýrum, þvagblöðru eða blöðruhálskirtli. Á kvennadeildinni er starfandi öflugt teymi og á þess vegum hafa verið gerðar 25 aðgerðir, svo sem leg- nám og aðgerðir vegna krabbameins í legi og eggjastokkum. Svo hafa verið gerðar 7 hjartaaðgerðir, einkum á kransæðum, og barnaskurðdeildin hefur einnig notað þjarkann. Þjarkinn ann sér ekki hvíldar ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson – Rætt við Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlækni á Landspítala um innleiðingu aðgerðaþjarka á skurðdeildum spítalans Hér situr Rafn við Da Vinci- þjarkann á Landspítala. Þjarkinn kostaði 300 milljónir og hefur sannað ágæti sitt: á skurðdeild Landspítalans hafa verið gerðar 180 aðgerðir með honum frá því í ársbyrjun 2015. Allar ljósmyndirnar í greininni tók Þorkell Þorkelsson.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.